Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Utanríkisráðuneytið útvistar þjónustu til Samtaka atvinnulífsins fyrir 200 þúsund krónur á mánuði

Hags­muna­sam­tök fyr­ir­tækja fá 2,4 millj­ón­ir frá hinu op­in­bera fyr­ir hags­muna­gæslu er­lend­is.

Utanríkisráðuneytið útvistar þjónustu til Samtaka atvinnulífsins fyrir 200 þúsund krónur á mánuði

Áætlaður kostnaður vegna samstarfssamnings utanríkisráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins er 200 þúsund krónur á mánuði, eða 2,4 milljónir á samningstímanum. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Fram kom í fréttatilkynningu þann 26. janúar síðastliðinn að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefðu undirritað samning um samstarf stjórnvalda og SA um eflingu þjónustu við útflutnings- og markaðsmál íslenskra fyrirtækja í þeim tilgangi að „auka slagkraft þeirra á erlendum mörkuðum“.

Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins, mun gegna hlutverki erindreka um samstarf atvinnulífsins og utanríkisþjónustunnar. 

Stundin fékk samninginn afhentan frá utanríkisráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, en hann má sjá í heild hér að neðan:

Samningur utanríkisráðuneytisins við Samtök atvinnulífsins bar á góma í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Ég tel það mikið fagnaðarefni að ætlunin er að auka og styrkja utanríkisviðskiptaþjónustu okkar Íslendinga og einnig það að hæstvirtur utanríkisráðherra hefur skrifað undir samkomulag, m.a. við Samtök atvinnulífsins, í þá veru að fela þeim ákveðin verkefni, ákveðna ráðgjöf og fleira sem tengist því að efla utanríkisviðskiptaþjónustuna,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Ég tel þetta mikið fagnaðarefni. Auðvitað vakna samt ákveðnar spurningar um það hvaða stefnu ríkisstjórnin hefur mótað í þessa veru.“ Þá beindi hún nokkrum spurningum til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra:

„Ætlar ríkisstjórnin að fela önnur verkefni á sviði utanríkisviðskiptaþjónustu og utanríkisþjónustu einkaaðilum? Er það stefna ríkisstjórnarinnar? Ég mun ekki fara mjög gegn því en ég vil bara fá svar um skýra stefnu. Er ætlunin að leita til annarra hagsmunaaðila en Samtaka atvinnulífsins sem eru mjög öflug samtök? Ég þekki það mjög vel eftir að hafa starfað þar í þrjú ár. Mun ríkisstjórnin stefna að því að leita til annarra hagsmunaaðila eins og ASÍ eða einkaaðila hvað varðar það að efla utanríkisviðskiptaþjónustuna sem við viljum öll gera?“ 

Þá spurði hún hvort forsætisráðherra væri fylgjandi því „að færa aukin verkefni ráðuneytanna, eins og utanríkisráðuneytisins, til hagsmunaaðila, til einkaaðila úti í bæ, sem eru öflugir“. Katrín Jakobsdóttir nefndi í svari sínu að sjálf hefði hún setið í ríkisstjórn þegar Íslandsstofa var sett á fót með það fyrir augum að efla samstarf ólíkra hagsmunaaðila og stjórnvalda um utanríkisviðskipti. Hún liti ekki svo á að með samningum á borð við þann sem gerður var við Samtök atvinnulífsins væri verið að færa utanríkisþjónustu í hendur einkaaðila heldur væri einvörðungu verið að fela einkaaðilum tiltekin verkefni og stuðla að heillavænlegu samstarfi við atvinnulífið. Þorgerður Katrín fagnaði þessum svörum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár