Það verklag að tilkynna sérstaklega að minnisblöð um veitingu uppreistar æru væru eingöngu ætluð dómsmálaráðherra en ekki forseta, væru ekki til dreifingar á ríkisstjórnarfundi og skyldu lenda í pappírstætara að fundi loknum var ekki við lýði áður en kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey óskaði eftir því við dómsmálaráðuneytið að fá uppreist æru.
Í bréfum innanríkisráðuneytisins til forsætisráðuneytisins frá 2014, sem Stundin fékk frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli upplýsingalaga, voru fyrirmælin óljósari og minni áhersla lögð á leynd.
„Afrit minnisblaðsins hefur ekki verið hluti af hefðbundinni afgreiðslu málsins á fundinum og af þeim sökum hefur fram til þessa verið farið fram á að því yrði eytt að loknum fundinum. Hefur þetta verklag verið við lýði síðastliðin ár,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar um málið.
„Ekki ætlað til dreifingar“
Í minnisblöðum um beiðnir kynferðisbrotamannanna Roberts Downeys og Hjalta Sigurjóns Haukssonar um uppreist æru kemur skýrt fram fyrir …
Athugasemdir