Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

„Löngu tíma­bært að Al­þingi verði við hinni sjálf­sögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur flokks­ins.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

Þingmenn Viðreisnar ætla að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á yfirstandandi þingi. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, upplýsti um þetta og gerði málið að umtalsefni í umræðum undir liðnum störf þingsins í dag.

„Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir. Þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni,“ sagði Jón og bætti við:

„Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk er að ræða en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi.“

Jón benti á að Ísland gæti litið til reynslu landa á borð við Svíþjóð þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju gekk í gegn í upphafi þessarar aldar, en stuðla yrði að vandvirkni og sátt allra aðila. „Við þurfum að taka skref fram á við í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er von mín að samstaða hv. alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi. Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár