Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

„Löngu tíma­bært að Al­þingi verði við hinni sjálf­sögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju,“ seg­ir Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur flokks­ins.

Viðreisn ætlar að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju

Þingmenn Viðreisnar ætla að beita sér fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á yfirstandandi þingi. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, upplýsti um þetta og gerði málið að umtalsefni í umræðum undir liðnum störf þingsins í dag.

„Á þessum tíma halda flestir Íslendingar hátíð ljóss og friðar í nafni kristinnar trúar sinnar. Það gera hins vegar ekki allir. Þeim fjölgar sem aðhyllast önnur trúarbrögð. Sömuleiðis fjölgar þeim sem ekki vilja vera í þjóðkirkjunni,“ sagði Jón og bætti við:

„Í mínum huga er löngu tímabært að Alþingi verði við hinni sjálfsögðu kröfu að skilja að ríki og kirkju. Það er rétt að um vandasamt verk er að ræða en við megum aldrei forðast verkefni bara vegna þess að þau eru krefjandi.“

Jón benti á að Ísland gæti litið til reynslu landa á borð við Svíþjóð þar sem aðskilnaður ríkis og kirkju gekk í gegn í upphafi þessarar aldar, en stuðla yrði að vandvirkni og sátt allra aðila. „Við þurfum að taka skref fram á við í átt að auknu trúfrelsi og auknu jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það er von mín að samstaða hv. alþingismanna fáist um þetta mikilvæga mál á sitjandi þingi. Fyrir því munu þingmenn Viðreisnar beita sér,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Trúmál

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár