Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

„Löngu tíma­bært að Al­þingi verði við hinni sjálf­sögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur flokks­ins.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

Þingmenn Viðreisnar ætla að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á yfirstandandi þingi. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, upplýsti um þetta og gerði málið að umtalsefni í umræðum undir liðnum störf þingsins í dag.

„Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir. Þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni,“ sagði Jón og bætti við:

„Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk er að ræða en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi.“

Jón benti á að Ísland gæti litið til reynslu landa á borð við Svíþjóð þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju gekk í gegn í upphafi þessarar aldar, en stuðla yrði að vandvirkni og sátt allra aðila. „Við þurfum að taka skref fram á við í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er von mín að samstaða hv. alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi. Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu