Dagný Kristmannsdóttir er lögblind, en lætur það ekki aftra sér í daglegu lífi. Hún sinnir sjálf hversdagslegum verkum, fer í búð og ferðast til útlanda, og þá hjálpar hvað hún fær góðan stuðning frá eiginmanninum. „Ég veit ekki hvar ég væri stödd án hans. Hann gerir lífið mun auðveldara.“
Þau fóru að draga sig saman eftir að hún flutti í íbúð í húsnæði Blindrafélagsins, þar sem þau búa saman í dag. „Ég átti ekki von á því að ég myndi ná mér aftur í mann – orðin kolblind, þunglynd og veik eins og ég var á þeim tíma þegar við byrjuðum að vera saman. Við höfðum alltaf vitað af hvort öðru en mæður okkar þekktust.
Ég var mjög einangruð þetta ár, 2011, og var nýbúin að missa vin minn sem bjó einnig í íbúð á vegum Blindrafélagsins og dó úr sama sjúkdómi og ég er með. Vinkona mín kom til …
Athugasemdir