„Eftir að hafa farið yfir málið með mínu fólki hérna á Dalvík þá ákvað ég að þiggja boðið því mér fannst þetta hinn eðlilegasti hlutur. Ég vildi sýna Samherja þá virðingu og gleðjast með þessu fyrirtæki sem er máttarstólpi í okkar sveitarfélagi,“ segir Bjarni Th. Bjarnason, bæjarstjóri á Dalvík, aðspurður um boðsferð sem hann þáði til Þýskalands frá útgerðarfélaginu Samherja, stærsta fyrirtækinu á Akureyri, þar sem tveimur togurum dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union (DFFU, voru gefin nöfn þann 12. janúar síðastliðinn. Bjarni segir að hann hafi verið eini starfsmaður Dalvíkurbæjar sem fór í boðsferðina. „Ég var sá eini,“ segir Bjarni en Samherji hefur um árabil verið með starfsemi á Dalvík.
„Ég vildi sýna Samherja þá virðingu og gleðjast með þessu fyrirtæki sem er máttarstólpi í okkar sveitarfélagi“
Þegar Samherji hætti að landa á Dalvík
Fyrir nokkrum árum kom meðal annars upp þekkt tilfelli þar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og …
Athugasemdir