Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Auka útgjöld til sjúkrahúsa þremur milljörðum meira en fyrri stjórn ætlaði

Fjár­fram­lög vegna mál­efna ör­yrkja og aldr­aðra verða sam­tals um 3 millj­örð­um hærri en til stóð og út­gjöld vegna sam­göngu- og fjar­skipta­mála um 1,7 millj­örð­um meiri.

Auka útgjöld til sjúkrahúsa þremur milljörðum meira en fyrri stjórn ætlaði

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að auka framlög til sjúkrahúsþjónustu um 3 milljarða til viðbótar við það sem til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar. 

Þá verða fjárframlög vegna málefna öryrkja og aldraðra samtals um 3 milljörðum hærri og framlög vegna samgöngu- og fjarskiptamála um 1,7 milljörðum hærri.

Þetta má sjá af frumvarpi Bjarna Benediktssonar til fjárlaga sem dreift var á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu nú um níuleytið og birtist á vef stjórnarráðsins rétt í þessu.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, áttu heildarútgjöld til sjúkrahússþjónustu að hækka úr 83 milljörðum upp í 88,5 milljarða á fjárlagaárinu 2018. 

Svandís Svavarsdóttirer heilbrigðisráðherra nýrrar ríkisstjórnar

Í frumvarpi Bjarna er hins vegar gert ráð fyrir 91,5 milljörðum til málefnasviðsins á árinu 2018.

Jafnframt aukast framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa 1,3 milljörðum meira en til stóð og framlög vegna lyfja og lækningavara verða 3 milljörðum hærri. 

Þetta er nokkur breyting frá stefnu fyrri ríkisstjórnar að því er varðar eflingu samneyslunnar.  

Hins vegar er ljóst að jákvæði tekjumismunurinn milli fjárlagafrumvarps Benedikts og fjárlagafrumvarps Bjarna er að mestu til kominn vegna þess að efnahagslegar forsendur og þjóðhagsspár hafa breyst.

Af þessum sökum, og vegna fyrirhugaðrar hækkunar fjármagnstekjuskatts, verða tekjur hins opinbera hátt í 7 milljörðum meiri samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar stjórnar heldur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts. Afgangurinn af rekstri ríkissjóðs er áætlaður 35 milljarðar á árinu 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár