Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

The Guardian: 175 þúsund manns lásu fréttina um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur synj­að lög­banns­kröfu Glitn­is HoldCo gagn­vart Stund­inni og Reykja­vik Media. Í yf­ir­lýs­ingu frá The Guar­di­an rek­ur blaða­mað­ur­inn Jon Henley ástæð­ur þess að ákveð­ið var að birta frétt­ina um sölu Bjarna Bene­dikts­son­ar á eign­um sín­um í Sjóði 9 í að­drag­anda banka­hruns­ins 2008 og und­ir­strik­ar frétta­gildi máls­ins.

The Guardian: 175 þúsund manns lásu fréttina um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9
Mikill alþjóðlegur áhugi Blaðamaður The Guardian, Jon Henley, rekur í yfirlýsingu að The Guardian hafi metið fréttina um sölu Bjarna Benediktssonar á hlutdeildarskírteinum sínum í Sjóði 9 sem Mynd: Pressphotos

Fréttin um  viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi þingmanns og núverandi fjármálaráðherra, með hlutdeildarskírteini í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins árið 2008 fékk 175 þúsund lesendur á heimasíðu The Guardian í október síðastliðnum og var ein mesta lesnin fréttin hjá þessu heimsblaði þann daginn - var í 14. sæti.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá blaðamanni The Guardian, Jon Henley, sem hann sendi Stundinni í tengslum við málaferli GlitnisHoldco, móðurfélags þrotabús Glitnis banka, gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem bankinn fór fram á að lögbann sem félagið fékk Sýslumanninn í Reykjavík til að setja á Stundina og Reykjavík Media yrði áfram í gildi. 

Liður í umfjöllun um hrunið og útlánastefnu íslenska banka

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í lögbannsmálinu um hádegisbilið í dag og synjaði öllum kröfum Glitnis HoldCo. Stundin má hins vegar ekki segja frekari fréttir úr gögnunum frá Glitni sem lögbannið nær yfir fyrr en eftir þrjár vikur og þá aðeins ef Glitnir Holdco tekur þá ákvörðun að áfrýja ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar.

Í dóminum segir meðal annars að ekki sé réttmætt að skerða rétt fjölmiðla eins og Stundarinnar til að fjalla um útlánastefnu íslenskra fjölmiðla og áhættusækni íslenskra fjárfesta jafnvel þó að umfjöllunin byggi á gögnum sem háð eru trúnaði: „Ljóst er að umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. Eins og vikið er að í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um slík málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Gildir þá einu þótt umfjöllunin byggi á gögnum sem undirorpin eru trúnaði og að birtar hafi verið upplýsingar sem gangi nærri friðhelgi einkalífs tilgreindra einstaklinga. “

GlitnirHoldco fór ekki fram á lögbann yfir Guardian

Yfirlýsing Jons Henley um fréttaflutninginn er birt hér í heild sinni en Stundin tók þá ákvörðun að birta hana ekki fyrr en eftir að dómur félli í lögbannsmálinu þar sem túlka hefði mátt slíka birtingu sem tilraun Stundarinnar til að hafa áhrif á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu. 

Eitt af því sem vakti athygli í málinu var að GlitnirHoldco fór ekki fram á að lögbann yrði sett á The Guardian, jafnvel þótt breska blaðið hefði unnið að fréttaflutningnum með Stundinni og Reykjavík Media. Jon Henley rekur meðal annars í yfirlýsingunni hvernig fréttirnar um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9 voru unnar og hvaða mat á heimildum fór fram hjá The Guardian áður en fréttin var unnin og birt. 

14 mest lesna fréttinJon Henley, blaðamaður The Guardian, segir að fréttin um Bjarna Benediktsson og Sjóð 9 hafi verið fjórtánda mest lesna fréttin á heimasíðu blaðsins daginn sem hún birtist.

Yfirlýsing Jon Henleys, blaðamanns The Guardian

„Sumarið 2017 fékk The Guardian aðgang að miklu magni rafrænna gagna, skjala og tölvupósta frá Glitni banka sem voru frá árinu 2008 og eldri. 

Það sem gögnin sýndu

Gögnin höfðu meðal annars að geyma fjölmörg skjöl sem tengdust Bjarna Benediktssyni, sem á þessum tíma var forsætisráðherra Íslands. 

Í gögnunum var meðal annars að finna heimildir um náin tengsl hr. Benediktssonar við bankann og upplýsingar um nokkur af viðskiptum hans í Glitni í aðdraganda þess að íslenska ríkið tók yfir fjármálakerfið á Íslandi í byrjun október árið 2008. 

Einna áhugaverðast í gögnunum var að þau sýndu fram á að hr. Benediktsson, sem var þingmaður á Íslandi árið 2008, seldi nánast allar eftirstandandi eignir sínar í fjárfestingarsjóði hjá Glitni dagana áður en neyðarlög voru sett en með þeim tók íslenska ríkið yfir rekstur íslenskra fjármálastofnana. 

Hr. Benediktsson, sem tilheyrir einni af ríkustu fjölskyldum Íslands, hafði áður sagt að hann hefði átt „einhverjar eignir á einhverjum tímapunkti“ í sjóðnum en að þetta hefði ekki verið „neitt sem skipti máli“. Gögnin sýndu fram á að hann átti 165 milljónir íslenskra króna (meira en 1 milljón pund) í fjárfestingarsjóðnum í mars árið 2008. 

Gögnin sýndu líka fram á að hann hafði átt í samskiptum við yfirmenn í Glitni þá daga sem um ræðir. 

Erindið við almenning

Engar vísbendingar voru um að hr. Benediktsson hefði brotið einhver lög þegar hann seldi þessar eignir en gögnin kölluðu fram spurningar um mögulega hagsmunaárekstra hjá honum þar sem hann var bæði þingmaður og einnig mikilsvirtur viðskiptavinur Glitnis.  

Í ljósi eftirfarandi forsendna: 

  • Áhugi umheimsins á fjármálahruninu á Íslandi og afleiðingum þess var mikill
  • Þeirrar staðreyndar að hr. Benediktsson var þingmaður á þessum tíma og nú forsætisráðherra
  • Þeirrar staðreyndar að nafn hans kom einnig fram í rannsókninni á Panama-skjölunum, þar sem The Guardian var leiðandi fjölmiðill í umfjölluninni
  • Þeirrar staðreyndar að fyrirrennari hr. Benediktssonar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafði verið gert að segja af sér vegna opinberanna í þeirri rannsókn; 
  • Endurtekinna ásakana um spillingu og frændhygli á Íslandi, skort á gagnsæi og þeirrar staðreyndar að stjórnmálamenn og viðskiptamenn á Íslandi virðast vera ónæmir fyrir þessari stöðugu umræðu; 

þá var alveg ljóst að þetta var mögulega stór alþjóðleg frétt. 

Það var alveg klárlega áhugi hjá almenningi fyrir því að þessi frétt yrði birt. 

„Okkar mat var að birting fréttarinnar í lok október, upphaflega stóð til að birta hana þá, kynni að hafa of mikil áhrif á þingkosningarnar.“

Birting

Snemma í september setti ég mig í samband við Jóhannes Kristjánsson hjá Reykjavík Media, sem The Guardian hafði unnið með að Panama-skjölunum, til að fá álit hans og mat í ljósi greinargóðrar þekkingar hans á samhengi og bakgrunni sögunnar. Ásamt honum og Inga Frey Vilhjálmssyni á Stundinni rannsökuðum við gögnin og skjölin. 

Við komumst að samkomulagi um að við myndum birta okkar útgáfur af fréttinni - eina sem væri ætluð alþjóðlegum lesendahópi og aðra sem væri ætluðu íslenskum almenningi - á sama tíma, líkt og oft er gert í slíkum rannsóknum fjölmiðla. 

Sökum þess að Jóhannes og Ingi kröfðust þess ákváðum við að flýta birtingu fréttarinnar: Ríkisstjórn Hr. Benediktssonar féll þann 15. september og ákveðið var að kosningar skyldu eiga sér stað þann 28. október. Okkar mat var að birting fréttarinnar í lok október, upphaflega stóð til að birta hana þá, kynni að hafa of mikil áhrif á þingkosningarnar. 

Eftir að hafa leitað viðbragða og svara frá hr. Benediktssyni, líkt og ábyrgir blaðamenn gera, í löngu símasamtali mínu við hann þann 5. október birtum við fréttina þann 6. október. 

„Í samanburði við aðrar fréttir er þessi frétt sérstaklega sterk erlend frétt“

Alþjóðlegir lesendur

Fréttin var birt á áberandi stað á forsíðunni á vefsvæði The Guardian og var henni dreift á samfélagsmiðlum. 153 þúsund lesendur lásu fréttina fyrsta daginn sem hún birt, og 18 þúsund lesendur daginn eftir. Nú hefur hún fengið 175 þúsund lesendur. 

Í samanburði við aðrar fréttir er þessi frétt sérstaklega sterk erlend frétt; fáar erlendar fréttir fá meira en 100 þúsund lesendur á heimasíðu The Guardian. 

Fréttin var um tíma á topp 10 listanum og einnig á topp 5 listanum yfir mest lesnu fréttirnar á heimasíðu The Guardian þann daginn. Eftir að fréttir frá Bandaríkjunum og Ástrálíu voru birtar á heimasíðunni endaði fréttin sem 14 mest lesna frétt dagsins á heimasíðu The Guardian - sem er eiginlega ótrúlegt miðað við að fréttin voru nokkuð flókin og fjallaði um lítið land eins og Ísland. 

Ég tala fyrir hönd Guardian News and Media og fullyrði að þetta var án nokkurs vafa frétt sem hafði verulegt, alþjóðlegt fréttagildi. “

Jon Henley 

Fyrirvari: Stundin er aðili að málinu sem hér um ræðir þar sem lögbann GlitnisHoldco snýst um lögbann á fréttaflutning Stundarinnar annars vega og Reykjavík Media hins vegar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu