Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir „ekki að sjá að skamm­tíma­sveifl­ur krón­unn­ar skilji sig mik­ið frá skamm­tíma­sveifl­um annarra nor­ræna króna“.

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Undanfarin ár hafa sýnt okkur að sjálfstæð peningastefna getur virkað fyrir Ísland þótt ekki sé endilega víst að sú verði raunin um alla framtíð. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs um peningamál sem haldinn var í Gamla bíói á dögunum. Ræða hans af fundinum var birt á vef Seðlabankans í dag.

„Ef litið er framhjá eftirmálum þess að fastgengisstefnan steytti á skeri, fjármálakreppunni og tímabili fjármagnshafta er ekki að sjá að skammtímasveiflur krónunnar skilji sig mikið frá skammtímasveiflum annarra norræna króna, sem eru sveigjanlegar, eða hrávörugjaldmiðla. Það koma einnig toppar í flökt þessara gjaldmiðla,“ sagði Már.

Þetta er í samræmi við ummæli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, sem hefur bent á að ekki sé til neitt fyrirkomulag peningamála sem láti sveiflur á gengi og vöxtum hverfa. Raungengissveiflur þekkist bæði í löndum sem búi við sveigjanlegt gengi og fastgengisstefnu.

„Peningastefnan getur t.d. ekki til lengdar haft áhrif á raungengið. Hún getur þannig lítið gert í því að draga úr ruðningsáhrifum mikils vaxtar nýrrar útflutningsgreinar. Ef hún myndi reyna það yrðu áhrifin aðeins tímabundin en á kostnað þess að fórna þeim markmiðum sem henni hafa verið sett og hún getur náð,“ sagði Már á fundinum í Gamla bíói. „Atvinnuvegastefna og ríkisfjármálastefna getur hins vegar haft slík raunáhrif til langs tíma og það er þangað sem þeir eiga að leita sem hafa af þessu áhyggjur.“ 

Már velti því upp hvað hefði breyst síðan Seðlabankinn birti ítarlega skýrslu um valkosti Íslands í peningamálum árið 2012. Meginniðurstaða skýrslunnar var sú að æskilegustu valkostirnir væru annars vegar full aðild að evrusvæðinu í gegnum samningsferli við Evrópusambandið og hins vegar áframhald sveigjanlegs gengis með verðbólgumarkmiði. 

Ljóst var þá að sjálfstæð peningastefna og sveigjanlegt gengi höfðu ekki virkað sérlega vel í gegnum tíðina, en að sama skapi hafði fjármálakreppan afhjúpað alvarlega veikleika í uppbyggingu evrusvæðisins. Hvorki þá né nú er afgerandi stuðningur við það á Alþingi að Ísland freisti þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. 

„Hefur eitthvað breyst? Evrusvæðið er enn að innleiða þær umbætur sem taldar eru nauðsynlegar til að það virki vel og ekki sýnist mér að pólitískur stuðningur við slíkt ferli hafi mikið aukist síðan skýrslan var gefin út. Hins vegar hafa margvíslegar umbætur verið gerðar á framkvæmd peningastefnunnar hér á landi,“ sagði Már. „Þá hefur fjármálastöðugleikastefna verið stórbætt. Miklu af því sem ég hef kallað verðbólgumarkmið plús hefur þegar verið hrundið í framkvæmd. Við höfum nú séð á síðustu árum að sjálfstæð peningastefna getur virkað rétt, líka hér. Þar erum við nú. Það þarf ekki að þýða að við verðum þar um alla framtíð. Það er engin eilíf lausn til í peningamálum og mismunandi kostir þróast í tímans rás.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár