Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kolbeinn vildi „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, en nú stjórn með flokknum

Þing­mað­ur Vinstri grænna skor­aði á kjós­end­ur að gera upp­gjör við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kosn­ing­um og sýna í verki skoð­un sína á „stjórn­ar­hátt­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins“.

Kolbeinn vildi „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, en nú stjórn með flokknum
Kolbeinn Óttarsson Proppé Vill hefja viðræður um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk. Mynd: Pressphotos

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna valdasetu flokksins fyrir kosningar, hefur nú tekið þá afstöðu að Vinstri græn eigi að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

Kolbeinn greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann vildi að Vinstri hreyfingin - grænt framboð, myndi hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Hann var síðan einn þeirra níu af ellefu þingmönnum flokksins sem samþykktu á nýafstöðnum þingflokksfundi flokksins að hefja formlegar viðræður.

Grein KolbeinFyrir kosningarnar eggjaði Kolbeinn Óttarsson Proppé kjósendur að gera upp við Sjálfstæðisflokk.

Fyrir kosningar skrifaði Kolbeinn hins vegar grein í Fréttablaðið þar sem hann skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna „stjórnarhátta“ og „leyndarhyggju“ flokksins og vegna þess að flokkurinn hafi verið of lengi við völd.

„Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum,“ skrifaði Kolbeinn.

„... síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum“

Í greininni leggur Kolbeinn fram aðrar áherslur, svo sem að sýna í verki viljann til að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka,“ skrifaði hann.

Kolbeinn sagði í morgun að það væri í reynd óheiðarlegt að reyna ekki myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

„Fyr­ir kosn­ing­ar sögðum við að við úti­lokuðum ekki neinn. Það væri óheiðarlegt að koma eft­ir kosn­ing­ar og úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Kolbeinn í samtali við mbl.is í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár