Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hef­ur kom­ist að nið­ur­stöðu í máli Geirs Haar­de sendi­herra gegn Ís­landi.

Geir tapar fyrir Mannréttindadómstólnum: Engin mannréttindi brotin í Landsdómsmálinu

Ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar og enga refsingu án laga voru ekki brotin þegar Geir H. Haarde var dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur fyrir að hafa sýnt stórkostlegt gáleysi í störfum sínum sem forsætisráðherra í aðdraganda bankahrunsins 2008.  Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm í máli Geirs H. Haarde gegn Íslandi rétt í þessu.

Dómstóllinn telur að málsmeðferð þingmannanefndar Alþingis, Alþingis og saksóknara Alþingis, og þær ákvarðanir sem teknar voru í tengslum við þá málsmeðferð, hafi ekki haft þau áhrif á stöðu Geirs að unnt væri að telja málsmeðferðina á síðari stigum óréttláta. Þá telur dómstóllinn ekkert hafa komið fram sem bendi til þess að skipan Landsdóms brjóti gegn kröfum 6. gr. sáttmálans  um sjálfstæðan og óvilhallan dómstól. Hvorki málsmeðferðin fyrir Landsdómi né rökstuðningurinn í dóminum er talinn hafa brotið í bága við þær kröfur sem leiða af 6. gr. sáttmálans. 

Loks telur Mannréttindadómstóll Evrópu að brotið sem Geir var dæmdur fyrir hafi verið nægilega skilgreint í lögum og ekki hafi skort á skýrleika refsiheimilda. Það hafi þannig verið nægilega fyrirsjáanlegt fyrir Geir að háttsemi hans gæti varðað hann refisábyrgð samkvæmt stjórnarskrá og lögum um ráðherraábyrgð. 

Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 30 árið 2010 að draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm. Landsdómur sýknaði Geir af flestum ákæruliðum en sakfelldi hann fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að halda ráðherrafundi um mikilvæg mál. Þannig var hann talinn hafa  brotið gegn 17. gr. stjórnarskrár. 

Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með aðgerðaleysi sínu hefði Geir ekki aðeins brotið gegn formreglu heldur beinlínis vanrækt að marka pólitíska stefnu til að takast á við þann efnahagsvanda sem honum hlaut að vera ljós strax í febrúar 2008 og þannig draga úr því tjóni sem síðar varð. 

Geir kærði dóminn og framgöngu íslenska ríkisins gagnvart sér til Mannréttindadómstóls Evrópu haustið 2012. Hann og lögmaður hans, Andri Árnason, töldu að brotið hafi verið á rétti Geirs til sanngjarnrar málsmeðferðar, réttinum til að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð, réttinum til að vera umsvifalaust gert kunnugt um sakarefni og réttinum til að að fá nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa málsvörn sína.

Þá var sérstaklega vísað til þess í kærunni að ákvörðunin um ákæru á hendur Geir hefði verið tekin af stjórnmálamönnum á Alþingi á „pólitískum forsendum“, brotalamir hafi verið í málatilbúnaðinum og að Landsdómur gæti ekki talist óvilhallur og sjálfstæður dómstóll. Jafnframt var byggt á því að refsiheimildir hefðu verið óskýrar og lagaákvæðin svo óljós að Geir hefði ekki mátt vera ljóst að með háttsemi sinni sem ráðherra kynni hann að vera dreginn til refsiábyrgðar og dæmdur fyrir brot á stjórnarskrá. 

Nú liggur niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir, en þar er íslenska ríkið sýknað af helstu kröfum Geirs og nokkum kæruliðum vísað frá.

Þannig er ljóst að ásakanir um að brotið hafi verið á réttindum sem tryggð eru í Mannréttindasáttmála Evrópu áttu sér ekki stoð í raunveruleikanum að mati dómstólsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár