Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Talsverð röskun á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur ef skipun dómara dregst á langinn

Sím­on Sig­valda­son, dóm­stjóri við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, seg­ir baga­legt ef fresta þarf mál­um vegna tafa á skip­un dóm­ara.

Talsverð röskun á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur ef skipun dómara dregst á langinn

Ef skipun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur dregst langt fram yfir næstu helgi gæti orðið talsverð röskun á starfsemi réttarins. Fyrir vikið þyrfti að fresta málum sem þar eru til meðferðar. Þetta segir Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, í samtali við Stundina.

Landsréttur tók til starfa í morgun, en af 15 dómurum hins nýja dómsstigs störfuðu fimm áður við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þetta eru þau Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Hervör Þorvaldsdóttir, Jón Finnbjörnsson og Ragnheiður Harðardóttir. Þá eru dómarar sem áður störfuðu við Héraðsdóm Reykjavíkur að færa sig um set, Ingimundur Einarsson, til Héraðsdóms Reykjavíkur og Halldór Björnsson til Héraðsdóms Norðurlands eystra. 

„Þetta er auðvitað stór hópur sem vantar, sjö dómarar, og lætur nærri að vera einn þriðji af dómarahópnum við Héraðsdóm Reykjavíkur,“ segir Símon. „Gert hefur verið ráð fyrir að nýir dómarar taki yfir mál sem forverar þeirra skilja eftir, því aðrir dómarar hér eru einfaldlega með fullar hendur af málum og þurfa að sinna þeim.“

Átta dómarastöður voru auglýstar lausar til umsóknar í september síðastliðnum, þar af sex fastar stöður við Héraðsdóm Reykjavíkur og tvö embætti eins konar flökkudómara en annar þeirra mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. 

Við skipun héraðsdómaranna ákvað Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns sem stóð þá í málarekstri gegn íslenska ríkinu eftir að gengið hafði verið framhjá honum við skipun dómara við Landsrétt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fól Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra að taka við hlutverki dómsmálaráðherra í málinu.

Gert var ráð fyrir að í desember kæmi endanlega í ljós hverjir tækju við dómarastöðunum, enda átti skipunin að taka gildi frá og með 1. janúar 2018. Dómnefnd um hæfni umsækjenda skilaði þó ekki umsögn sinni fyrr en 21. desember. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur gagnrýnt umsögn og vinnubrögð dómnefndarinnar og óskað eftir frekari rökstuðningi á mati hennar. Í ljósi þess má ætla að málið tefjist enn frekar.

„Nú verðum við bara að horfa á þetta frá degi til dags,“ segir Símon Sigvaldason héraðsdómari, en sem dómstjóri ber hann ábyrgð á starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur og skiptir verkum milli dómara og starfsmanna réttarins. „Ef skipunin kemur öðru hvoru megin við næstu helgi, þá sleppur þetta sennilega sæmilega. Að öðrum kosti, ef þetta fer að dragast eitthvað frekar, þá þarf einfaldlega að fresta málum og það er bagalegt.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár