Eldiskví frá fyrirtækinu Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands, sökk í Tálknafirði fyrir nokkrum dögum. Á milli 500 og 600 tonn af eldislaxi voru í kvínni og þurfi að dæla laxinum upp úr henni og færa yfir í aðra kví. Talsverð afföll urðu á laxinum sem var í kvínni og var dauði laxinn fluttur í land að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, yfirmanns Arnarlax á Tálknafirði. Málið er til umræðu á fundi hjá Arnarlaxi sem nú stendur yfir. „Við erum að funda um þetta núna til að reyna að átta okkur á því hversu mikill skaðinn varð.“ Þegar færa þarf eldislax á milli kvía drepst hluti laxsins alltaf út af raskinu af flutningnum á fisknum.
„Það er búið að tilkynna þetta til Umhverfisstofnunar er mér sagt“
Segir engan lax hafa sloppið
Eitt það hættulegasta við slík slys í laxeldi er að eldislaxinn sleppi út í sjó og blandist við íslenska laxastofninn með hættunni á …
Athugasemdir