Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hef­ur kom­ist að nið­ur­stöðu í máli Geirs Haar­de sendi­herra gegn Ís­landi.

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar og enga refsingu án laga voru ekki brotin þegar Geir H. Haarde var dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008.  Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm í máli Geirs H. Haarde gegn Íslandi rétt í þessu.

Dómstóllinn telur að málsmeðferð þingmannanefndar Alþingis, Alþingis og saksóknara Alþingis, og þær ákvarðanir sem teknar voru í tengslum við þá málsmeðferð, hafi ekki haft þau áhrif á stöðu Geirs að unnt væri að telja málsmeðferðina á síðari stigum óréttláta. Þá telur dómstóllinn ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að skipan Landsdóms brjóti gegn kröfum 6. gr. sáttmálans  um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Hvorki málsmeðferðin fyrir Landsdómi né rökstuðningurinn í dóminum er talinn hafa brotið í bága við þær kröfur sem leiða af 6. gr. sáttmálans. 

Loks telur Mannréttindadómstóll Evrópu að brotið sem Geir var dæmdur fyrir hafi verið nægilega skilgreint í lögum og ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda. Það hafi þannig verið nægilega fyrirsjáanlegt fyrir Geir að háttsemi hans gæti varðað hann refisábyrgð samkvæmt stjórnarskrá og lögum um ráðherraábyrgð. 

Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 árið 2010 að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Landsdómur sýknaði Geir af flestum ákæruliðum en sakfelldi hann fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál. Þannig var hann talinn hafa  brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár. 

Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með aðgerðaleysi sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur beinlínis vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008 og þannig draga úr því tjóni sem síðar varð. 

Geir kærði dóminn og framgöngu íslenska ríkisins gagnvart sér til Mannréttindadómstóls Evrópu haustið 2012. Hann og lögmaður hans, Andri Árnason, töldu að brotið hafi verið á rétti Geirs til sanngjarnrar málsmeðferðar, réttinum til að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð, réttinum til að vera umsvifalaust gert kunnugt um sakarefni og réttinum til að að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Þá var sérstaklega vísað til þess í kærunni að ákvörðunin um ákæru á hendur Geir hefði verið tekin af stjórnmálamönnum á Alþingi á „pólitískum forsendum“, brotalamir hafi verið í málatilbúnaðinum og að Landsdómur gæti ekki talist óvilhallur og sjálfstæður dómstóll. Jafnframt var byggt á því að refsiheimildir hefðu verið óskýrar og lagaákvæðin svo óljós að Geir hefði ekki mátt vera ljóst að með háttsemi sinni sem ráðherra kynni hann að vera dreginn til refsiábyrgðar og dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá. 

Nú liggur niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir, en þar er íslenska ríkið sýknað af helstu kröfum Geirs og nokkum kæruliðum vísað frá.

Þannig er ljóst að ásakanir um að brotið hafi verið á réttindum sem tryggð eru í Mannréttindasáttmála Evrópu áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum að mati dómstólsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu