Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nýja vinnan breytti lífinu

Líf Ragn­heið­ar Elísa­bet­ar Þuríð­ar­dótt­ur breytt­ist eft­ir að hún varð við­burða­stjóri Meng­is.

Nýja vinnan breytti lífinu

„Ég byrjaði í klassísku píanónámi sjö ára og bjó þá í 55 fermetra íbúð í miðbænum þannig að það þurfti að ryðja til í stofunni til að koma hljóðfærinu fyrir, en eftir 12 ár hætti ég. Þetta var mjög íhaldssamt nám og það var rosalega lítið sem maður mátti impróvísera og ég vissi ekki hvað ég vildi gera eftir það. Ég íhugaði að verða blaðamaður eða kokkur; ég ferðaðist um Suður-Ameríku í fjóra og hálfan mánuð eftir að ég útskrifaðist úr MH; síðan byrjaði ég og hætti í dönskunámi við Háskóla Íslands.

Síðan kynnist ég Mengi og það opnaði nýjan heim fyrir mér. Þetta er vettvangur fyrir tilraunir og verk í vinnslu og er rosalega mikilvægur fyrir fólk sem vill prófa sig áfram. Hér upplifir maður rosalega margt og kynnist mörgum einstaklingum og það æxlaðist þannig að það opnaðist staða sem mér var boðin, og það var ákvörðun sem breytti lífi mínu mjög mikið, því líf mitt hefur meira eða minna snúist um þetta.

Ég er kannski smá hlédræg, fann ekki minn vinahóp fyrr en á þriðja ári í MH, en þessi vinna hefur opnað mig rosalega. Ég hef komist að því að ég hef mikla unun af því að vinna með öðru fólki, að hjálpa við að setja upp sýningar, þótt það sé aðallega á bak við tjöldin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár