Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og land­lækn­ir hafa gagn­rýnt sí­auk­in fjár­fram­lög hins op­in­bera vegna þjón­ustu sem einka­rekn­ar lækna­stof­ur og lækn­inga­fyr­ir­tæki veita með­an sjúkra­hús­un­um er skor­inn þröng­ur stakk­ur. Gert er ráð fyr­ir 2 millj­arða aukafram­lagi til heil­brigð­is­þjón­ustu ut­an sjúkra­húsa á næsta ári „einkum vegna samn­ings við sér­greina­lækna“.

Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri undrast hve misjafnlega er tekið á fjármögnun magnaukningar hjá sérfræðilæknum annars vegar og fjármögnun aukinna umsvifa í rekstri sjúkrahúsþjónustu hins vegar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Með þessu sé verið að skapa ójafnvægi milli greiðslukerfanna.

Þetta er í takt við yfirlýsingar frá stjórnendum Landspítalans um að sú forgangsröðun sem birtist í áætluninni bendi til þess að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að heilbrigðisþjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa, svo sem til einkastofa sérfræðilækna og einkarekinna lækningafyrirtækja.

Landlæknir hefur að sama skapi kallað eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna og bent á að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum en umtalsvert minna til opinbers reksturs. Gert er ráð fyrir 2 milljarða aukafjárveitingu til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á næsta ári vegna „áætlaðra útgjalda ýmissa liða sjúkratrygginga á árinu 2017 umfram forsendur fjárlaga, einkum vegna samnings við sérgreinalækna“ að því er fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 

Aukning framlaga ekki í takt við þörf

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri skilaði nefndasviði Alþingis umsögn um fjármálaáætlunina í gær. Þar er gagnrýnt hve takmörkuð raunaukning verður á framlögum til að mæta þörf fyrir aukna þjónustu og uppbyggingu sjúkrahúsþjónustunnar á næstu árum.

Þegar tekið er tillit til þátta á borð við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar, fjölgun sjúklinga og skurðaaðgerða og aukningu í komum á dag- og göngudeildir, telja stjórnendur spítalans að árlegur viðbótarkostnaður vegna rekstrar Sjúkrahússins á Akureyri nemi um 370 milljónum króna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar einungis gert ráð fyrir 338 milljóna raunaukningu til allrar sjúkrahúsþjónustu á Íslandi milli áranna 2017 og 2018.

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir í svari við tölvupósti Stundarinnar um málið að þetta feli ekki í sér að skorið verði niður í þjónustu frá því sem nú er. Hins vegar bendi upphæðirnar sem fram koma í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til þess að ekki verði hægt að koma með ásættanlegum hætti til móts við þær áskoranir sem framundan eru í sjúkrahúsþjónustunni. 

Áhersla lögð á starfsemi utan spítala

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega þá áherslu sem lögð er á fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Aukningin til þess málaefnasviðs er margföld á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsanna.

Þann 20. apríl síðastliðinn sendi landlæknir út fréttatilkynningu þar sem hann sagði að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum opnaði á aukinn einkarekstur og einkavæðingu í íslensku heilbrigðiskerfi og vandséð væri hvernig heilbrigðisyfirvöld gætu haft stjórn á því hvert opinber heilbrigðisútgjöld rynnu.

Í viðtali við Stöð 2 kallaði hann eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna. 

Nokkrum dögum síðar skilaði svo Ríkisendurskoðun Alþingi skýrslu um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að vegna erfiðleika heilsugæslukerfisins við að veita nauðsynlega þjónustu leiti óæskilega mikill fjöldi sjúklinga til einkastofa sérfræðilækna. Í skýrslunni er jafnframt vaktin athygli á því að hætta sé á hagsmunaárekstrum vegna nýs fjármögnunarkerfis heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

„Ein af þeim breytingum sem þá átti sér stað var að í hvert sinn sem skjólstæðingur tiltekinnar heilsugæslustöðvar leitar annað í heilbrigðiskerfinu dregst fjárveiting til hennar saman. Sem dæmi má nefna að ef einstaklingur leitar á Læknavaktina dragast 4.260 kr. frá ráðstöfunarfé þeirrar heilsugæslustöðvar sem hann er skráður á. Um leið aukast tekjur Læknavaktarinnar. Þetta vekur spurningu um hagsmunaárekstra þegar heimilislæknar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru einnig starfsmenn og hluthafar í Læknavaktinni ehf,“ segir í skýrslunni.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að bregðast þurfi við viðvarandi hækkun á gjaldalið sérfræðilæknaþjónustu hjá Sjúkratryggingum Íslands og undirbúa nýjan samning við sérgreinalækna.

Stjórnarherrar telja einkarekstur og arðgreiðslur af hinu góða

Í umsögn Landspítalans um áætlunin er bent á að samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna hafi verið nefndur sem skólabókardæmi um óskilgreind og ótakmörkuð kaup á þjónustu fyrir almannafé. „Samt er sífellt bætt við fjárframlög til þessa, jafnvel á fjáraukalögum enda virðist lítil sem engin stjórn sé á þessum útgjöldum. Ef litið er til rekstrar á miðlægri stjórnsýslu SÍ sést svipað mynstur - endurtekinn halli og sívaxandi kostnaður við rekstur, m.a. 33% hækkun ríkisframlaga bara milli áranna 2014 og 2015. Og enn á að bæta í,“ segir í umsögninni.

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í apríl spurði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra um afstöðu hans til tvöfalds heilbrigðiskerfis. Hann svaraði á þá leið að Sjúkratryggingar Íslands hefðu borgað margvíslega starfsemi einkalækna, einkarekinna læknastöðva, að hluta til á móti sjúklingum.

„Ég veit ekki annað en mjög margir sjúklingar hafi fengið góðan bata þar. Þetta hefur stytt biðlista. Ég tel að það sé jákvætt fyrir sjúklinga.“ Þá sagði hann að fara þyrfti vel með fjármunina sem rynnu til heilbrigðismála. „Ég held að við getum verið sammála um það að hér á landi hefur verið einkarekstur í heilbrigðiskerfi um langa hríð. Hann hefur að stórum hluta verið borgaður af opinberu fé. Ég held að það sé sjúklingum til góðs að hér séu fleiri aðilar sem geta læknað þá.“ 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, innti svo Bjarna Benediktsson forsætisráðherra eftir afstöðu hans til arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu fyrr í vikunni. „Það er bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi geti þeir greitt sér út arð,“ svaraði hann. „Ég sé ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við það að menn sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu greiði sér út arð ef þeir skila afgangi í rekstri sínum, sama með hvaða hætti það er gert. Það á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að skilyrði geta skapast til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár