Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýja vinnan breytti lífinu

Líf Ragn­heið­ar Elísa­bet­ar Þuríð­ar­dótt­ur breytt­ist eft­ir að hún varð við­burða­stjóri Meng­is.

Nýja vinnan breytti lífinu

„Ég byrjaði í klassísku píanónámi sjö ára og bjó þá í 55 fermetra íbúð í miðbænum þannig að það þurfti að ryðja til í stofunni til að koma hljóðfærinu fyrir, en eftir 12 ár hætti ég. Þetta var mjög íhaldssamt nám og það var rosalega lítið sem maður mátti impróvísera og ég vissi ekki hvað ég vildi gera eftir það. Ég íhugaði að verða blaðamaður eða kokkur; ég ferðaðist um Suður-Ameríku í fjóra og hálfan mánuð eftir að ég útskrifaðist úr MH; síðan byrjaði ég og hætti í dönskunámi við Háskóla Íslands.

Síðan kynnist ég Mengi og það opnaði nýjan heim fyrir mér. Þetta er vettvangur fyrir tilraunir og verk í vinnslu og er rosalega mikilvægur fyrir fólk sem vill prófa sig áfram. Hér upplifir maður rosalega margt og kynnist mörgum einstaklingum og það æxlaðist þannig að það opnaðist staða sem mér var boðin, og það var ákvörðun sem breytti lífi mínu mjög mikið, því líf mitt hefur meira eða minna snúist um þetta.

Ég er kannski smá hlédræg, fann ekki minn vinahóp fyrr en á þriðja ári í MH, en þessi vinna hefur opnað mig rosalega. Ég hef komist að því að ég hef mikla unun af því að vinna með öðru fólki, að hjálpa við að setja upp sýningar, þótt það sé aðallega á bak við tjöldin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár