Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn

Magnús Garð­ars­son, stjórn­ar­mað­ur og stærsti hlut­hafi United Silicon á Ís­landi, stund­aði vafa­söm við­skipti í Dan­mörku sem kost­uðu hann starf­ið. Fyr­ir­tæki hans þurfti að greiða tæp­ar sjö millj­ón­ir króna í sekt­ir og var svo lýst gjald­þrota. Fjöl­marg­ir sátu eft­ir með sárt enn­ið.

Aðaleigandi United Silicon sagður hafa misnotað pólska verkamenn
Magnús og lögreglan Magnús Garðarsson, til vinstri í jakkafötum, sést hér ræða við lögreglumann fyrir utan byggingarsvæðið.

Forsvarsmanni United Silicon, stjórnarmanni þess og stærsta hluthafa, var gert að segja upp ellegar verða rekinn frá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI fyrir nokkrum árum síðan eftir að honum var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem starfsmaður í hlutastarfi. Þá voru tvö fyrirtæki sem sögð voru í hans eigu hundelt af dönskum stéttarfélögum fyrir að hafa misnotað vinnuafl við byggingu og framkvæmdir við íbúðir í Danmörku. Fjölmargir Pólverjar unnu að framkvæmdunum.

Sagður kaldrifjaður og forhertur

Fyrirtæki í hans eigu var sektað um tæpar 7 milljónir íslenskra króna vegna brota á réttindum pólsku verkamannanna en stuttu eftir það fór félagið í þrot. Þetta kemur fram í fréttariti danska stéttarfélagssambandsins BJMF.

Fréttarit sambandsins sparar ekki stóru orðin um þennan íslenska athafnamann sem sagður er kaldrifjaður og forhertur úlfur í sauðargæru sem hafi neitað að gera kjarasamninga við pólsku verkamennina til þess eins að auðgast persónulega. Fréttaritið birti ljósmyndir af Magnúsi þar sem hann sást á tali við danskan lögreglumann sem var kallaður til við framkvæmdasvæðið í Valby. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár