Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Atkvæði ólöglega skipaðra dómara réðu úrslitum þegar Hervör var kjörin forseti

Fjór­ir dóm­ar­ar voru skip­að­ir við Lands­rétt í fyrra án þess að sýnt væri fram á, í sam­ræmi við kröf­ur stjórn­sýslu­laga, að þau væru í hópi hæf­ustu um­sækj­enda. At­kvæði þeirra skiptu sköp­um þeg­ar for­seti Lands­rétt­ar var kjör­in þann 15. júní 2017.

Atkvæði ólöglega skipaðra dómara réðu úrslitum þegar Hervör var kjörin forseti
15 dómarar við nýtt millidómsstig Landsréttur tók til starfa í byrjun ársins eftir margra ára undirbúning. Mynd: Dómsmálaráðuneytið

Atkvæði þeirra dómara við Landsrétt sem skipaðir voru án þess að reglum stjórnsýsluréttar væri fylgt réðu úrslitum þegar Hervör Lilja Þorvaldsdóttir var kjörin forseti hins nýja millidómsstigs þann 15. júní 2017. 

Stundin hefur áreiðanlegar heimildir fyrir þessu en ekki hafa fengist nákvæm svör frá Landsrétti um hvernig staðið var að kjörinu og hvernig atkvæði einstakra dómara féllu.  

Dómarar funduðuHér má sjá fundargerð af fundi nýskipaðra Landsréttardómara þann 15. júní 2017 þegar forseti Landsréttar var kjörinn. Stundin fékk skjalið frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga.

Kosið var í tveimur umferðum og varð Hervör hlutskarpari í þeirri síðari. Þar hafði úrslitaáhrif að dómarar, sem skipaðir voru við Landsrétt að tillögu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra án þess að teljast í hópi 15 hæfustu umsækjenda að mati dómnefndar um hæfni umsækjenda, greiddu Hervöru atkvæði sitt. 

Sjálf hafði Hervör lent í 15. sæti á lista dómnefndarinnar, en hinir dómararnir sem buðu sig fram til að gegna forsetahlutverki við Landsrétt, þeir Davíð Þór Björgvinsson og Sigurður Tómas Magnússon, prýddu 1. og 2. sæti á lista dómnefndarinnar, þ.e. voru metnir hæfastir allra umsækjenda. 

Ólögleg málsmeðferð við skipun dómara

Fjórir dómarar voru skipaðir við Landsrétt í fyrra án þess að sýnt hefði verið fram á, í samræmi við meginreglur stjórnsýslulaga, að þau væru hæfustu umsækjendurnir. Þetta eru þau Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Ragnheiður Bragadóttir og Jón Finnbjörnsson. 

Eins og Stundin hefur greint ítarlega frá ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að hunsa sérfræðiráðgjöf sem hún fékk í dómsmálaráðuneytinu við meðferð málsins. Þann 19. desember 2017 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins við undirbúning þess og þannig brotið stjórnsýslulög. 

Ráðherra vöruð viðSigríður Andersen var hvött eindregið til þess af sérfræðingum þriggja ráðuneyta að rannsaka hæfni dómaraefna og rökstyðja betur ákvörðun sína um að víkja frá mati dómnefndar.

Skipun Arnfríðar Einarsdóttur og Jóns Finnbjörnssonar vakti mesta athygli. Arnfríður Einarsdóttir er eiginkona Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Brynjar tók það óvenjulega skref nokkrum vikum eftir skipun landsréttardómara að gefa eftir oddvitasætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður og færa sig niður um sæti fyrir Sigríði Andersen, sem varð þá eina konan í oddvitasæti hjá Sjálfstæðisflokknum í alþingiskosningunum 2017 og þannig gulltryggð sem ráðherraefni flokksins. Jón Finnbjörnsson, sem lenti í 30. sæti á hæfnislista dómnefndarinnar, er eiginmaður Erlu S. Árnadóttur, sem er góðkunningi Sigríðar Andersen og var vinnuveitandi hennar til margra ára hjá lögmannsstofunni Lex. 

Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, forseti hins nýja Landsréttar, er náfrænka Davíðs Oddssonar og hefur setið sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Landskjörstjórn. Bróðir hennar, Ólafur Börkur Þorvaldsson, var skipaður hæstaréttardómari af Birni Bjarnasyni árið 2003 þótt aðrir umsækjendur hefðu verið metnir hæfari samkvæmt 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár