Fjármagnskostnaður leigufélagsins Heimavalla var rúmlega 300 milljónum krónum hærri en hagnaðurinn af rekstri félagsins áður en bókfærð verðhækkun á fasteignum fyrirtækisins er tekin með í reikninginn. Þetta þýðir að það kostaði 337 milljónunum krónum meira, 1959 milljónir króna, að greiða af lánum Heimavalla en fyrirtækið fékk í kassann fyrir leigu fasteigna sinna eftir að búið var að greiða allan rekstrarkostnað þeirra, 1622 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Heimavalla fyrir árið 2017 sem gerður var opinber í dag.
Í fréttatilkynningu frá Heimavöllum kemur fram að hagnaður fyrirtækisins hafi numið 2,7 milljörðum króna árið 2017. Þennan hagnað má rekja til „matsbreytinga á fjárfestingareignum“, það er að segja til hækkandi verðmats á íbúðum fyrirtækisins sem voru um 2000 talsins í lok síðasta árs. Heimavellir munu taka við rúmlega 300 nýjum íbúðum á þessum ári sem bætast við þessa 2000.
Ekki má rugla þess konar hagnaði af hækkun fjárfestingareigna saman við hagnað …
Athugasemdir