Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landspítalinn vill leita leiða til að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega

Beyene var fyrsti plast­barka­þeg­inn í heim­in­um en mælt er með fjár­hags­að­stoð­inni í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um plast­barka­mál­ið sem kynnt var á mánu­dag. Land­spít­al­inn vill einnig vera millið­ur í sam­skipt­um við Karol­inska-sjúkra­hús­ið um að styðja ekkj­una.

Landspítalinn vill leita leiða til að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega
Hluti harmsögu Afdrif eiginkonu Andemariams Beyene eru hluti þeirrar harmsögu sem plastbarkamálið er sem slíkt. Eiginkona hans hefur ekki fengið greiddar bætur eftir að maður hennar var notað sem tilraunadýr í fyrstu plastbarkaaðgerðinni í heiminum án þess að aðgerðatæknin hefði verið prófað á skepnum áður en barkinn var græddur í hann. Andemariam sést hér með Tómasi Guðbjartssyni. Mynd: Vilhelm Gunnarsson

Landspítalinn leitar nú leiða til að styðja ekkju Andemariams Beyene fjárhagslega en hann varð fyrsti platbarkaþeginn í heiminum árið sem hann var sendur til Svíþjóðar frá íslenska sjúkrahúsinu. Andemariam lést frá eiginkonu sinni og þremur ungum börnum í ársbyrjun 2014 eftir að plastbarkaaðgerð sem átti að bjarga lífi hans reyndist ekki hafa skilað tilætluðum árangri. 

Í skýrslu rannsóknarnefndar um plastbarkamálið sem gerð var opinber á mánudaginn kom fram að nefndin teldi að Landspítalinn ætti að styðja ekkju Andemariams fjárhagslega til að hún geti leitað réttar síns í málinu gegn Karolinska-sjúkrahúsinu. Orðrétt segir um þetta í svari frá Landspítalanum við fyrirspurn Stundarinnar: „Verið er að skoða leiðir til að verða við ráðleggingum nefndarinnar, þar á meðal þessari.“

Leita upplýsinga hjá Karolinska

Þá segir enn fremur í svari Landspítalans að sjúkrahúsið muni óska skýringa frá Karolinska vegna atriða í skýrslunni:  „Landspítali mun óska skýringa hjá KS á upplýsingum sem fram koma í skýrslunni. Í kjölfar þeirra skýringa verður frekar hægt að svara spurningu þinni,“ segir í svari spítalans við fyrirspurn Stundarinnar.

„Telur nefndin því ástæðu til að Landspítali 
taki til athugunar hvort ekki sé rétt að 
veita ekkju ATBs fjárhagsaðstoð“

Hingað til hefur Landspítalinn ekki verið í neinum samskiptum við ekkju Andemariams Beyene en hún þurfti að yfirgefa Ísland eftir andlát eiginmannsins þar sem hún var ekki með dvalarleyfi á Íslandi. Lítið hefur til hennar spurst síðan en óstaðfestar heimildir herma að hún sé nú búsett í Svíþjóð og fari í raun huldu höfði þar sem hún hafi ekki landvistarleyfi. 

Karolinska ekki greitt bætur

Ljóst er að staða ekkjunnar er ekki góð um þessar mundir miðað við fyrirliggjandi upplýsingar og hefur Karolinska-sjúkrahúsið ekki haft samband við hana að fyrra bragði til að greiða henni skaðabætur út af meðferðinni á eiginmanni hennar.  Þetta er eitt af þeim atriðum sem gagnrýnt er í íslensku rannsóknarskýrslunni. 

Um þetta sagði meðal annars í skýrslunni: „Telur nefndin því ástæðu til að Landspítali taki til athugunar hvort ekki sé rétt að veita ekkju ATBs fjárhagsaðstoð svo hún geti ráðið sér lögmann til að fara yfir það hvort um bótaskyld atvik sé um að ræða. Ástæðan er ekki síst sú að mál þetta á sér vart neina hliðstæðu á Íslandi og því er ástæða til að Landspítali sýni sérstakt frumkvæði við að leysa úr málinu á sanngjarnan og farsælan hátt fyrir eiginkonu og þrjá syni ATBs. Í þessu sambandi skal tekið fram að það vekur nokkra undrun að ekkja ATBs hefur komið þeim upplýsingum á framfæri við formann nefndarinnar að KS hafi ekki haft samband við hana til þess að fara yfir mögulega bótaskyldu fyrir þau mistök sem gerð voru í máli ATBs og rakin eru í hinum sænsku rannsóknarskýrslum sem vikið er að í kafla 3 í meginskýrslunni.“ 

Miðað við þetta hefði verið eðlilegt að Karolinska-sjúkrahúsið hefði samband að fyrra bragði við ekkju Andemariams vegna mögulegra skaðabóta til hennar. Landspítalinn virðist hins vegar, öfugt við Karolinska-sjúkrahúsið, ætla að eiga frumkvæði að því að hafa samband við ekkju Andemariams og bjóða fram aðstoð sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár