Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi að leynd væri yfir gögnunum sem Stundin birti og segist aldrei hafa séð tölvupóstana

Stund­in birt­ir fleiri frum­gögn úr dóms­mála­ráðu­neyt­inu vegna um­mæla Sig­ríð­ar And­er­sen um að henni hafi ekki borist tölvu­póst­ar með ábend­ing­um starfs­manna.

Vildi að leynd væri yfir gögnunum sem Stundin birti og segist aldrei hafa séð tölvupóstana

Sigríður Andersen dómsmálaráherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að gögnin sem Stundin birti í gær hafi einvörðungu verið send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

„Þar var reyndar um vinnugögn að ræða, sem aldrei voru ætluð til opinberrar birtingar,“ segir hún.

„Við höfum engum öðrum sent gögnin, enda eru gögnin þess eðlis að við hefðum ekki veitt aðgang að þeim.“ 

Í viðtalinu er hún spurð hvort hún telji að einhver nefndarmanna stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi „lekið gögnunum til Stundarinnar“ og svarar á þá leið að hún vilji ekkert fullyrða um það. 

Gögnin áttu ekki að koma fyrir almennings sjónir

Samkvæmt 6. gr. upplýsingalaga tekur lágmarksréttur almennings til aðgangs að upplýsingum ekki til vinnugagna í stjórnsýslunni, þ.e. skjala sem stjórnvöld eða lögaðilar hafa ritað eða útbúið til eigin nota við undirbúning ákvörðunar eða annarra lykta máls.

11. gr. sömu laga felur þó í sér að stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er, enda standi aðrar lagareglur því ekki í vegi, til dæmis þagnarskylduákvæði eða kröfur um persónuvernd. Þetta ákvæði gefur stjórnvöldum heimild og tækifæri til aukins gagnsæis, en fram kemur í greinargerð frumvarpsins sem varð að núgildandi upplýsingalögum að þetta samræmist þeirri meginreglu að ákvæði upplýsingalaga um skyldur stjórnvalda til að veita upplýsingar feli aðeins í sér „lágmarkskröfur til stjórnsýslunnar“. 

Samkvæmt orðum dómsmálaráðherra sem fram koma í Morgunblaðinu í dag lítur hún ekki svo á að vinnugögn er varða málsmeðferð hennar við skipun dómara, sem dæmd hefur verið ólögleg í Hæstarétti, séu þess eðlis að æskilegt sé að almenningur fái að sjá þau. Í ljósi þess að ráðuneytinu er ekki skylt að veita upplýsingarnar samkvæmt ítrustu kröfum upplýsingalaga ætlaði semsagt ráðuneytið ekki að veita fjölmiðlum eða almenningi aðgang að þeim. 

Segir tölvupósta aldrei hafa borist sér

Í öðru viðtali við Sigríði Andersen sem birtist á Mbl.is fullyrðir hún að tölvupóstar sem fjallað er um í Stundinni hafi aldrei borist sér. 

Orðrétt segir í fréttinni, sem er skrifuð af Agnesi Bragadóttur blaðakonu:

„Þetta er full­mik­il túlk­un á þessu. Þetta eru tölvu­póst­ar sem mér bár­ust aldrei enda var ég ekki í þess­um sam­skipt­um,“ seg­ir Sig­ríður, spurð hvort sér­fræðing­ar hafi varað hana við að ef hún ætlaði að breyta út af lista hæfn­is­nefnd­ar um dóm­ara við Lands­rétt þyrfti hún að leggja sjálf­stætt mat á alla um­sækj­end­ur.

Stundin birti hluta af þeim gögnum sem blaðið hefur undir höndum í gærmorgun, meðal annars vinnuskjal þar sem ábendingar lögfræðinganna komu hvað skýrast fram.

Þar segir að ráðherra þurfi að „rökstyðja hverjir eru hæfastir ef ætlunin er að breyta“ og að „með vísan til reglna stjórnsýsluréttarins að rökstyðja ákveðna umsækjendur út af listanum m.t.t. hæfni þeirra og svo rökstyðja aðra“.  

Þetta vinnuskjal barst Sigríði Andersen ráðherra og Laufeyju Rún Ketilsdóttur aðstoðarkonu hennar, sem viðhengi með tölvupósti, kl. 13:49 þann 26. maí 2017. Afrit af póstinum verður nú birt hér að neðan vegna ummæla Sigríðar Andersen á Mbl.is þess efnis að hún hafi ekki séð tölvupósta með ábendingum ráðuneytisstarfsmanna.

Í póstinum er áréttað sérstaklega að ef ráðherra ætli að taka einhverja út af lista dómnefndar og setja aðra inn, þá þurfi „að rökstyðja það sérstaklega með vísan til hæfni þeirra og starfsferils“. Þessi ráðgjöf, sem og athugasemdirnar í skjalinu sjálfu sem Stundin hefur áður birt, eru í samræmi við mat Hæstaréttar sem fram kom í dóminum 19. desember 2017.

Póstar varðveittir og afhentir ráðherra

Í öðrum tölvupósti fullyrðir sérfræðingur í Kjara- og mannauðssýslu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, að ef ráðherra ætli að breyta frá mati hæfnisnefndar í tillögu sinni til Alþingis þurft hún „að leggja sjálfstætt mat á alla umsækjendur, út frá þeim sjónarmiðum sem hún leggur til grundvallar“. Sá póstur var sendur starfsmanni í dómsmálaráðuneyti Sigríðar Andersen sem vann náið með henni að málinu og yfirfór tillögu hennar til Alþingis. Það sama gildir um póst sem sami sérfræðingur sendi þann 28. maí, en báðir póstarnir virðast jafnframt hafa verið vistaðir í málaskrá ráðuneytisins í samræmi við tilmæli Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. 

Ragnhildur Arnljótsdóttir sendi svo ráðuneytisstarfsmönnum sem þá störfuðu fyrir dómnefndina um hæfni umsækjenda um dómarastöður, tölvupóst þann 16. maí þar sem fram kemur að ráðherra eigi að fá „afrit af öllum bréfaskiptum sem við eigum vegna málsins“. Hér birtist sá póstur í heild:

Samskiptin sýna hve náið samstarf ráðherra átti við starfsmennina sem síðar hvöttu hana til að rökstyðja val sitt á dómaraefnum með ítarlegri hætti en hún hafði gert. Í pósti Ragnhildar stendur meðal annars: „Bið Snædísi að taka saman afrit af öllum bréfum sem ráðherra hefur ekki þegar séð og setja í möppu og afhenda ráðherra á næstu dögum og síðan jafnóðum“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár