Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“

„Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þá for­sæt­is­ráð­herra, þeg­ar fyrsta skóflu­stung­an var tek­in að verk­smiðju United Silicon, sem fór í gjald­þrot í dag eft­ir að hafa marg­brot­ið starfs­leyfi og meint­an fjár­drátt for­stjór­ans. Bæj­ar­stjór­inn í Reykja­nes­bæ gagn­rýndi úr­töluradd­ir. „Við er­um bú­in að bíða lengi,“ sagði iðn­að­ar­ráð­herra.

Stjórnmálamenn töluðu upp United Silicon og fögnuðu ákaft: „Við erum búin að bíða lengi“
Stjórnmálamenn tóku þátt Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tóku skóflustungu að verksmiðju United Silicon, ásamt forstjóranum, Magnúsi Garðarsyni, sem nú sætir rannsókn vegna meints fjárdráttar upp á hálfan milljarð króna. Mynd: Aðsend

Stjórnmálamenn tóku einarða afstöðu með verksmiðju United Silicon og dæmi voru um að þeir ávíttu gagnrýnendur verksmiðjunnar fyrir að lýsa efasemdum um framkvæmdina. Í dag fór stjórn félagsins United Silicon fram á gjaldþrotaskipti vegna þess að félagið réði ekki við að gera úrbætur á verksmiðjunni, sem hafði margbrotið starfsleyfi. 

Forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins, Magnús Garðarsson, hafði verið staðinn að alvarlegum brotum í rekstri fyrirtækis í Danmörku og hafði hann einnig verið látinn hætta hjá dönsku verktakafyrirtæki vegna starfshátta sinna. Engu að síður var hann dyggilega studdur af íslenskum stjórnmálamönnum og Arion banki ákvað að lána til verkefnisins og fá lífeyrissjóði með sér í verkefnið, eftir að vandamálin höfðu komið upp.

Ráðherrar skáluðu með Magnús Garðarsyni, fyrrverandi forstjóri United Silicon, 27. ágúst 2014, daginn sem framkvæmdir voru formlega hafnar, en hann átti síðar eftir að verða kærður fyrir fjársvik upp á hálfan milljarð króna. Þá röðuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá iðnaðarráðherra, sér upp við hlið Magnúsar og tóku með honum fyrstu skóflustungurnar að verksmiðjunni, sem síðar var lokað vegna mengunar, vanefnda og endurtekinna eldsvoða.

Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að stjórnmálamennirnir fögnuðu ákaft. „Þetta er mjög stór stund,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Hér eru menn að hefja framkvæmdir við það sem verður, ef allt gengur samkvæmt áætlun, stærsta sílíkon-verksmiðja í heimi. Þetta er líka fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum víða á Íslandi. Svoleiðis að þetta er mjög stór stund.“

Árið eftir átti Sigmundur Davíð eftir að undirrita viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórn Íslands fyrir álveri á vegum kínverskra aðila nærri Skagaströnd. 

Fljótlega kom í ljós að sjálft verksmiðjuhús United Silicon var brot á deiliskipulagi, þar sem verksmiðjan var heilum 13 metrum hærri en deiliskipulagt hafði leyft, og því lögbrot.

United Silicon hefur fengið 30 milljónir króna í ríkisaðstoð. Í frétt Stöðvar 2 kom fram að Ragnheiður Elín Árnadóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, „fagnaði sérstaklega“ fyrir hönd Suðurnesja, þar sem hún væri Keflvíkingur.  

„Mér finnst þetta vera dagurinn þar sem þróuninni verður snúið við.“

„Þetta er ótrúlega stór dagur fyrir þetta samfélag. Við erum búin að bíða lengi. Það er búið að vera brostnar vonir og atburðir sem við þurfum ekkert að rifja upp í dag. En mér finnst þetta vera dagurinn þar sem þróuninni verður snúið við. Þannig að þetta er góður dagur, stór dagur, sem vonandi þýðir það að hjólin eru farin að snúast í rétta átt,“ sagði hún.

Erlendir bankar vildu ekki fjármagna

Lánsfjármögnun fyrir verkefnið var í höndum Arion banka. Þegar Magnús Garðarsson var spurður hvers vegna, sagði Magnús að erlendir bankar vildu ekki lána. „Það var auðveldara en að gera það úti, því að það eru engir erlendir bankar ennþá sem þora að lána til Íslands.“

Arion banki fékk lífeyrissjóði til verkefnisins. Sjálfur átti bankinn 11 prósent í félaginu, en Frjálsi lífeyrissjóðurinn 5,6 prósent, Festa lífeyrissjóður 3,7 prósent og eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna hálft prósent. Eignarhald United Silicon var hins vegar að miklu leyti ógegnsætt. Stór hluti af kaupum lífeyrissjóða í verksmiðjunni átti sér stað þegar var orðið ljóst að vandamál voru viðloðandi verksmiðjuna og byggingu hennar.

Í ljós áttu eftir að koma fjölmörg brot United Silicon á starfsleyfi sem Stundin fjallaði ítarlega og reglulega um. Forstjórinn, sem hafði skilið eftir sig sviðna slóð í Danmörku, eins og Stundin greindi frá strax í júlí 2016. Þrátt fyrir þá forsögu, að fyrirtæki í hans eigu var sektað um tæpar 7 milljónir íslenskra króna vegna brota á réttindum pólskra verkamannanna og fór stuttu síðar í þrot, ákváðu stjórnmálamenn að styðja hann og Arion banki að lána honum og fá fleiri til verkefnisins. Í fagtímariti danska stéttarfélagssambandsins BJMF er Magnús nafngreindur sérstaklega vegna bíræfinna brota. Þar kemur fram að hann hafi neitað að gera samninga við pólsku verkamennina, til þess eins að auðgast persónulega. Magnús var rekinn frá fyrirtækinu COWI vegna starfshátta sinna, svika og brota. Mótmælt var við heimili viðskiptafélaga Magnúsar vegna málsins, þann sama og Magnús fékk til liðs með sér í United Silicon.

Hann var einnig handtekinn í desember 2016 fyrir ofsaakstur á Reykjanesbrautinni og Tesla-bifreið hans gerð upptæk. Hann hefur verið ákærður fyrir almannahættubrot og líkamsárás af gáleysi með ofsaakstrinum. Neyðarlínunni höfðu borist símtöl um ofsaaksturinn, bæði fyrir og eftir slys, þar sem karlmaður slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. 

Gagnrýndi þá sem efuðust um United Silicon

Grein Árna SigfússonarÁrni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ, gagnrýndi efasemdarraddir í grein þar sem hann fagnaði United Silicon og hrósaði sér og Sjálfstæðisflokknum af þrautseigjunni við að varða braut verksmiðjunnar.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar til ársins 2014, skrifaði grein eftir skóflustunguna þar sem hann gerði lítið úr þeim sem gagnrýndu vanefndir United Silicon og lýstu efasemdum sínum á framkvæmdinni.

„Ég óska bæjarbúum til hamingju með nýtt glæsilegt fyrirtæki; United Silicon,“ skrifaði Árni og lýsti þrotlausri baráttu sinni og Sjálfstæðisflokksins fyrir fyrirtækinu.

„Því miður hafa margir verið til þess að tala þetta verkefni niður. Skemmst er að minnast þegar fullyrt var að lóðarframkvæmdir rétt fyrir bæjarstjórnarkosningar væru aðeins sjónarspil Árna Sigfússonar og sjálfstæðismanna. Sagt var að ræðan um að kísilverið væri að koma væri innihaldslaus og nú væru menn svo úrvinda að þeir stilltu upp tækjum í lóðarframkvæmdir rétt fyrir kosningar. Nefnd voru dæmi um að United Silicon hefði ekki einu sinni greitt reikninga fyrir lóðinni. Það átti að vera dæmi þess hvað þetta mál væri mikill tilbúningur. Þeir sem þannig töluðu hefðu án efa fyrir löngu hent þessum aðilum fyrir borð.“

„Óbilandi trú“

Þá áréttaði Árni að íbúar þyrftu að átta sig á mikilvægi þess að hann og Sjálfstæðisflokkurinn börðust fyrir komu United Silicon.

„Það er óvíst að bæjarbúar geri sér grein fyrir mikilvægi þess að við sem stýrðum bæjarfélaginu síðasta áratug gæfum aldrei upp baráttu fyrir fleiri atvinnutækifærum með betur launuðum störfum. Það þýddi auðvitað að fylgja verkefnum fast eftir með óbilandi trú á tækifærin og fólkið á Reykjanesi, þrátt fyrir mótbyr. Ég leit á það sem mitt stærsta hlutverk að gefast aldrei upp á neinum sviðum sem snertu íbúa og tækifæri á Reykjanesinu. Þótt það verði ekki úr stóli bæjarstjóra, mun ég fylgja því eftir að slík verkefni verði til og að þau geti risið hér í Reykjanesbæ, ef þess er nokkur kostur. Ég óska bæjarbúum til hamingju með nýtt glæsilegt fyrirtæki; United Silicon.“

United Silicon fór í dag fram á gjaldþrotaskipti. Í yfirlýsingu vegna beiðninnar segir að „ódýr og óvandaður jaðarbúnaður hafi orsakað tíðar bilanir og skapað erfiðleika við fram­leiðsluna“ og að samkvæmt úttekt þyrfti 25 milljónir evra til þess að fullklára verksmiðjuna. Í fréttum RÚV er haft eftir upplýsingafulltrúa Arion banka að verksmiðja United Silicon sé enn góður fjárfestingarkostur, að alþjóðlegir aðilar hafi sýnt henni áhuga og að eingöngu tæki eitt og hálft ár að gera hana starfhæfa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Áhrif kísilvers United Silicon

Arion um sjálfbærnistefnu sína og kísilverið: „Bankinn tekur þá ábyrgð mjög alvarlega“
FréttirÁhrif kísilvers United Silicon

Ari­on um sjálf­bærni­stefnu sína og kís­il­ver­ið: „Bank­inn tek­ur þá ábyrgð mjög al­var­lega“

Ari­on banki er með­vit­að­ur um þá ábyrgð sem hvíl­ir á bank­an­um varð­andi mögu­lega enduropn­un kís­il­vers­ins í Helgu­vík. Kís­il­ver­inu var lok­að vegna meng­un­ar ár­ið 2017. Stefna bank­ans í um­hverf­is­mál­um hef­ur tek­ið breyt­ing­um á liðn­um ár­um og svar­ar bank­inn með­al ann­ars spurn­ing­um um hvernig þessa stefna rím­ar við enduropn­un meng­andi kís­il­vers.
Guðbrandur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kísilverksmiðjunni
ViðskiptiÁhrif kísilvers United Silicon

Guð­brand­ur þurfti púst til að hjálpa sér við að anda út af kís­il­verk­smiðj­unni

Ari­on banki hyggst opna aft­ur kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík sem hef­ur ver­ið lok­uð í tæpt ár. All­ir bæj­ar­full­trú­ar í Reykja­nes­bæ hafa lýst sig and­víga opn­un­inni og 350 at­huga­semd­ir bár­ust frá íbú­um í bæn­um. Guð­brand­ur Ein­ars­son', bæj­ar­full­trúi og þing­mað­ur VIð­reisn­ar, lýs­ir áhrif­um verk­smiðj­unn­ar á heilsu­far sitt og út­skýr­ir hvers vegna má ekki opna hana aft­ur.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár