Eignarhaldsfélag í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, keypti rúmlega 23 prósenta hlut í fyrirtækinu Íslenskri vatnsorku ehf. sem vinnur að því að fá að reisa virkjun við Langjökul. Um er að ræða 18 megavatta virkjun við suðurenda Langjökuls. Virkjunarkosturinn gengur undir nafninu Hagavatnsvirkjun. Félagið á einnig hlut í fyrirtæki sem hyggur á byggingu Hólsvirkjunar í Fnjóskadal á Norðurlandi.
Félag Þorsteins, Traðarsteinn ehf., fjárfesti í virkjunarkostinum í fyrra samkvæmt nýbirtum ársreikningi Íslenskrar vatnsorku ehf. og settist sonur Þorsteins Más, Baldvin Már Þorsteinsson, í stjórn fyrirtækisins í kjölfarið. Nýtt hlutafé upp á 54 milljónir var sett inn í fyrirtækið í fyrra en einungis einn nýr hluthafi, Traðarsteinn ehf., bættist við hluthafahópinn. Fjárfesting Traðarsteins í Hagavatnsvirkjun er þriðja fjárfesting Þorsteins Más Baldvinssonar og félaga honum tengdum í virkjunarkostum á Íslandi en áður hafði Þorsteinn fjárfest í Svartárvirkjun á Norðurlandi.
Þorsteinn Már segir að félag hans hafi nú selt hlutinn í Íslenskri vatnsorku …
Athugasemdir