Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Hert út­lend­inga­stefna er þeg­ar far­in að bitna á fólki sem sæk­ir um hæli á Ís­landi. Til­kynna þurfti fé­lags­mála­yf­ir­völd­um um út­lend­inga í neyð eft­ir að Út­lend­inga­stofn­un felldi nið­ur alla þjón­ustu við barna­fjöl­skyldu.

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga
Sigríður Andersen Dómsmálaráðherra lagði fram reglugerð sem breytti stöðu hælisleitenda á Íslandi til hins verra. Mynd: Pressphotos

Reglugerð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga er þegar farin að bitna á fólki sem sækir um hæli á Íslandi. Dæmi eru um að barnafjölskyldur séu sviptar dagpeningum sínum eftir að hafa dregið umsóknir um hæli til baka og að tilkynna þurfi félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð. Þá hafa hælisleitendur sem dveljast á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða frá þjónustaaðila eftir að almenningssamgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Gistiheimilið er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun.

Þann 30. ágúst 2017 síðastliðinn setti Sigríður Andersen dómsmálaráðherra reglugerð sem svipti útlendinga réttinum til framfærslufjár eftir að hælisumsóknum þeirra er synjað og meðan þeir bíða eftir að vera sendir úr landi. Í reglugerðinni felst líka að ef hælisleitandi er frá ríki sem er á lista yfir örugg upprunaríki og umsókn er metin „bersýnilega tilhæfulaus“ getur Útlendingastofnun fellt niður alla þjónustu við viðkomandi eftir að framkvæmdarhæf ákvörðun um synjun umsóknar liggur fyrir. 

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega þegar Stundin leitaði viðbragða síðasta sumar. Bent var á að nýju reglurnar gætu orðið til þess að hælisleitendur lentu milli steins og sleggju, án atvinnuréttinda og framfærslufjár, jafnvel vikum saman meðan þeir biðu eftir að vera sendir úr landi. Alþingi aðhafðist ekkert, hvorki þáverandi samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn né þáverandi stjórnarandstöðuflokkar.

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir að reglugerðin sé þegar farin að hafa áhrif á líf fjölskyldna sem sækja um hæli á Íslandi. Hún bendir á að svo virðist sem Útlendingastofnun hafi ekki komið sér upp neinum verklagsreglum við framkvæmd á ýmsum þáttum reglugerðarinnar. Þetta bjóði hættunni heim um handahófskennda meðferð. Óljóst sé hvernig fólki er sagt frá afleiðingum þess þegar reglurnar eru brotnar og hvernig gætt er að andmælarétti.

Brynhildur Bolladóttirupplýsingafulltrúi Rauða krossins

„Til dæmis hafa umsækjendur á Airport Inn í Reykjanesbæ ekki fengið strætómiða eftir að samgöngur í Reykjanesbæ hættu að vera gjaldfrjálsar nú um áramót. Airport Inn er staðsett í jaðri Ásbrúar, langt frá næstu matvöruverslun,“ segir Brynhildur. Hún nefnir annað dæmi: „Fólk með börn sem höfðu dregið umsókn til baka sjálfviljug var svipt dagpeningum sínum. Öll þjónusta féll niður eftir 3 daga. Þau fengu áfram að vera í húsnæðinu, en á meðan þau biðu eftir flugi kláruðust peningarnir.“ Fyrir vikið þurfti að tilkynna félagsmálayfirvöldum um útlendinga í neyð og fjölskyldan leitaði ásjár hjá öðrum stofnunum hins opinbera. „Það er brýnt að reglur séu skýrar og við séum ekki að færa fólk á milli ábyrgðar ólíkra ráðuneyta með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir íslenska ríkið og með tilheyrandi óþægindum sem það hefur í för með sér fyrir fólkið,“ segir Brynhildur.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirformaður þingflokks Vinstri grænna

Stundin spurði Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformann Vinstri grænna, hvort þingflokkurinn hygðist beita sér fyrir endurskoðun eða niðurfellingu reglugerðarinnar. „Við höfum ekki rætt það neitt sérstaklega og ég get ekki talað fyrir hönd þingflokksins hvað þetta varðar,“ segir hún. „Hins vegar er þetta eitt af því sem mun væntanlega koma upp í vinnu við endurskoðun á útlendingalögum. Við munum tilnefna fólk í þá vinnu og ég geri ráð fyrir að þetta komi upp þar eins og ýmislegt fleira sem þarf að endurskoða.“

Athygli vakti skömmu fyrir jól þegar til stóð að hælisleitendur fengju ekki jólauppbót í desember eins og áður hafði tíðkast. Fram kom að Útlendingastofnun hefði haft samráð við dómsmála-ráðuneytið og að ákvörðunin væri tekin á grundvelli reglugerðar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um útlendinga. Eftir að fluttar höfðu verið fréttir um málið ákvað ríkisstjórnin að nota ráðstöfunarfé sitt til að greiða hælisleitendum jólauppbót. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár