Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

„Það er erfitt að horfa upp á femín­íska koll­ega mína í Vinstri græn­um gang­ast svo fús­lega við mögu­leik­an­um á sam­starfi við flokk sem bein­lín­is vinn­ur gegn hags­mun­um kvenna,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, að­al­samn­inga­mað­ur Pírata í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

Píratar kalla eftir því að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn reyni að sættast og finna samstarfsfleti svo hægt sé að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuafla í íslenskum stjórnmálum. Í ljósi hneykslismála undanfarinna missera sé slíkt heillavænlegra en að hleypa Sjálfstæðisflokknum eða nýstofnuðum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til valda.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, aðalsamningamaður Pírata í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, segir í samtali við Stundina að sér þyki stórundarlegt að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn, tveir yfirlýstir miðjuflokkar, skuli ekki setjast niður og leita lausna. „Leiðtogum þessara tveggja flokka hefur verið tíðrætt um ábyrg og stöðug stjórnmál á opinberum vettvangi en neita þó að axla þessa ábyrgð og finna samvinnufleti svo hægt sé að mynda ríkisstjórn án ráðherra sem tóku þótt í yfirhylmingunni sem sprengdi síðustu ríkisstjórn,“ segir hún. „Þess í stað kýs áhrifafólk í báðum flokkum að standa í einhverri pólitískri stöðutöku í fjölmiðlum án þess að taka nokkurt tillit til stærri hagsmuna. Dæmi um þetta eru staðhæfingar áhrifafólks í Viðreisn um að ESB málið sé skilyrði flokksins fyrir þátttöku í stjórnarmyndun. Þetta sögðu þau þótt augljóst sé að þetta er gjörsamlega óraunhæft skilyrði í því pólitíska landslagi sem myndast hefur eftir kosningar.“ 

Hún segir það vera formanni Viðreisnar til hróss að hafa dregið í land og rétt fram sáttarhönd með yfirlýsingu um að ESB yrði ekki skilyrði fyrir þátttöku Viðreisnar í ríkisstjórn. „En í stað þess að taka augljósu sáttarboði Þorgerðar Katrínar kýs varaformaður Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, að væna Viðreisn um heilagt stríð í pólitískum tilgangi morguninn eftir. Þetta þykir mér hvorki bera merki um þroska né ábyrgð af hálfu flokka sem stöðugt segjast engan útiloka til samstarfs. Beri þeim ekki gæfa til að setja ágreiningsmál sín til hliðar og í það minnsta tala saman munu þau eiga sinn þátt í því að leiða flokkinn sem hylmdi yfir í uppreist æru málinu aftur í sömu stóla og þau hafa misst vegna leyndahyggju og sérhagsmuna.“

Greint hefur verið frá því í fréttum að óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar hafi staðið yfir undanfarna daga milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, þar sem litið er til samstarfs við Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn. Þórhildur Sunna hefur áhyggjur af þessu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við því að hafa gert neitt rangt, hvorki í málunum er varða uppreist æru kynferðisbrotamanna né í öðrum málum þar sem er augljóst að farið var illa með vald og umboð almennings. Ég tel það hættulega braut að halda sig geta endurhæft Sjálfstæðisflokkinn þegar hann getur ekki gengist við einum einustu mistökum, hvað þá viðurkennt að nokkuð athugavert hafi átt sér stað í valdatíð hans. Endurhæfing er ekki möguleg þeim sem neita að líta í eigin barm,“ segir hún. „Eins finnst mér erfitt að horfa upp á femíníska kollega mína í Vinstri grænum gangast svo fúslega við möguleikanum á samstarfi við flokk sem beinlínis vinnur gegn hagsmunum kvenna í sínum eigin ranni, sem og gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ég bind vonir við að þeim snúist hugur og víki af þessari braut í átt til frjálslyndari og jafnréttissinnaðri flokka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár