Engin skrifleg gögn eru til um samkomulag fjármálaráðherra við Samtök atvinnulífsins um lækkun tryggingagjalds sem gert var í tengslum við kjarasamninga í ársbyrjun 2016. Ítrekað hefur verið vitnað til umrædds samkomulags í umræðum um skattbreytingar, fjárlög og vinnumarkaðsmál undanfarin ár. Milli jóla og nýárs gagnrýndu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og fleiri þingmenn Miðflokksins ríkisstjórnina harðlega fyrir að halda tryggingagjaldinu óbreyttu og fullyrtu að með því væri verið að svíkja skriflegt samkomulag við atvinnurekendur.
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að engu hafi verið lofað skriflega á sínum tíma heldur hafi verið handsalað samkomulag um lækkun tryggingagjaldsins í áföngum. „Það er ekki hægt að segja að einhverju hafi verið lofað skriflega og það síðan svikið. Þetta voru í raun samtöl milli forystumanna, og allt sem er til um þetta var skrifað af okkur með nákvæmu orðalagi,“ segir hann.
„Ekkert slíkt skriflegt samkomulag var gert á milli mín og Samtaka atvinnulífsins“
Samtök …
Athugasemdir