Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins

Stjórn­end­ur Land­spít­al­ans og Sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri og land­lækn­ir hafa gagn­rýnt sí­auk­in fjár­fram­lög hins op­in­bera vegna þjón­ustu sem einka­rekn­ar lækna­stof­ur og lækn­inga­fyr­ir­tæki veita með­an sjúkra­hús­un­um er skor­inn þröng­ur stakk­ur. Gert er ráð fyr­ir 2 millj­arða aukafram­lagi til heil­brigð­is­þjón­ustu ut­an sjúkra­húsa á næsta ári „einkum vegna samn­ings við sér­greina­lækna“.

Forstöðumenn gagnrýna áherslu stjórnvalda á einkarekna læknisþjónustu á kostnað opinbera kerfisins

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri undrast hve misjafnlega er tekið á fjármögnun magnaukningar hjá sérfræðilæknum annars vegar og fjármögnun aukinna umsvifa í rekstri sjúkrahúsþjónustu hins vegar í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Með þessu sé verið að skapa ójafnvægi milli greiðslukerfanna.

Þetta er í takt við yfirlýsingar frá stjórnendum Landspítalans um að sú forgangsröðun sem birtist í áætluninni bendi til þess að ríkisstjórnin vilji kynda undir þeirri þróun að heilbrigðisþjónusta færist frá sjúkrahúsum og til veitenda utan sjúkrahúsa, svo sem til einkastofa sérfræðilækna og einkarekinna lækningafyrirtækja.

Landlæknir hefur að sama skapi kallað eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna og bent á að útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum en umtalsvert minna til opinbers reksturs. Gert er ráð fyrir 2 milljarða aukafjárveitingu til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa á næsta ári vegna „áætlaðra útgjalda ýmissa liða sjúkratrygginga á árinu 2017 umfram forsendur fjárlaga, einkum vegna samnings við sérgreinalækna“ að því er fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. 

Aukning framlaga ekki í takt við þörf

Framkvæmdastjórn Sjúkrahússins á Akureyri skilaði nefndasviði Alþingis umsögn um fjármálaáætlunina í gær. Þar er gagnrýnt hve takmörkuð raunaukning verður á framlögum til að mæta þörf fyrir aukna þjónustu og uppbyggingu sjúkrahúsþjónustunnar á næstu árum.

Þegar tekið er tillit til þátta á borð við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar, fjölgun sjúklinga og skurðaaðgerða og aukningu í komum á dag- og göngudeildir, telja stjórnendur spítalans að árlegur viðbótarkostnaður vegna rekstrar Sjúkrahússins á Akureyri nemi um 370 milljónum króna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar einungis gert ráð fyrir 338 milljóna raunaukningu til allrar sjúkrahúsþjónustu á Íslandi milli áranna 2017 og 2018.

Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir í svari við tölvupósti Stundarinnar um málið að þetta feli ekki í sér að skorið verði niður í þjónustu frá því sem nú er. Hins vegar bendi upphæðirnar sem fram koma í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til þess að ekki verði hægt að koma með ásættanlegum hætti til móts við þær áskoranir sem framundan eru í sjúkrahúsþjónustunni. 

Áhersla lögð á starfsemi utan spítala

Stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri og Landspítalans eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega þá áherslu sem lögð er á fjárveitingar til þjónustu utan sjúkrahúsa í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Aukningin til þess málaefnasviðs er margföld á við það sem bætt er við rekstrargrundvöll sjúkrahúsanna.

Þann 20. apríl síðastliðinn sendi landlæknir út fréttatilkynningu þar sem hann sagði að túlkun heilbrigðisráðuneytisins á heilbrigðislögum opnaði á aukinn einkarekstur og einkavæðingu í íslensku heilbrigðiskerfi og vandséð væri hvernig heilbrigðisyfirvöld gætu haft stjórn á því hvert opinber heilbrigðisútgjöld rynnu.

Í viðtali við Stöð 2 kallaði hann eftir endurskoðun á samningi Sjúkratrygginga við sérfræðilækna. 

Nokkrum dögum síðar skilaði svo Ríkisendurskoðun Alþingi skýrslu um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að vegna erfiðleika heilsugæslukerfisins við að veita nauðsynlega þjónustu leiti óæskilega mikill fjöldi sjúklinga til einkastofa sérfræðilækna. Í skýrslunni er jafnframt vaktin athygli á því að hætta sé á hagsmunaárekstrum vegna nýs fjármögnunarkerfis heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu.

„Ein af þeim breytingum sem þá átti sér stað var að í hvert sinn sem skjólstæðingur tiltekinnar heilsugæslustöðvar leitar annað í heilbrigðiskerfinu dregst fjárveiting til hennar saman. Sem dæmi má nefna að ef einstaklingur leitar á Læknavaktina dragast 4.260 kr. frá ráðstöfunarfé þeirrar heilsugæslustöðvar sem hann er skráður á. Um leið aukast tekjur Læknavaktarinnar. Þetta vekur spurningu um hagsmunaárekstra þegar heimilislæknar innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru einnig starfsmenn og hluthafar í Læknavaktinni ehf,“ segir í skýrslunni.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram að bregðast þurfi við viðvarandi hækkun á gjaldalið sérfræðilæknaþjónustu hjá Sjúkratryggingum Íslands og undirbúa nýjan samning við sérgreinalækna.

Stjórnarherrar telja einkarekstur og arðgreiðslur af hinu góða

Í umsögn Landspítalans um áætlunin er bent á að samningur Sjúkratrygginga við sérgreinalækna hafi verið nefndur sem skólabókardæmi um óskilgreind og ótakmörkuð kaup á þjónustu fyrir almannafé. „Samt er sífellt bætt við fjárframlög til þessa, jafnvel á fjáraukalögum enda virðist lítil sem engin stjórn sé á þessum útgjöldum. Ef litið er til rekstrar á miðlægri stjórnsýslu SÍ sést svipað mynstur - endurtekinn halli og sívaxandi kostnaður við rekstur, m.a. 33% hækkun ríkisframlaga bara milli áranna 2014 og 2015. Og enn á að bæta í,“ segir í umsögninni.

Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í apríl spurði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra um afstöðu hans til tvöfalds heilbrigðiskerfis. Hann svaraði á þá leið að Sjúkratryggingar Íslands hefðu borgað margvíslega starfsemi einkalækna, einkarekinna læknastöðva, að hluta til á móti sjúklingum.

„Ég veit ekki annað en mjög margir sjúklingar hafi fengið góðan bata þar. Þetta hefur stytt biðlista. Ég tel að það sé jákvætt fyrir sjúklinga.“ Þá sagði hann að fara þyrfti vel með fjármunina sem rynnu til heilbrigðismála. „Ég held að við getum verið sammála um það að hér á landi hefur verið einkarekstur í heilbrigðiskerfi um langa hríð. Hann hefur að stórum hluta verið borgaður af opinberu fé. Ég held að það sé sjúklingum til góðs að hér séu fleiri aðilar sem geta læknað þá.“ 

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, innti svo Bjarna Benediktsson forsætisráðherra eftir afstöðu hans til arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu fyrr í vikunni. „Það er bara sjálfsagður og eðlilegur hluti af einkarekstri almennt að ef menn skila einhverjum afgangi geti þeir greitt sér út arð,“ svaraði hann. „Ég sé ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við það að menn sem reka einkafyrirtæki á heilbrigðissviðinu greiði sér út arð ef þeir skila afgangi í rekstri sínum, sama með hvaða hætti það er gert. Það á ekki bara við á þessu sviði heldur á svo mörgum öðrum sviðum þar sem ríkið hefur ákveðið að standa undir fjármögnun viðkomandi opinberrar þjónustu að skilyrði geta skapast til þess að það verði einhver afgangur í rekstrinum.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
8
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu