Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vona að íslenska plastbarkaskýrslan leiði til ákæru gegn Macchiarini í Svíþjóð

Tveir sænsk­ir lækn­ar sem komu upp um Macchi­ar­ini-mál­ið eru af­ar ánægð­ir með skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um plast­barka­mál­ið. Ann­ar þeirra seg­ir að stóra frétt­in í skýrsl­unni sé hvernig Pau­lo Macchi­ar­ini blekkti Tóm­as Guð­bjarts­son til að koma fyrstu plast­barka­að­gerð­inni í kring. Tóm­as hef­ur ver­ið send­ur í leyfi frá störf­um hjá Land­spít­al­an­um.

Vona að íslenska plastbarkaskýrslan leiði til ákæru gegn Macchiarini í Svíþjóð
Vann að rotturannsóknunum Oscar Simonsson, einn af fjórmenningunum sem kom upp um Macchiarini-málið, vann að rannsóknum á rottum sem gerðar voru eftir að búið var að græða plastbarkann í Andemariam Beyene. Fyrst eftir tilraunina á Andemariam var reynt að græða plastbarka í rottur, en án árangurs.

„Íslendingar eru góðir í fótbolta og þið kunnið að gera svona skýrslur,“ segir Karl-Henrik Grinnemo, læknir á Uppsala-sjúkrahúsinu í Svíþjóð sem var einn af þeim fjórum læknum sem upphaflega kærði plastbarkaaðgerðir Paulos Macchiarinis. Grinnemo er búinn að lesa skýrsluna um plastbarkamálið sem birt var í gær og er mjög ánægður með hvað hún er vönduð: „Hér í Svíþjóð hefur aldrei, aldrei, aldrei verið gerð svona ítarleg og nákvæm skýrsla um þetta mál. Það er bara mikill munur á þessari skýrslu og sænsku skýrslunum,“ segir hann en höfundar skýrslunnar eru þau Páll Hreinsson, Georg A. Bjarnason og María Sigurjónsdóttir. 

Niðurstöður skýrslunnar eru mjög skýrar og segir Karl-Henrik aðspurður að þetta sé einn af helstu kostum hennar. „Niðurstöðurnar í hverjum kafla í skýrslunni eru mjög skýrar og gefa litla eða enga möguleika á öðrum túlkunum en nefndin kemst að niðurstöðum um. Sænsku skýrslurnar hafa ekki verið með eins skýrar niðurstöður og hafa verið óljósari.“

Grinnemo og samstarfsfélagar hans Oscar Simonsson, Matthias Corbiasco, og Thomas Fux, fengu meðal annars uppljóstraraverðlaun frá alþjóðlegu samtökunum Transparency International vegna vinnu sinnar við að koma upp um Macchiarini-málið í Svíþjóð.  

Upplýsingar leiði til ákæruKarl-Henrik Grinnemo telur að upplýsingarnar um blekkingar Paulo Macchiarinis eigi að geta leitt til ákæru gegn honum í Svíþjóð.

Hafa sjálfir talað um brot gegn réttindum

Grinnemo segir aðspurður að hann og félagar hans telji að Paulo Macchiarini, Karolinska-sjúkrahúsið og Karolinska-háskólinn hafi brotið gegn mannréttindum Andemariams Beyene og hinna tveggja plastbarkaþeganna sem fengu gervibarka í Svíþjóð. Þetta er ein af niðurstöðum skýrslunnar um plastbarkamálið; niðurstaða sem ekki hefur verið talað um hingað til í sænskum skýrslum um málið. „Já, það er alveg rétt. Við höfum sagt allan tímann að sjúkrahúsið og háskólinn hafi brotið gegn réttindum þessa fólks, þó við höfum ekki notað orðalagið mannréttindabrot. En það var brotið gegn flestum þeirra laga og reglna sem til eru og eiga að gilda um veitingu heilbrigðisþjónustu.“

„Það var brotið gegn flestum þeirra laga og reglna sem til eru og eiga að gilda um veitingu heilbrigðisþjónustu.“

Grinnemo segir líka að hann hafi alltaf mælt með því að Karolinska-sjúkrahúsið og háskólinn eigi að borga skaðabætur til aðstandenda þeirra sem Paulo Macchiarini græddi plastbarka í. Þetta er líka ein af niðurstöðunum í íslensku skýrslunni. „Það voru engin leyfi fyrir þessum aðgerðum, hvorki frá vísindasiðanefnd eða læknisyfirvöldum og það var ekki búið að reyna þessar aðgerðir á dýrum. Þessar stofnanir hafa stofnað þessu fólki í hættu án þess að þetta fólk hafi vitað það fyrirfram. Og það er enginn annar en Macchiarini, sjúkrahúsið og háskólinn sem gerðu þetta,“ segir Karl-Henrik.

Ánægðir með skýrslunaTveir af sænsku læknunum sem komu upp um Macchiarini-málið eru ánægðir með íslensku rannsóknarskýrsluna og telja hana geta blásið lífi í mál ákæruvaldsins sænska gegn Paulo Macchiarini. Myndin var tekin á blaðamannafundi rannsóknarnefndarinnar í gær og sýnir Pál Hreinsson formann hennar kynna niðurstöðurnar.

Skýrslan sýnir blekkingar Macchiarinis

Sænski læknirinn segir að lykilatriði í íslensku skýrslunni sé hvernig Paulo Macchiarini blekkti Tómas Guðbjartsson til að breyta lýsingu sinni á sjúkdómstilfelli og greiningu á krabbameini Andemariams Beyene í aðdraganda aðgerðarinnar til að fá fram réttlætingu á henni. Með þessu er átt við að lýsingu á tilfelli Andemariams hafi verið breytt þannig að tilraunaaðgerð eins og plastbarkaaðgerð hafi verið eina leiðin til að bjarga lífi hans en ekki aðrar aðgerðir. „Við teljum að íslenska rannsóknin geti leitt til þess að ákæruvaldið taki Macchiarini-málið upp aftur og ákæri hann fyrir brot. Og ekki bara Macchiarini heldur líka yfirmenn á sjúkrahúsinu og í háskólanum,“ segir Karl-Henrik, en ákværuvaldið sænska felldi niður rannsókn á máli Macchiarinis fyrr í haust. 

„Þetta eru upplýsingar sem ekki hafa legið fyrir áður. Ég þekki Tómas Guðbjartsson og hann er að mörgu leyti góður maður. Það sem skýrslan sýnir er að Paulo Macchiarini blekkti hann í aðdraganda aðgerðarinnar á Andemariam Beyene til að fá hann til að samþykkja meðferðina sem þessi sjúklingur fékk svo á Karolinska-sjúkrahúsinu. Þetta er það nýja í málinu, þessar blekkingar. Þetta ætti að vera nóg til þess að ákæruvaldið taki málið gegn Paulo Macchiarini upp aftur og ákæri hann,“ segir Karl-Henrik en aðstandendur þeirra sem fengu grædda í sig plastbarka þurfa þá að kæra Macchiarini aftur til ákværuvaldsins í Svíþjóð. 

Oscar Simonsson, annar af fjórmenningunum sem kærðu málið á sínum tíma, tekur undir það að skýrslan sýni blekkingar Macchiarinis. „Að mínu mati getur Ísland verið stolt af því að hafa staðið fyrir svona nákvæmri og ítarlegri rannsókn. Skýrslan sýnir hvernig Macchiarini notaði blekkingar til að ná sínu fram en þetta kom einnig fram í upphaflegri kæru okkar í málinu. [...] Það er einnig gleðiefni að nefndin mælir með því að ekkja íslenska sjúklingsins fái greiddar bætur. Þetta er atriði sem við höfum krafið Karolinska-sjúkrahúsið um í 3 ár.“ 

Leyfi frá störfumTómas Guðbjartsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum út af plastbarkamálinu.

Tómas sendur í leyfi frá störfum 

Í svari frá Landspítalanum um stöðu Tómasar Guðbjartssonar á spítalanum í ljósi niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að hann hafi verið sendur í leyfi frá störfum.

„Það staðfestist að Landspítali ákvað að Tómas Guðbjartsson yrði í leyfi frá störfum um sinn í ljósi heildarhagsmuna.“ 

Orðrétt segir í svarinu: „Landspítali tekur niðurstöður og ábendingar nefndarinnar mjög alvarlega og mun bregðast við þeim. Þegar hefur verið ákveðið að vísa málinu til siðfræðinefndar spítalans, taka upp samskipti við vísindasiðanefnd varðandi ábendingar skýrslunnar, meðal annars um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju sjúklingsins.

Að öðru leyti mun spítalinn taka sér tíma til að rýna skýrsluna gaumgæfilega og bregðast við frekari ábendingum og málum sem upp kunna að koma í þeirri rýni. Það staðfestist að Landspítali ákvað að Tómas Guðbjartsson yrði í leyfi frá störfum um sinn í ljósi heildarhagsmuna.“

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er um fjögurra vikna leyfi frá störfum að ræða í tilfelli Tómasar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Plastbarkamálið

Uppljóstrarar: „Plastbarkamálið er ennþá opið sár“
FréttirPlastbarkamálið

Upp­ljóstr­ar­ar: „Plast­barka­mál­ið er enn­þá op­ið sár“

Tveir af upp­ljóstr­ur­un­um í plast­barka­mál­inu svo­kall­aða, Karl Henrik Grinnemo og Oscar Simons­son, lýsa reynslu sinni af því að segja frá því sem gerð­ist á Karol­inska-sjúkra­hús­inu þar sem þeir unnu. Karl Henrik seg­ist hafa ver­ið með sjálfs­vígs­hugs­an­ir eft­ir að hann varð fyr­ir hefndarað­gerð­um inn­an Karol­inska-sjúkra­húss­ins. Þeir segja að upp­gjör­inu við plast­barka­mál­ið sé hvergi nærri lok­ið í Sví­þjóð og að gera þurfi al­menni­lega rann­sókn á því þar.
Sjúkratryggingar Íslands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plastbarkamálinu
GreiningPlastbarkamálið

Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands voru á „barmi þess“ að brjóta lög í plast­barka­mál­inu

Plast­barka­mál­ið hef­ur ver­ið til um­fjöll­un­ar í ís­lensk­um og sænsk­um fjöl­miðl­um síð­ast­lið­in ár. Viss lúkn­ing er kom­in í mál­ið með end­an­leg­um fang­els­is­dómi yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini. Þrjár ís­lensk­ar rík­is­stofn­an­ir komu að mál­inu, sem stimpl­að hef­ur ver­ið sem lög­brot, en minnst hef­ur ver­ið fjall­að um að­komu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands að því.
Tómas óskaði sjálfur eftir leyfi frá Landspítalanum
FréttirPlastbarkamálið

Tóm­as ósk­aði sjálf­ur eft­ir leyfi frá Land­spít­al­an­um

Lækn­ir­inn Tóm­as Guð­bjarts­son fór í leyfi frá störf­um við Land­spít­al­ann að eig­in frum­kvæði. Hann var lækn­ir And­emariams Beyene sem lést í kjöl­far plast­barkaígræðslu ár­ið 2011. Paolo Macchi­ar­ini, sá sem fram­kvæmdi ígræðsl­una, fékk Tóm­as til að halda því fram að aðr­ar með­ferð­ir væru úti­lok­að­ar fyr­ir And­emariam.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár