Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

„Það er erfitt að horfa upp á femín­íska koll­ega mína í Vinstri græn­um gang­ast svo fús­lega við mögu­leik­an­um á sam­starfi við flokk sem bein­lín­is vinn­ur gegn hags­mun­um kvenna,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, að­al­samn­inga­mað­ur Pírata í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Segir vont ef yfirlýstir miðjuflokkar geti ekki talað saman og leitað lausna

Píratar kalla eftir því að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn reyni að sættast og finna samstarfsfleti svo hægt sé að halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum vinstri- og miðjuafla í íslenskum stjórnmálum. Í ljósi hneykslismála undanfarinna missera sé slíkt heillavænlegra en að hleypa Sjálfstæðisflokknum eða nýstofnuðum flokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til valda.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, aðalsamningamaður Pírata í viðræðum um myndun ríkisstjórnar, segir í samtali við Stundina að sér þyki stórundarlegt að Framsóknarflokkurinn og Viðreisn, tveir yfirlýstir miðjuflokkar, skuli ekki setjast niður og leita lausna. „Leiðtogum þessara tveggja flokka hefur verið tíðrætt um ábyrg og stöðug stjórnmál á opinberum vettvangi en neita þó að axla þessa ábyrgð og finna samvinnufleti svo hægt sé að mynda ríkisstjórn án ráðherra sem tóku þótt í yfirhylmingunni sem sprengdi síðustu ríkisstjórn,“ segir hún. „Þess í stað kýs áhrifafólk í báðum flokkum að standa í einhverri pólitískri stöðutöku í fjölmiðlum án þess að taka nokkurt tillit til stærri hagsmuna. Dæmi um þetta eru staðhæfingar áhrifafólks í Viðreisn um að ESB málið sé skilyrði flokksins fyrir þátttöku í stjórnarmyndun. Þetta sögðu þau þótt augljóst sé að þetta er gjörsamlega óraunhæft skilyrði í því pólitíska landslagi sem myndast hefur eftir kosningar.“ 

Hún segir það vera formanni Viðreisnar til hróss að hafa dregið í land og rétt fram sáttarhönd með yfirlýsingu um að ESB yrði ekki skilyrði fyrir þátttöku Viðreisnar í ríkisstjórn. „En í stað þess að taka augljósu sáttarboði Þorgerðar Katrínar kýs varaformaður Framsóknarflokksins, Lilja Alfreðsdóttir, að væna Viðreisn um heilagt stríð í pólitískum tilgangi morguninn eftir. Þetta þykir mér hvorki bera merki um þroska né ábyrgð af hálfu flokka sem stöðugt segjast engan útiloka til samstarfs. Beri þeim ekki gæfa til að setja ágreiningsmál sín til hliðar og í það minnsta tala saman munu þau eiga sinn þátt í því að leiða flokkinn sem hylmdi yfir í uppreist æru málinu aftur í sömu stóla og þau hafa misst vegna leyndahyggju og sérhagsmuna.“

Greint hefur verið frá því í fréttum að óformlegar stjórnarmyndunarþreifingar hafi staðið yfir undanfarna daga milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, þar sem litið er til samstarfs við Samfylkinguna eða Framsóknarflokkinn. Þórhildur Sunna hefur áhyggjur af þessu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gengist við því að hafa gert neitt rangt, hvorki í málunum er varða uppreist æru kynferðisbrotamanna né í öðrum málum þar sem er augljóst að farið var illa með vald og umboð almennings. Ég tel það hættulega braut að halda sig geta endurhæft Sjálfstæðisflokkinn þegar hann getur ekki gengist við einum einustu mistökum, hvað þá viðurkennt að nokkuð athugavert hafi átt sér stað í valdatíð hans. Endurhæfing er ekki möguleg þeim sem neita að líta í eigin barm,“ segir hún. „Eins finnst mér erfitt að horfa upp á femíníska kollega mína í Vinstri grænum gangast svo fúslega við möguleikanum á samstarfi við flokk sem beinlínis vinnur gegn hagsmunum kvenna í sínum eigin ranni, sem og gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Ég bind vonir við að þeim snúist hugur og víki af þessari braut í átt til frjálslyndari og jafnréttissinnaðri flokka.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár