Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjárfestar og fyrirtæki hafa grætt á annað hundrað milljóna á Hvalfjarðargöngunum

Op­in­ber­ir starfs­menn og bæj­ar­full­trú­ar voru á með­al þeirra sem tóku þátt í fræg­ustu einkafram­kvæmd Ís­lands­sög­unn­ar. Arð­greiðsl­ur til einka­að­ila vegna Hval­fjarð­ar­gang­anna nema vel á ann­að hundrað millj­óna, en jafn­framt verð­ur hluta­fé greitt út úr Speli hf. síð­ar á ár­inu þeg­ar gjald­töku í Hval­fjarð­ar­göng lýk­ur.

Fjárfestar og fyrirtæki hafa grætt á annað hundrað milljóna á Hvalfjarðargöngunum
20 ára gjaldtaka senn á enda Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 og verða afhent ríkinu til eignar síðar á þessu ári. Mynd: Stundin

Eigendur Spalar hf., eignarhaldsfélags Hvalfjarðarganganna, fá hlutafé sitt útgreitt síðar á þessu ári þegar rekstrartíma fyrirtækisins lýkur og ríkinu verða afhent göngin til eignar. 

Um er að ræða 86 milljónir króna að nafnvirði sem verða greiddar út á verðlagi dagsins í dag, alls rúmlega 220 milljónir en þar af renna meira en 50 milljónir til einkafjárfesta. 

Stærstu hluthafar Spalar eru Faxaflóahafnir, ríkissjóður, fyrirtækið Elkem Ísland, Hvalfjarðarsveit, Vegagerðin og Akraneskaupstaður, en þar að auki hafa tugir einstaklinga og félaga hagnast á þessari frægustu einkaframkvæmd Íslandssögunnar. 

Á meðal smærri hluthafa er fjöldi manna sem voru áberandi í sveitarstjórnarpólitík þegar lagður var grunnur að Hvalfjarðargöngunum undir lok síðustu aldar, en jafnframt fólk sem starfaði hjá Vegagerðinni, Sementsverksmiðju ríkisins og Járnblendifélaginu. 

Ríkið tryggði hluthöfum arð

Þegar ríkið samdi við Spöl um framkvæmdir vegna Hvalfjarðarganga á sínum tíma var Vegagerðin skuldbundin til að tryggja að hluthafar fengju árlega 14% arð af verðbættu innborguðu hlutafé. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkarekstur opinberrar þjónustu

Stjórnarliðar vilja að bætt aðstaða á Landspítala greiði götu „fjölbreyttra rekstrarforma“ í heilbrigðisþjónustu
Fréttir

Stjórn­ar­lið­ar vilja að bætt að­staða á Land­spít­ala greiði götu „fjöl­breyttra rekstr­ar­forma“ í heil­brigð­is­þjón­ustu

Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti lands­manna er and­víg­ur einka­rekstri í heil­brigðis­kerf­inu sam­kvæmt nýrri könn­un. Stefnt er að áfram­hald­andi vexti einka­rek­inn­ar heil­brigð­is­þjón­ustu sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar og meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill að bætt að­staða á Land­spít­ala hjálpi til við að „nýta kosti fjöl­breyttra rekstr­ar­forma í heil­brigð­is­þjón­ustu til að ná mark­mið­um um bætta þjón­ustu og aukna af­kasta­getu“.
Stjórnarliðar vilja aukna aðkomu einkaaðila að vegagerð og kanna einkavæðingu flugvallarins
Fréttir

Stjórn­ar­lið­ar vilja aukna að­komu einka­að­ila að vega­gerð og kanna einka­væð­ingu flug­vall­ar­ins

Meiri­hluti um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is lýs­ir yf­ir stuðn­ingi við hug­mynd­ir Jóns Gunn­ars­son­ar, sam­göngu­ráð­herra, um sam­starfs­fjár­mögn­un rík­is og einka­að­ila þeg­ar ráð­ist verð­ur í vega­bæt­ur til og frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill kanna sölu á eign­um rík­is­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli.
Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins
Fréttir

For­stöðu­menn gagn­rýna áherslu stjórn­valda á einka­rekna lækn­is­þjón­ustu á kostn­að op­in­bera kerf­is­ins

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og land­lækn­ir hafa gagn­rýnt sí­auk­in fjár­fram­lög hins op­in­bera vegna þjón­ustu sem einka­rekn­ar lækna­stof­ur og lækn­inga­fyr­ir­tæki veita með­an sjúkra­hús­un­um er skor­inn þröng­ur stakk­ur. Gert er ráð fyr­ir 2 millj­arða aukafram­lagi til heil­brigð­is­þjón­ustu ut­an sjúkra­húsa á næsta ári „einkum vegna samn­ings við sér­greina­lækna“.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár