Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Súr Sigmundur kallar Bjarna farþega og segir að hann hljóti að hætta í stjórnmálum

Formað­ur Mið­flokks­ins, sem er ekki inni í mynd­inni í nú­ver­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um, seg­ir að Bjarni Bene­dikts­son hljóti að ætla að sleppa að bjóða sig fram ef hann sam­þykk­ir nú­ver­andi for­send­ur.

Súr Sigmundur kallar Bjarna farþega og segir að hann hljóti að hætta í stjórnmálum
Sigmundur og Bjarni Ekki er verið að vinna að endurteknu samstarfi þeirra á milli. Mynd: Pressphotos

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kallar Katrínu Jakobsdóttur sósíalista og segir Bjarna Benediktsson vera farþega sem hljóti að hætta í stjórnmálum, ef hann fellst á forsendur núverandi stjórnarmyndunarviðræðna, í færslu sinni um viðræðurnar. Sjálfur hafði Sigmundur farið fram á stjórnarmyndunarumboð eftir kosningarnar í lok október, en virtist hvorki vera inni í myndinni fyrir myndun vinstri stjórnar né íhaldsstjórnar frá vinstri til hægri. Hann finnur báðum stjórnarmyndunarviðræðum margt til foráttu og segir þær fyrri „leiksýningu“.

Fyrir fjórum árum rúmum vann Sigmundur að því með Bjarna að mynda ríkisstjórn. Fóru þeir saman í sumarbústað fjölskyldu Bjarna við Þingvallavatn, borðuðu vöfflur með rjóma, fóru í göngu, grilluðu og báðu um óskalag í útvarpinu, Wild Boys með Duran Duran.

Nú er Sigmundur hins vegar ekki hluti af stjórnarmyndunarviðræðum fyrrverandi félaga hans, Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, heldur Katrín Jakobsdóttir. Í færslunni virðist Sigmundur reyna að reka fleyg í samstarfið.

„Óvenjuleg hegðun“ 

Sigmundur kallar Katrínu sósíalista og segir Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn sýna „einkar óvenjulega hegðun“. Hann sé „farþegi í allri þessari atburðarás“.

„Auk þess áformar hann að brjóta blað með því að gera sósíalista að forsætisráðherra á Íslandi í fyrsta skipti.“

„Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins. Auk þess áformar hann að brjóta blað með því að gera sósíalista að forsætisráðherra á Íslandi í fyrsta skipti. Full ástæða verður til að óska Katrínu Jakobsdóttur til hamingju með að ná þessum áfanga og að hafa tekist ætlunarverkið með því að beygja bæði grasrót eigin flokks og allan Sjálfstæðisflokkinn samtímis. Það er ekki lítið afrek.“

Þá segir hann skattkerfisbreytingarnar munu sýna hvort hægri eða vinstri verði sterkara í viðræðunum. „Ef formaður Sjálfstæðisflokksins gefur eftir bæði forsætisráðuneytið og efnahagsmálin má heita öruggt að hann ætli sér ekki að verða í framboði í næstu kosningum.“

Og Sigmundur vandar Framsóknarflokknum ekki heldur kveðjurnar. „Nú er útlit fyrir að markmiðið um bandalag Sjálfstæðisflokks og sósíalista náist með hjálp Framsóknarflokksins.“

Hagsmunaárekstur afhjúpaður - hótar lögsókn

Sigmundur hafði því sem næst hætt að mæta á Alþingi og nefndarfundi þingsins eftir að hann tapaði formannskosningu í Háskólabíói í október í fyrra, hvaðan hann yfirgaf salinn samstundis við úrslitin og sagði síðar að brögð hefðu verið í tafli. Aðdragandinn að því að flokksmenn kusu annan formann var að Sigmundur Davíð hafði reynst vera í leyndum hagsmunaárekstri persónulegrar og opinberrar stöðu sinnar sem forsætisráðherra, þar sem félag sem var áður í eigu hans og eiginkonu hans, sem Sigmundur sendi konu sinni að helmingi fyrir einn Bandaríkjadal, átti meira en hálfs milljarðs króna kröfu í þrotabú íslensku bankanna sem Sigmundur sýslaði með sem forssætisráðherra. Sigmundur hafði sem forsætisráðherra það hlutverk að tryggja að hagsmunir ráðherra væru uppi á borðinu og siðareglum ráðherra fylgt, en gerði það ekki í eigin tilfelli. Sigmundur hefur hótað þremur fjölmiðlum málsókn vegna umfjöllunar um hagsmunaárekstur hans sem lá hulinn á aflandssvæði áður en sýnt var fram á hann í umfjöllun um Panamaskjölin. Hann vann hins vegar kosningasigur í Alþingiskosningunum í lok október og fékk 10,9 prósent atkvæða á landsvísu og sjö þingmenn kjörna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár