Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Slökun á aðhaldi hins opinbera stendur í vegi fyrir lækkun vaxta

„Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að áfram yrði þörf fyr­ir pen­inga­legt að­hald til að halda aft­ur af ör­um vexti inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar, m.a. í ljósi þess að horf­ur væru á minna að­haldi í op­in­ber­um fjár­mál­um en áð­ur var gert ráð fyr­ir,“ seg­ir í fund­ar­gerð pen­inga­stefnu­nefnd­ar frá síð­asta vaxta­ákvörð­un­ar­fundi.

Slökun á aðhaldi hins opinbera stendur í vegi fyrir lækkun vaxta

Peningastefnunefnd Seðlabankans telur að kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar sé meðal annars drifinn áfram af tilslökun í opinberum fjármálum, þ.e. slökun á aðhaldi sem ekki henti vel miðað við núverandi stöðu hagsveiflunnar. Nokkrir nefndarmanna telja jafnvel að núverandi aðhaldsstig hins opinbera kunni að vera ofmetið.

Svo virðist sem þetta sé á meðal þeirra þátta sem leiddu til þess að peningastefnunefnd ákvað að halda vöxtum óbreyttum á fundi sínum þann 6. febrúar 2018. Seðlabankinn birti fundargerð nefndarinnar í dag, en slíkt er alltaf gert tveimur vikum eftir að tilkynnt er um vaxtaákvörðun. 

„Nefndarmenn voru sammála um að áfram yrði þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar, m.a. í ljósi þess að horfur væru á minna aðhaldi í opinberum fjármálum en áður var gert ráð fyrir. Þá ríkir enn óvissa um niðurstöðu kjarasamninga,“ segir meðal annars í fundargerðinni.

Fram kemur að niðurstöður kjarasamninga á vinnumarkaði geti orðið óhagstæðari en gert var ráð fyrir í fyrri spám auk þess sem töluverðu skipti fyrir innlendan þjóðarbúskap hversu hraður hinn alþjóðlegi efnahagsbati verður næstu misserin.

Bent er á að samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2018 eykst aðhaldsstig ríkisfjármála á þessu ári minna en áætlað hafði verið í nóvemberspá bankans. Áætlað er að aukið aðhald samsvari 0,8% af landsframleiðslu samanborið við 1,3% í nóvember. Þá gerir einnig fjármálastefna Bjarna Benediktssonar ráð fyrir meiri slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála heldur en fjármálastefnan sem fyrirrennari hans, Benedikt Jóhannesson, lagði fram í janúar 2017. 

Fjármálaráð, sjálfstæður sérfræðingahópur sem hefur það hlutverk að leggja mat á hvort fjármálastefna og fjármálaáætlun ríkisstjórnar fylgi þeim grunngildum sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál, hefur gagnrýnt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Fram kemur í álitsgerð fjármálaráðs að afkoma hins opinbera verði, samkvæmt stefnunni, í raun neikvæð á næstu árum sé miðað við frumjöfnuð hins opinbera og hann leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar. Slík rekstrarniðurstaða geti ekki talist sjálfbær til lengri tíma. Varar fjármálaráð sérstaklega við því að ráðist verði í stórfellda aukningu ríkisútgjalda án samsvarandi tekjuöflunar og skattahækkana. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár