Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

„Löngu tíma­bært að Al­þingi verði við hinni sjálf­sögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur flokks­ins.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

Þingmenn Viðreisnar ætla að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á yfirstandandi þingi. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, upplýsti um þetta og gerði málið að umtalsefni í umræðum undir liðnum störf þingsins í dag.

„Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir. Þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni,“ sagði Jón og bætti við:

„Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk er að ræða en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi.“

Jón benti á að Ísland gæti litið til reynslu landa á borð við Svíþjóð þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju gekk í gegn í upphafi þessarar aldar, en stuðla yrði að vandvirkni og sátt allra aðila. „Við þurfum að taka skref fram á við í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er von mín að samstaða hv. alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi. Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár