Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Auka útgjöld til sjúkrahúsa þremur milljörðum meira en fyrri stjórn ætlaði

Fjár­fram­lög vegna mál­efna ör­yrkja og aldr­aðra verða sam­tals um 3 millj­örð­um hærri en til stóð og út­gjöld vegna sam­göngu- og fjar­skipta­mála um 1,7 millj­örð­um meiri.

Auka útgjöld til sjúkrahúsa þremur milljörðum meira en fyrri stjórn ætlaði

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins ætlar að auka framlög til sjúkrahúsþjónustu um 3 milljarða til viðbótar við það sem til stóð samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar. 

Þá verða fjárframlög vegna málefna öryrkja og aldraðra samtals um 3 milljörðum hærri og framlög vegna samgöngu- og fjarskiptamála um 1,7 milljörðum hærri.

Þetta má sjá af frumvarpi Bjarna Benediktssonar til fjárlaga sem dreift var á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu nú um níuleytið og birtist á vef stjórnarráðsins rétt í þessu.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Benedikts Jóhannessonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, áttu heildarútgjöld til sjúkrahússþjónustu að hækka úr 83 milljörðum upp í 88,5 milljarða á fjárlagaárinu 2018. 

Svandís Svavarsdóttirer heilbrigðisráðherra nýrrar ríkisstjórnar

Í frumvarpi Bjarna er hins vegar gert ráð fyrir 91,5 milljörðum til málefnasviðsins á árinu 2018.

Jafnframt aukast framlög til heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa 1,3 milljörðum meira en til stóð og framlög vegna lyfja og lækningavara verða 3 milljörðum hærri. 

Þetta er nokkur breyting frá stefnu fyrri ríkisstjórnar að því er varðar eflingu samneyslunnar.  

Hins vegar er ljóst að jákvæði tekjumismunurinn milli fjárlagafrumvarps Benedikts og fjárlagafrumvarps Bjarna er að mestu til kominn vegna þess að efnahagslegar forsendur og þjóðhagsspár hafa breyst.

Af þessum sökum, og vegna fyrirhugaðrar hækkunar fjármagnstekjuskatts, verða tekjur hins opinbera hátt í 7 milljörðum meiri samkvæmt fjárlagafrumvarpi nýrrar stjórnar heldur en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Benedikts. Afgangurinn af rekstri ríkissjóðs er áætlaður 35 milljarðar á árinu 2018.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár