Eva Dögg Rúnarsdóttir kemur víða við en hún vinnur sem fatahönnuður og jógakennari og svo settu hún og vinkona hennar, Anna Sóley Viðarsdóttir, á markað snyrtivörulínuna AMPERSAND ALKEMÍ í byrjun desember. Hún segir að þær ætli í vor að gefa út bók um eiturefnalausan lífsstíl. „Við höfum verið að halda námskeið og skrifa pistla um hvernig fólk getur gert sínar eigin náttúrulegu snyrti- og heimilisvörur.
Döðlubrauð
„Jólin koma ekki nema að ég geri döðlubrauðið hennar ömmu og nóg af því. Það er gott að eiga yfir hátíðarnar og á hverjum jóladagsmorgni fæ ég mér döðlubrauð og restar af jólagrautnum í morgunmat. Ég á skannaða mynd af uppskriftinni sem ég fékk hjá mömmu sem systir hennar sendi henni í bréfi til Danmerkur jólin 1970. Uppskriftin er fallega handskrifuð og mjög eydd, full af ást, kærleik og persónuleika. Ég skil hana þó alltaf og fylgi henni eins og vel og ég get. …
Athugasemdir