Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kolbeinn vildi „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, en nú stjórn með flokknum

Þing­mað­ur Vinstri grænna skor­aði á kjós­end­ur að gera upp­gjör við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í kosn­ing­um og sýna í verki skoð­un sína á „stjórn­ar­hátt­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins“.

Kolbeinn vildi „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ fyrir kosningar, en nú stjórn með flokknum
Kolbeinn Óttarsson Proppé Vill hefja viðræður um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk. Mynd: Pressphotos

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sem skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna valdasetu flokksins fyrir kosningar, hefur nú tekið þá afstöðu að Vinstri græn eigi að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

Kolbeinn greindi frá því í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að hann vildi að Vinstri hreyfingin - grænt framboð, myndi hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Hann var síðan einn þeirra níu af ellefu þingmönnum flokksins sem samþykktu á nýafstöðnum þingflokksfundi flokksins að hefja formlegar viðræður.

Grein KolbeinFyrir kosningarnar eggjaði Kolbeinn Óttarsson Proppé kjósendur að gera upp við Sjálfstæðisflokk.

Fyrir kosningar skrifaði Kolbeinn hins vegar grein í Fréttablaðið þar sem hann skoraði á kjósendur að gera „uppgjör við Sjálfstæðisflokkinn“ vegna „stjórnarhátta“ og „leyndarhyggju“ flokksins og vegna þess að flokkurinn hafi verið of lengi við völd.

„Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum,“ skrifaði Kolbeinn.

„... síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum“

Í greininni leggur Kolbeinn fram aðrar áherslur, svo sem að sýna í verki viljann til að samfélaginu sé stýrt á samfélagslegum forsendum. „Það þarf enginn að velkjast í vafa um hver er stefna fráfarandi stjórnarflokka,“ skrifaði hann.

Kolbeinn sagði í morgun að það væri í reynd óheiðarlegt að reyna ekki myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokknum.

„Fyr­ir kosn­ing­ar sögðum við að við úti­lokuðum ekki neinn. Það væri óheiðarlegt að koma eft­ir kosn­ing­ar og úti­loka Sjálf­stæðis­flokk­inn,“ sagði Kolbeinn í samtali við mbl.is í morgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár