Eigendur Spalar hf., eignarhaldsfélags Hvalfjarðarganganna, fá hlutafé sitt útgreitt síðar á þessu ári þegar rekstrartíma fyrirtækisins lýkur og ríkinu verða afhent göngin til eignar.
Um er að ræða 86 milljónir króna að nafnvirði sem verða greiddar út á verðlagi dagsins í dag, alls rúmlega 220 milljónir en þar af renna meira en 50 milljónir til einkafjárfesta.
Stærstu hluthafar Spalar eru Faxaflóahafnir, ríkissjóður, fyrirtækið Elkem Ísland, Hvalfjarðarsveit, Vegagerðin og Akraneskaupstaður, en þar að auki hafa tugir einstaklinga og félaga hagnast á þessari frægustu einkaframkvæmd Íslandssögunnar.
Á meðal smærri hluthafa er fjöldi manna sem voru áberandi í sveitarstjórnarpólitík þegar lagður var grunnur að Hvalfjarðargöngunum undir lok síðustu aldar, en jafnframt fólk sem starfaði hjá Vegagerðinni, Sementsverksmiðju ríkisins og Járnblendifélaginu.
Ríkið tryggði hluthöfum arð
Þegar ríkið samdi við Spöl um framkvæmdir vegna Hvalfjarðarganga á sínum tíma var Vegagerðin skuldbundin til að tryggja að hluthafar fengju árlega 14% arð af verðbættu innborguðu hlutafé. …
Athugasemdir