Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn

Magnús Garð­ars­son, stjórn­ar­mað­ur og stærsti hlut­hafi United Silicon á Ís­landi, stund­aði vafa­söm við­skipti í Dan­mörku sem kost­uðu hann starf­ið. Fyr­ir­tæki hans þurfti að greiða tæp­ar sjö millj­ón­ir króna í sekt­ir og var svo lýst gjald­þrota. Fjöl­marg­ir sátu eft­ir með sárt enn­ið.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn
Magnús og lögreglan Magnús Garðarsson, til vinstri í jakkafötum, sést hér ræða við lögreglumann fyrir utan byggingarsvæðið.

Forsvarsmanni United Silicon, stjórnarmanni þess og stærsta hluthafa, var gert að segja upp ellegar verða rekinn frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum síðan eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá voru tvö fyrirtæki sem sögð voru í hans eigu hundelt af dönskum stéttarfélögum fyrir að hafa misnotað vinnuafl við byggingu og framkvæmdir við íbúðir í Danmörku. Fjölmargir Pólverjar unnu að framkvæmdunum.

Sagður kaldrifjaður og forhertur

Fyrirtæki í hans eigu var sektað um tæpar 7 milljónir íslenskra króna vegna brota á réttindum pólsku verkamannanna en stuttu eftir það fór félagið í þrot. Þetta kemur fram í fréttariti danska stéttarfélagssambandsins BJMF.

Fréttarit sambandsins sparar ekki stóru orðin um þennan íslenska athafnamann sem sagður er kaldrifjaður og forhertur úlfur í sauðargæru sem hafi neitað að gera kjarasamninga við pólsku verkamennina til þess eins að auðgast persónulega. Fréttaritið birti ljósmyndir af Magnúsi þar sem hann sást á tali við danskan lögreglumann sem var kallaður til við framkvæmdasvæðið í Valby. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu