Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björn Leví: „Ég mun tryggja þennan meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum“

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ist ganga til stjórn­ar­sam­starfs af ábyrgð og virð­ingu gagn­vart sam­starfs­flokk­un­um. „Við Pírat­ar skilj­um að verk­efn­ið er stærra en við.“

Björn Leví: „Ég mun tryggja þennan meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum“

„Ég mun tryggja þennan meirihluta í erfiðum málum sem auðveldum. Enda ætlum við að leita samráðs og ólíkt þeirri ríkisstjórn sem kolféll er okkur alvara með tilboði um samráð og samvinnu,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í samtali við Stundina. 

Ummæli Björns í gær, um að hann vilji ekki taka þátt í því að keyra mál í gegnum þingið í krafti naums meirihluta, hafa komið upp og orðið tilefni vangaveltna í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata. Þetta staðfesta viðmælendur Stundarinnar úr tveimur flokkum sem segjast þó ekki telja ummælin og afstöðu Björns Levís áhyggjuefni.

„Þetta snýst bara um að ekki er vilji til þess að keyra mál í gegn án nokkurrar tilraunar til samráðs og samtals við aðra flokka og um þetta eru allir flokkarnir sammála,“ segir einn af viðmælendum Stundarinnar. „Ný ríkisstjórn mun til dæmis ekki þröngva ólöglegri dómaraskipan í gegnum þingið framhjá hæfnisnefnd á tveimur dögum með eins atkvæðis meirihluta, svo það sé alveg á hreinu.“

Píratar hafa sætt gagnrýni vegna ummæla Björns, meðal annars frá Agli Helgasyni sjónvarpsmanni og Birni Val Gíslasyni, fyrrverandi varaformanni Vinstri grænna.

Stundin óskaði eftir skýringum frá Birni Leví og spurði hvort hann hygðist ekki taka þátt í að tryggja þingmálum hugsanlegrar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Pírata framgöngu á kjörtímabilinu, jafnvel þegar sú staða kæmi upp að aðeins naumur meirihluti væri fyrir þeim.

„Við Píratar skiljum að
verkefnið er stærra en við“

Í svari sínu segist Björn ætla að standa þétt að baki meirihlutanum. „Ég átta mig á því hvað fellst í að samþykkja ríkisstjórnarsamstarf og geng til þess verkefnis af ábyrgð og virðingu gagnvart samstarfsflokkum Pírata, almenningi og grasrót,“ segir hann. „Við Píratar skiljum að verkefnið er stærra en við og snýst um að ná árangri og umbótum.“

Segir Björn vera heiðarlegasta mann sem hún þekki

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, aðalsamningamaður Pírata í stjórnarmyndunarviðræðunum segist vita og og treysta því að Björn Leví hafi sannfæringu fyrir myndun ríkisstjórnarinnar með flokkunum þremur.

„Píratar þekkja það vel að vera í stjórnarandstöðu þar sem naumur meirihluti hagar sér eins og hann hafi 70 prósent kjósenda á bak við sig í öllum málum. Nú tökum við þátt í stjórnarmyndunarviðræðum sem hafa það beinlínis að markmiði að stunda lýðræðislegt vinnubrögð, stóraukið samráð og betri samskipti gagnvart minnihluta,“ segir Þórhildur Sunna. 

„Breytt vinnubrögð, styrking þingsins og lýðræðislegri menning eru gildi sem Píratar hafa staðið fyrir frá stofnun. Björn Leví stendur heill að baki þessu verkefni að mynda hér stjórn sem hefur þessi gildi að leiðarljósi, rétt eins og allur þingflokkur Pírata. Björn Leví er heiðarlegasti maður sem ég þekki og þegar hann segist standa að sannfæringu að baki samkomulagi þá treysti ég því enda hefur hann ítrekað gefið mér ástæðu til.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár