Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Slökun á aðhaldi hins opinbera stendur í vegi fyrir lækkun vaxta

„Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að áfram yrði þörf fyr­ir pen­inga­legt að­hald til að halda aft­ur af ör­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar, m.a. í ljósi þess að horf­ur væru á minna að­haldi í op­in­ber­um fjár­mál­um en áð­ur var gert ráð fyr­ir,“ seg­ir í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar frá síð­asta vaxta­ákvörð­un­ar­fundi.

Slökun á aðhaldi hins opinbera stendur í vegi fyrir lækkun vaxta

Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar sé meðal annars drifinn áfram af tilslökun í opinberum fjármálum, þ.e. slökun á aðhaldi sem ekki henti vel miðað við núverandi stöðu hagsveiflunnar. Nokkrir nefndarmanna telja jafnvel að núverandi aðhaldsstig hins opinbera kunni að vera ofmetið.

Svo virðist sem þetta sé á meðal þeirra þátta sem leiddu til þess að peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum á fundi sínum þann 6. febrúar 2018. Seðlabankinn birti fundargerð nefndarinnar í dag, en slíkt er alltaf gert tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. 

„Nefndarmenn voru sammála um að áfram yrði þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar, m.a. í ljósi þess að horfur væru á minna aðhaldi í opinberum fjármálum en áður var gert ráð fyrir. Þá ríkir enn óvissa um niðurstöðu kjarasamninga,“ segir meðal annars í fundargerðinni.

Fram kemur að niðurstöður kjarasamninga á vinnumarkaði geti orðið óhagstæðari en gert var ráð fyrir í fyrri spám auk þess sem töluverðu skipti fyrir innlendan þjóðarbúskap hversu hraður hinn alþjóðlegi efnahagsbati verður næstu misserin.

Bent er á að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 eykst aðhaldsstig ríkisfjármála á þessu ári minna en áætlað hafði verið í nóvemberspá bankans. Áætlað er að aukið aðhald samsvari 0,8% af landsframleiðslu samanborið við 1,3% í nóvember. Þá gerir einnig fjármálastefna Bjarna Benediktssonar ráð fyrir meiri slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála heldur en fjármálastefnan sem fyrirrennari hans, Benedikt Jóhannesson, lagði fram í janúar 2017. 

Fjármálaráð, sjálfstæður sérfræðingahópur sem hefur það hlutverk að leggja mat á hvort fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisstjórnar fylgi þeim grunngildum sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál, hefur gagnrýnt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Fram kemur í álitsgerð fjármálaráðs að afkoma hins opinbera verði, samkvæmt stefnunni, í raun neikvæð á næstu árum sé miðað við frumjöfnuð hins opinbera og hann leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar. Slík rekstrarniðurstaða geti ekki talist sjálfbær til lengri tíma. Varar fjármálaráð sérstaklega við því að ráðist verði í stórfellda aukningu ríkisútgjalda án samsvarandi tekjuöflunar og skattahækkana. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár