Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Átt­undi úr­skurð­ur­inn í máli Kaffitárs gegn Isa­via er fall­inn og þarf rík­is­fyr­ir­tæk­ið að af­henda gögn um út­boð­ið á versl­un­ar­rými í Leifs­stöð sem fram fór ár­ið 2014.

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“
Hættir ekki Aðalheiður Héðinsdóttir ætlar ekki að gefa eftir í málarekstri sínum gegnum Isavia. Mynd: ODD STEFAN

 

„Það kemur bara enn og aftur fram að við eigum að fá afhent gögn frá Isavia sem við höfum ekki ennþá fengið. Isavia strikaði yfir upplýsingar í gögnum sem við fengum og við vildum fá þessi gögn óyfirstrikuð,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Kaffitárs, aðspurð um úrskurð sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp fyrr í mánuðinum í deilu fyrirtækisins við ríkisfyrirtækið Isavia.  

Tengslin við KSEitt af því sem vakið hefur mikla athygli í Leifsstöðvarmálinu er að fyrirtæki tengt Kaupfélagi Skagfirðinga og Sigurjóni Rúnari Rafnssyni, aðstoðarforstjóra þess, var valið fram yfir Kaffitár.

Kaffitár hefur átt í áralöngu stappi við Isavia um veitingu upplýsinga um útboð á verlsunarrými í Leifsstöð sem fram fór árið 2014. Í útboðinu fékk Kaffitár ekki að leigja áfram verslunarrými í Leifsstöð og var fyrirtækið Lagardére Travel Retail ehf., sem er í eigu fransks flugvallarfyrirtækis og íslenskra aðila sem meðal annars tengjast Kaupfélagi Skagfirðinga.

Aðalheiður segir hins vegar að Isavia hafi sótt um frestun réttaráhrifa vegna úrskurðarins en þetta þýðir að ríkisfyrirtækið mun ekki þurfa að veita Kaffitári aðgang að gögnunum strax. „Isavia hefur farið fram á frestun réttaráhrifa, alveg eins og þeir hafa gert áður. Þetta er áttundi úrskurðurinn sem kemur og alltaf er þetta okkur í vil,“ segir Aðalheiður. 

Í úrskurðinum er fallist á að Kaffitár eigi að fá hluta af gögnunum um útboðið óyfirstrikuð en að hluta er fallist á Isavia þurfi ekki að veita fyrirtækinu aðgang að öllum gögnunum í málinu. 

„Við viljum bara að þetta ríkisfyrirtæki
fari að lögum eins og aðrir“

Aðalheiður segir aðspurð að hún ætli ekki að hætta málarekstrinum gegn Isavia þrátt fyrir að málið hafi dregist nokkuð á langinn. „Ég borða bara góðan og hollan mat og er í ræktinni og sef vel svo að mér endist ævin til að reka þetta mál. Það er bara þannig. Við viljum bara að þetta ríkisfyrirtæki fari að lögum eins og aðrir. Ef það reynist rétt að svo hafi verið, með engum útstrikunum, þá er það bara þannig og við fáum að sjá það,“ segir Aðalheiður og bætir því við hún telji að taktík Isavia í málinu sé að reyna að þæfa það og flækja eins mikið og mögulegt sé til að þreyta Kaffitár í rekstri málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár