Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Talsverð röskun á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur ef skipun dómara dregst á langinn

Sím­on Sig­valda­son, dóm­stjóri við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, seg­ir baga­legt ef fresta þarf mál­um vegna tafa á skip­un dóm­ara.

Talsverð röskun á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur ef skipun dómara dregst á langinn

Ef skipun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur dregst langt fram yfir næstu helgi gæti orðið talsverð röskun á starfsemi réttarins. Fyrir vikið þyrfti að fresta málum sem þar eru til meðferðar. Þetta segir Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, í samtali við Stundina.

Landsréttur tók til starfa í morgun, en af 15 dómurum hins nýja dómsstigs störfuðu fimm áður við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta eru þau Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Hervör Þorvaldsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Harðardóttir. Þá eru dómarar sem áður störfuðu við Héraðsdóm Reykjavíkur að færa sig um set, Ingimundur Einarsson, til Héraðsdóms Reykjavíkur og Halldór Björnsson til Héraðsdóms Norðurlands eystra. 

„Þetta er auðvitað stór hópur sem vantar, sjö dómarar, og lætur nærri að vera einn þriðji af dómarahópnum við Héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir Símon. „Gert hefur verið ráð fyrir að nýir dómarar taki yfir mál sem forverar þeirra skilja eftir, því aðrir dómarar hér eru einfaldlega með fullar hendur af málum og þurfa að sinna þeim.“

Átta dómarastöður voru auglýstar lausar til umsóknar í september síðastliðnum, þar af sex fastar stöður við Héraðsdóm Reykjavíkur og tvö embætti eins konar flökkudómara en annar þeirra mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

Við skipun héraðsdómaranna ákvað Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns sem stóð þá í málarekstri gegn íslenska ríkinu eftir að gengið hafði verið framhjá honum við skipun dómara við Landsrétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fól Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að taka við hlutverki dómsmálaráðherra í málinu.

Gert var ráð fyrir að í desember kæmi endanlega í ljós hverjir tækju við dómarastöðunum, enda átti skipunin að taka gildi frá og með 1. janúar 2018. Dómnefnd um hæfni umsækjenda skilaði þó ekki umsögn sinni fyrr en 21. desember. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur gagnrýnt umsögn og vinnubrögð dómnefndarinnar og óskað eftir frekari rökstuðningi á mati hennar. Í ljósi þess má ætla að málið tefjist enn frekar.

„Nú verðum við bara að horfa á þetta frá degi til dags,“ segir Símon Sigvaldason héraðsdómari, en sem dómstjóri ber hann ábyrgð á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur og skiptir verkum milli dómara og starfsmanna réttarins. „Ef skipunin kemur öðru hvoru megin við næstu helgi, þá sleppur þetta sennilega sæmilega. Að öðrum kosti, ef þetta fer að dragast eitthvað frekar, þá þarf einfaldlega að fresta málum og það er bagalegt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár