„Nú er staðan bara þannig að frá og með 21. desember þá er ég orðinn húsnæðislaus,“ segir Íris Huld Heiðarsdóttir, þriggja barna einstæð móðir, nemi og gæludýraeigandi, í samtali við Stundina. Hún hefur síðustu vikur og mánuði leitað logandi ljósi að leiguhúsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína en án árangurs. Nú er svo komið að hún og börn hennar, eitt þeirra þriggja ára gamalt og hin á táningsaldri, eru í algjörri óvissu um það hvar þau munu setjast að eftir hátíðarnar. Þau hafa síðasta árið búið ásamt gæludýrunum sínum, tveimur köttum og tveimur hundum, í þriggja herbergja íbúð í Hafnarfirðinum, sem átti þó einungis að vera tímabundin lausn. „Það gekk allt mjög vel og leigusalinn sýndi skilning varðandi dýrahaldið en húsnæðið var einfaldlega of lítið fyrir okkur til lengri tíma litið.“
Íris finnur fyrir því að það eru í raun afar fáir valkostir fyrir gæludýraeigendur á leigumarkaði, og þá breyti …
Athugasemdir