Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bandaríkin eina NATO-ríkið sem greiddi atkvæði gegn skýrslu Lilju

Banda­rík­in voru eina að­ild­ar­ríki NATO sem tók af­stöðu gegn skýrslu sem Lilja Al­freðs­dótt­ir, nú­ver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vann fyr­ir efna­hags­nefnd banda­lags­ins um efna­hags­leg áhrif lofts­lags­breyt­inga.

Bandaríkin eina NATO-ríkið sem greiddi atkvæði gegn skýrslu Lilju

Bandaríkin voru eina aðildarríki NATO sem greiddi atkvæði gegn samþykkt skýrslu sem Lilja Alfreðsdóttir, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra, vann fyrir efnahagsnefnd bandalagsins um efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga í fyrra. Bent er á þetta í skýrslu Íslandsdeildar NATO-þingsins fyrir árið 2017 sem birtist á vef Alþingis í gær. 

Eftir embættistöku Donalds Trump hafa Bandaríkin snúið baki við aðgerðum sem er ætlað að sporna gegn loftslagsbreytingum, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi.

Í skýrslunni lagði Lilja áherslu á að hlýnun jarðar væri hraðari en margir vísindamenn hefðu spáð fyrir um og hop hafíssins á norðurslóðum umtalsvert. Brýnt væri að ríki heims ynnu markvisst að því í sameiningu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum og stæðu við þær skuldbindingar sem felast í Parísarsamkomulaginu. 

„Þá sagði Lilja áhrif loftslagsbreytinga margvíslegar og ekki með öllu ljóst hverjar afleiðingarnar yrðu. Þær mundu með beinum eða óbeinum hætti hafa áhrif á efnahag heimsins. Fram kemur í skýrslunni að kostnaður fylgi því að bregðast við loftslagsbreytingum en það sé mikilvægt fyrir þjóðir heims að fjárfesta í þeirri tækni sem verði til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir í frásögn Íslandsdeildar NATO af ársfundi NATO-þingsins sem haldinn var í Búkarest dagana 6.-9. október 2017.

Ný tækifæri opnist á Norðurslóðum vegna loftslagsbreytinga

Í umfjöllun um vorfund NATO sem haldinn var í Tíblisi dagana 26. til 29. maí 2017 kemur fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem þá var formaður Íslandsdeildarinnar, hafi tekið til máls og beint sjónum að málefnum norðurslóða, meðal annars tækifærum sem væru að opnast á svæðinu vegna loftslagsbreytinga. 

„Hún sagði landfræðilega legu, áhrif loftslagsbreytinga og bætt aðgengi að náttúruauðlindum hafa opnað augu umheimsins fyrir tækifærum og áskorunum á svæðinu. Loftslag hefði hlýnað og hafís hopað hraðar en spáð hefði verið fyrir um og áhrifin verið mikil á hefðbundna lifnaðarhætti. Á sama tíma hefðu opnast ný tækifæri meðal annars með opnun nýrra siglingaleiða og ferðaþjónustu,“ segir í skýrslunni. „Með auknu mikilvægi svæðisins varðandi viðskipti og landfræðistjórnmálalegar breytingar óttuðust menn aukna spennu milli strandríkja á svæðinu en Rússar hefðu nú þegar aukið hernaðarviðbúnað sinn þar.“

Fram kemur að Áslaug hafi spurt Rose Gottemoeller, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO, hvort hún hefði áhyggjur af hröðum loftslagsbreytingum á norðurslóðum og hvort hún teldi þær hafi áhrif á öryggismál á svæðinu. Jafnframt hafi hún spurt hvort Gottemoeller teldi að NATO ætti að hafa meiri afskipti af málefnum norðurslóða. „Gottemoeller svaraði því til að málefni norðurslóða væru afar mikilvæg og þær loftslagsbreytingar sem þar hefðu orðið hefðu beint aukinni athygli að svæðinu. Hún sagði að NATO ætti að vera virkara þegar kæmi að málefnum norðurslóða og bandalagið treysti á aðildarríki sín á norðurslóðum eins og Ísland og Noreg til að leiðbeina og upplýsa í þeim málum.“

Vilja að skólabörn kynnist NATO betur

Í frásögn Íslandsdeildar af  fundi stjórnarnefndar NATO-þingsins í Berlín kemur fram að fjallað hafi verið um tillögu að stofnun vinnuhóps sem hefði það hlutverk að skoða leiðir til að auka menntun og þekkingu á NATO í aðildarríkjunum.

„Bent var á að ungt fólk þekkti lítið til starfa og gildis NATO enda væri það ekki alið upp í skugga kalda stríðsins. Lilja Alfreðsdóttir tók undir nauðsyn þess að auka vitund um gildi bandalagsins. Hún benti á að loftslagsbreytingar hefðu að einhverju leyti svipaðan sess í hugum ungs fólks og kalda stríðið hefði áður haft og að ein leið væri að tengja og horfa í vaxandi mæli til öryggisþátta í umfjöllun um loftslagsbreytingar og þar með kæmi NATO með auknum hætti inn í umræðuna,“ segir í skýrslunni.

„Þá gætu upplýsingar um NATO verið
hluti af heimsóknum skólabarna
í þjóðþing aðildarríkjanna“

„Þá gætu upplýsingar um NATO verið hluti af heimsóknum skólabarna í þjóðþing aðildarríkjanna eins og skólaþing Alþingis. Þingmenn hefðu mikilvægu hlutverki að gegna við að auka skilning og stuðning við NATO. Meðal hugmynda sem komu fram í umræðunni var að beina athygli að NATO á dögum þjóðhetja sem haldinn er hátíðlegur í sumum aðildarríkjum og að halda NATO-þing æskunnar. Samþykkt var að stofna vinnuhópinn og verður einn fulltrúi hverrar landsdeildar í honum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár