Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur byggir fjármálastefnu sína á þjóðhagsspá Hagstofunnar sem gerði ráð fyrir að ríkisfjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar kæmi til framkvæmda. Þannig yrði t.d. haldið verulega aftur af vexti samneyslunnar næstu árin og virðisaukaskattur lækkaður í ársbyrjun 2019.
Í ljósi þessa má ætla að verðbólga sé talsvert vanáætluð í greinargerð fjármálastefnunnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram á Alþingi þann 14. desember síðastliðinn, skömmu eftir að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins var mynduð.
Fjármálaráð, óháður sérfræðingahópur á vegum stjórnarráðsins, bendir á að þegar fyrri ríkisstjórn hugðist lækka hið almenna þrep virðisaukaskattsins var gert ráð fyrir að slíkt myndi leiða til lækkunar vísitöluneysluverðs um 0,4 prósentustig. „Spá Hagstofunnar um verðbólgu fyrir árið 2019 vanspáir því verðbólgunni að öðru óbreyttu sem þessu nemur,“ segir í umsögn fjármálaráðs um fjármálastefnuna „Það er því ljóst að …
Athugasemdir