„Það er voðalega lítill vinskapur okkar á milli. Ég fæ hroll bara af því að hugsa um þá,“ segir Víðir Hólm Guðbjartsson, bóndi á Grænuhlíð í sveitarfélaginu Bíldudal, þegar hann ræðir um samskipti sín og eldislaxfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal. Víðir Hólm hefur staðið í ströngu gagnvart fyrirtækinu og gagnrýnt umhverfisáhrif laxeldis fyrirtækisins á búskap hans og lífsskilyrði á svæðinu.
Víðir Hólm er einn af þeim einstaklingum sem hefur stefnt Arnarlaxi og fleiri aðilum út af starfsemi fyrirtækisins í Arnarfirði og umhverfisáhrifa laxeldisins. Málsóknarfélag var stofnað til þess arna sem í eru fjölmargir aðilar, einstaklingar og veiðiréttarhafar í ýmsum fiskveiðiám. Stefna málsóknarfélagsins gegn Arnarlaxi var þingfest í byrjun þessa árs. Lögmaður hópsins er Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttarlögmaður og laxveiðimaður. Þannig að ljóst er að bóndinn hugsar Arnarlaxi þegjandi þörfina.
Hrafninn eyðilagði heyrúllurnar
Víðir segir að barátta sín hafi litlu skilað. „Ég er búinn að deila á þá opinberlega sem og …
Athugasemdir