Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Ráð­herra staldr­aði við að rætt væri um „hóp sér­fræð­inga“, furð­aði sig á Excel-skjali og sagði tveggja blað­síðna bréf sitt hafa að geyma ít­ar­legri sam­an­burð en 117 blað­síðna um­sögn dóm­nefnd­ar.

Heldur áfram að hnýta í dómnefndina: „Í nefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vakti sérstaka athygli á því að einn af nefndarmönnum dómnefndar sem mat hæfni umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt væri menntaður hjúkrunarfræðingur á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist sérfræðiþekking á þessu sviði sko,“ sagði ráðherra eftir að Helga Vala Helgadóttir, formaður þingnefndarinnar, hafði vísað til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga.

Í dómnefndinni sátu – á grundvelli tilnefninga í samræmi við lög um dómstóla – þau Gunnlaugur Claessen hæstaréttardómari, Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður, Valtýr Sigurðsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi ríkissaksóknari, Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra og hjúkrunarfræðingur, og Halldór Halldórsson, dómstjóri héraðsdóms Norðurlands vestra.

Sigríður Andersen gagnrýndi vinnubrögð nefndarinnar, einkum Excel-skjal sem hún studdist við í vinnu sinni. Sagðist hún hafa verið „mjög hugsi yfir þessu Excel-skjali“ og þeirri niðurstöðu dómnefndar að akkúrat 15 einstaklingar teldust hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt.

„Ég skynja það að það hafi fram mjög hlutlægt mat á umsækjendum. Ég spurði hvort að þetta væri heppilegasti mælikvarðinn á hæfi umsækjenda sem er með svona rosalega hlutlægum hætti,“ sagði ráðherra.

Fullyrðir að tveggja blaðsíðna rökstuðningur sinn sé
ítarlegri en 62 blaðsíðna samanburður dómnefndar

Ráðherra ítrekaði jafnframt þá skoðun sem hún setti fram í viðtali sem birtist í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Í viðtalinu við Kveik sagði hún:  „Í rauninni rökstyð ég nú kannski mína niðurstöðu örlítið ítarlegar heldur en hæfisnefndin rökstuddi umsögn sína. Af umsögninni sjálfri er ekki hægt að ráða neinn samanburð á einstaklingum.“

Hið rétta er að í umsögn dómnefndarinnar er að finna 62 blaðsíðna umfjöllun með ítarlegum samanburði á hæfni umsækjenda á ýmsum sviðum.

Engan slíkan samanburð er að finna í rökstuðningi sem fylgdi tillögu dómsmálaráðherra um dómaraefni til Alþingis, enda er sá rökstuðningur aðeins tvær blaðsíður að lengd og hefur ekki að geyma efnislega umfjöllun um hæfni hvers og eins umsækjanda, hvað þá ítarlegan samanburð á hæfni þeirra sem sóttu um dómaraembætti.

Vakti athygli á að hjúkrunarfræðingur væri í nefndinni

Þegar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, vísaði til dómnefndarinnar sem hóps sérfræðinga gerði ráðherra athugasemd við orðalagið og tók fram að einn af nefndarmönnun væri hjúkrunarfræðingur. „Þannig að nefndin er skipuð ýmsum aðilum sem er ágætt held ég en þannig að menn hafi það á hreinu þá er sérfræðiþekkingin af ýmsum toga.“ 

„Í hæfnisnefndinni var nú hjúkrunarfræðingur líka, ég veit ekki hvort það kallist
sérfræðiþekking á þessu sviði sko“

Með þessum orðum vísar ráherra til Ingibjargar Pálmadóttur, sem var tilnefnd af Alþingi sem varamaður í dómnefndinni sem fjallaði um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Hún kom inn vegna þess að Ragnhildur Helgadóttir, aðalmaðurinn sem Alþingi tilnefndi, hafði lýst sig vanhæfa í málinu.

Ingibjörg er með hjúkrunarfræðipróf frá Hjúkrunarskóla Íslands frá 1970 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahús Akraness um 18 ára skeið. Hún sat svo á Alþingi frá 1991 til 2001, var meðal annars nefndarmaður í heilbrigðis- og trygginganefnd, félagsmálanefnd og sjávarútvegsnefnd og gegndi svo embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1995 til 2001.

Ingibjörg hefur einnig setið í bæjarstjórn Akraness, verið forseti bæjarstjórnar og setið í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og stjórn framkvæmdanefndar atvinnumála á Akranesi.

Hugsunin á bak við tilnefningar Alþingis í dómnefndina er að þar sitji fulltrúi almennings, tilnefndur af löggjafarþinginu sem sækir umboð sitt til landsmanna í kosningum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og flokksfélagi Sigríðar Andersen sem gegndi hlutverki setts dómsmálaráðherra við skipun átta héraðsdómara nú í byrjun árs, hefur lagt sérstaka áherslu á að í dómnefndinni sitji fulltrúar almennings, „leikmenn en ekki löglærðir, sambærilegt því sem gerist í Danmörku“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár