Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri seg­ir „ekki að sjá að skamm­tíma­sveifl­ur krón­unn­ar skilji sig mik­ið frá skamm­tíma­sveifl­um annarra nor­ræna króna“.

Undanfarin ár sýnt að sjálfstæð peningastefna geti virkað á Íslandi

Undanfarin ár hafa sýnt okkur að sjálfstæð peningastefna getur virkað fyrir Ísland þótt ekki sé endilega víst að sú verði raunin um alla framtíð. Þetta sagði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs um peningamál sem haldinn var í Gamla bíói á dögunum. Ræða hans af fundinum var birt á vef Seðlabankans í dag.

„Ef litið er framhjá eftirmálum þess að fastgengisstefnan steytti á skeri, fjármálakreppunni og tímabili fjármagnshafta er ekki að sjá að skammtímasveiflur krónunnar skilji sig mikið frá skammtímasveiflum annarra norræna króna, sem eru sveigjanlegar, eða hrávörugjaldmiðla. Það koma einnig toppar í flökt þessara gjaldmiðla,“ sagði Már.

Þetta er í samræmi við ummæli Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans, sem hefur bent á að ekki sé til neitt fyrirkomulag peningamála sem láti sveiflur á gengi og vöxtum hverfa. Raungengissveiflur þekkist bæði í löndum sem búi við sveigjanlegt gengi og fastgengisstefnu.

„Peningastefnan getur t.d. ekki til lengdar haft áhrif á raungengið. Hún getur þannig lítið gert í því að draga úr ruðningsáhrifum mikils vaxtar nýrrar útflutningsgreinar. Ef hún myndi reyna það yrðu áhrifin aðeins tímabundin en á kostnað þess að fórna þeim markmiðum sem henni hafa verið sett og hún getur náð,“ sagði Már á fundinum í Gamla bíói. „Atvinnuvegastefna og ríkisfjármálastefna getur hins vegar haft slík raunáhrif til langs tíma og það er þangað sem þeir eiga að leita sem hafa af þessu áhyggjur.“ 

Már velti því upp hvað hefði breyst síðan Seðlabankinn birti ítarlega skýrslu um valkosti Íslands í peningamálum árið 2012. Meginniðurstaða skýrslunnar var sú að æskilegustu valkostirnir væru annars vegar full aðild að evrusvæðinu í gegnum samningsferli við Evrópusambandið og hins vegar áframhald sveigjanlegs gengis með verðbólgumarkmiði. 

Ljóst var þá að sjálfstæð peningastefna og sveigjanlegt gengi höfðu ekki virkað sérlega vel í gegnum tíðina, en að sama skapi hafði fjármálakreppan afhjúpað alvarlega veikleika í uppbyggingu evrusvæðisins. Hvorki þá né nú er afgerandi stuðningur við það á Alþingi að Ísland freisti þess að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. 

„Hefur eitthvað breyst? Evrusvæðið er enn að innleiða þær umbætur sem taldar eru nauðsynlegar til að það virki vel og ekki sýnist mér að pólitískur stuðningur við slíkt ferli hafi mikið aukist síðan skýrslan var gefin út. Hins vegar hafa margvíslegar umbætur verið gerðar á framkvæmd peningastefnunnar hér á landi,“ sagði Már. „Þá hefur fjármálastöðugleikastefna verið stórbætt. Miklu af því sem ég hef kallað verðbólgumarkmið plús hefur þegar verið hrundið í framkvæmd. Við höfum nú séð á síðustu árum að sjálfstæð peningastefna getur virkað rétt, líka hér. Þar erum við nú. Það þarf ekki að þýða að við verðum þar um alla framtíð. Það er engin eilíf lausn til í peningamálum og mismunandi kostir þróast í tímans rás.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár