Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Ráð­herra staldr­aði við að rætt væri um „hóp sér­fræð­inga“, furð­aði sig á Excel-skjali og sagði tveggja blað­síðna bréf sitt hafa að geyma ít­ar­legri sam­an­burð en 117 blað­síðna um­sögn dóm­nefnd­ar.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vakti sérstaka athygli á því að einn af nefndarmönnum dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt væri menntaður hjúkrunarfræðingur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist sérfræðiþekking á þessu sviði sko,“ sagði ráðherra eftir að Helga Vala Helgadóttir, formaður þingnefndarinnar, hafði vísað til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga.

Í dómnefndinni sátu – á grundvelli tilnefninga í samræmi við lög um dómstóla – þau Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður, Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari, Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra og hjúkrunarfræðingur, og Halldór Halldórsson, dómstjóri héraðsdóms Norðurlands vestra.

Sigríður Andersen gagnrýndi vinnubrögð nefndarinnar, einkum Excel-skjal sem hún studdist við í vinnu sinni. Sagðist hún hafa verið „mjög hugsi yfir þessu Excel-skjali“ og þeirri niðurstöðu dómnefndar að akkúrat 15 einstaklingar teldust hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt.

„Ég skynja það að það hafi fram mjög hlutlægt mat á umsækjendum. Ég spurði hvort að þetta væri heppilegasti mælikvarðinn á hæfi umsækjenda sem er með svona rosalega hlutlægum hætti,“ sagði ráðherra.

Fullyrðir að tveggja blaðsíðna rökstuðningur sinn sé
ítarlegri en 62 blaðsíðna samanburður dómnefndar

Ráðherra ítrekaði jafnframt þá skoðun sem hún setti fram í viðtali sem birtist í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Í viðtalinu við Kveik sagði hún:  „Í rauninni rökstyð ég nú kannski mína niðurstöðu örlítið ítarlegar heldur en hæfisnefndin rökstuddi umsögn sína. Af umsögninni sjálfri er ekki hægt að ráða neinn samanburð á einstaklingum.“

Hið rétta er að í umsögn dómnefndarinnar er að finna 62 blaðsíðna umfjöllun með ítarlegum samanburði á hæfni umsækjenda á ýmsum sviðum.

Engan slíkan samanburð er að finna í rökstuðningi sem fylgdi tillögu dómsmálaráðherra um dómaraefni til Alþingis, enda er sá rökstuðningur aðeins tvær blaðsíður að lengd og hefur ekki að geyma efnislega umfjöllun um hæfni hvers og eins umsækjanda, hvað þá ítarlegan samanburð á hæfni þeirra sem sóttu um dómaraembætti.

Vakti athygli á að hjúkrunarfræðingur væri í nefndinni

Þegar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vísaði til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga gerði ráðherra athugasemd við orðalagið og tók fram að einn af nefndarmönnun væri hjúkrunarfræðingur. „Þannig að nefndin er skipuð ýmsum aðilum sem er ágætt held ég en þannig að menn hafi það á hreinu þá er sérfræðiþekkingin af ýmsum toga.“ 

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist
sérfræðiþekking á þessu sviði sko“

Með þessum orðum vísar ráherra til Ingibjargar Pálmadóttur, sem var tilnefnd af Alþingi sem varamaður í dómnefndinni sem fjallaði um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Hún kom inn vegna þess að Ragnhildur Helgadóttir, aðalmaðurinn sem Alþingi tilnefndi, hafði lýst sig vanhæfa í málinu.

Ingibjörg er með hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands frá 1970 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akraness um 18 ára skeið. Hún sat svo á Alþingi frá 1991 til 2001, var meðal annars nefndarmaður í heilbrigðis- og trygginganefnd, félagsmálanefnd og sjávarútvegsnefnd og gegndi svo embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1995 til 2001.

Ingibjörg hefur einnig setið í bæjarstjórn Akraness, verið forseti bæjarstjórnar og setið í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn framkvæmdanefndar atvinnumála á Akranesi.

Hugsunin á bak við tilnefningar Alþingis í dómnefndina er að þar sitji fulltrúi almennings, tilnefndur af löggjafarþinginu sem sækir umboð sitt til landsmanna í kosningum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og flokksfélagi Sigríðar Andersen sem gegndi hlutverki setts dómsmálaráðherra við skipun átta héraðsdómara nú í byrjun árs, hefur lagt sérstaka áherslu á að í dómnefndinni sitji fulltrúar almennings, „leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár