Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bróðir Landsréttarforseta og meðmælendur dómara vísuðu kröfunni frá

Ólaf­ur Börk­ur Þor­valds­son, sem sjálf­ur var skip­að­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ari í trássi við stjórn­sýslu­lög ár­ið 2003, er einn þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem úr­skurð­uðu í máli sem sner­ist um stöðu og hæfi dóm­ara sem var skip­að­ur án þess að regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar væri fylgt.

Bróðir Landsréttarforseta og meðmælendur dómara vísuðu kröfunni frá

Ólafur Börkur Þorvaldsson, bróðir Hervarar Þorvaldsdóttur forseta Landsréttar sem sjálfur var skipaður hæstaréttardómari í trássi við stjórnsýslulög árið 2003, er einn þeirra hæstaréttardómara sem úrskurðuðu um að vísa bæri frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns um að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, viki sæti vegna þess að hún hefði verið skipuð dómari með ólöglegum hætti. Annar dómari sem dæmdi í málinu veitti tveimur af þeim fjórum umsækjendum sem Sigríður Andersen skipaði í trássi við reglur stjórnsýsluréttar jákvæða umsögn þegar þeir sóttu um dómaraembætti við Landsrétt. 

Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp á fimmtudag, er kröfunni vísað frá á þeim forsendum að í röksemdum Vilhjálms sé hvergi neinu haldið fram sem geti valdið því samkvæmt 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála að dómarinn teljist vanhæfur til að dæma í málinu sem um var að ræða. Eingöngu hafi verið færð rök fyrir því að lög hafi verið brotin við skipun hennar sem dómara. „Jafnvel þótt á það yrði fallist gæti það samkvæmt framansögðu aldrei orðið til þess að krafa varnaraðila yrði tekin til greina. Hefur hann því í málatilbúnaði sínum klætt það álitaefni, sem hann í raun leitar úrlausnar um, ranglega í búning kröfu um að dómarinn víki sæti í málinu,“ segir í dóminum. „Úrskurður Landsréttar 22. febrúar 2018 snýr þannig ekki að réttu lagi að ágreiningi um það efni og getur hann af þeim sökum ekki átt undir kæruheimild til Hæstaréttar samkvæmt b. lið 1. mgr. 211. gr. laga nr. 88/2008.“ 

Þegar Vilhjálmur rökstuddi kröfu sína fyrir Landsrétti um að Arnfríður viki sæti vísaði hann meðal annars til þess að lögbrot Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við skipun dómara kynnu að hafa haft áhrif á það hver valdist til forsætis í Landsrétti. Þá spurði hann hvort atkvæði þeirra fjögurra dómara, sem skipaðir voru án þess að hafa verið metnir hæfastir, hefðu ráðið úrslitum um hver var kjörinn forseti Landsréttar.

Forseti Landsréttar er sem áður segir Hervör Þorvaldsdóttir, systir Ólafs Barkar. Sjálfur var Ólafur Börkur skipaður hæstaréttardómari af Birni Bjarnasyni árið 2003 þótt aðrir umsækjendur hefðu verið metnir hæfari samkvæmt umsögn Hæstaréttar. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að stjórnsýslulögum hefði ekki verið fylgt við undirbúning og meðferð málsins auk þess sem kærunefnd jafnréttismála taldi jafnréttislög hafa verið brotin þegar gengið var framhjá kvenkyns umsækjanda, Hjördísi Hákonardóttur, sem metin hafði verið hæfari en Ólafur. Björn Bjarnason fjallar um frávísunardóminn á bloggsíðu sinni og fagnar því að dómararnir hafi séð í gegnum „blekkingarvef Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns“.

Fjórir dómarar dæmdu í málinu ásamt Ólafi Berki, meðal annars Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar og Viðar Már Matthíasson. Þegar lagt var mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt í fyrra veitti Markús meðal annars þeim Jóni Finnbjörnssyni og Ásmundi Helgasyni jákvæðar umsagnir. Jón og Ásmundur voru líkt og Arnfríður Einarsdóttir skipaðir dómarar án þess að sýnt hefði verið fram á, í samræmi við kröfur stjórnsýsluréttarins, að þeir væru meðal hæfustu umsækjenda. Viðar Már Matthíasson veitti Eiríki Jónssyni jákvæða umsögn þegar hann sótti um stöðu dómara, en hann var í hópi þeirra umsækjenda sem ráðherra gekk framhjá og stendur nú í málarekstri gegn ríkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár