Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn

Magnús Garð­ars­son, stjórn­ar­mað­ur og stærsti hlut­hafi United Silicon á Ís­landi, stund­aði vafa­söm við­skipti í Dan­mörku sem kost­uðu hann starf­ið. Fyr­ir­tæki hans þurfti að greiða tæp­ar sjö millj­ón­ir króna í sekt­ir og var svo lýst gjald­þrota. Fjöl­marg­ir sátu eft­ir með sárt enn­ið.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn
Magnús og lögreglan Magnús Garðarsson, til vinstri í jakkafötum, sést hér ræða við lögreglumann fyrir utan byggingarsvæðið.

Forsvarsmanni United Silicon, stjórnarmanni þess og stærsta hluthafa, var gert að segja upp ellegar verða rekinn frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum síðan eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá voru tvö fyrirtæki sem sögð voru í hans eigu hundelt af dönskum stéttarfélögum fyrir að hafa misnotað vinnuafl við byggingu og framkvæmdir við íbúðir í Danmörku. Fjölmargir Pólverjar unnu að framkvæmdunum.

Sagður kaldrifjaður og forhertur

Fyrirtæki í hans eigu var sektað um tæpar 7 milljónir íslenskra króna vegna brota á réttindum pólsku verkamannanna en stuttu eftir það fór félagið í þrot. Þetta kemur fram í fréttariti danska stéttarfélagssambandsins BJMF.

Fréttarit sambandsins sparar ekki stóru orðin um þennan íslenska athafnamann sem sagður er kaldrifjaður og forhertur úlfur í sauðargæru sem hafi neitað að gera kjarasamninga við pólsku verkamennina til þess eins að auðgast persónulega. Fréttaritið birti ljósmyndir af Magnúsi þar sem hann sást á tali við danskan lögreglumann sem var kallaður til við framkvæmdasvæðið í Valby. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár