Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur biðst afsökunar - var „argur og þreyttur“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks neit­aði að gefa upp akst­urs­greiðsl­ur sem hann þigg­ur frá rík­inu og kvart­aði und­an kostn­aði við lög­fræð­inga Rauða kross­ins. Hann biðst nú af­sök­un­ar.

Ásmundur biðst afsökunar - var „argur og þreyttur“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, biðst afsökunar á orðum sínum um kostnað við lögfræðinga Rauða krossins vegna hælisumsókna.

Ásmundur svaraði fyrr í dag spurningu Fréttablaðsins um akstursgreiðslur, sem hann þiggur, með því að kvarta undan að ekki væri verið að fjalla um kostnað vegna hælisumsókna. 

„Ég var afar illa fyrirkallaður í viðtali við Fréttablaðið í gær. Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur,“ segir Ásmundur, sem neitaði að svara spurningum Fréttablaðsins um akstursgreiðslur sem hann þiggur og spurði á móti: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“

Ásmundur hefur ítrekað kvartað undan kostnaði við hælisleitendur og hefur verið bent á að tölur og staðreyndir sem hann nefnir í því samhengi standast ekki skoðun.

Stundin fjallaði um akstursgreiðslur til þingmanna í haust og leynd yfir þeim, en þar vildi Ásmundur ekki heldur svara um endurgreiðslur sem rynnu í hans vasa. Enn er leynd yfir greiðslum til þingmanna. Aðeins 16 af 63 þingmönnum svöruðu Stundinni um akstursgreiðslur sínar. Samkvæmt núverandi kerfi geta þingmenn keyrt á eigin bifreiðum um kjördæmi sitt og innheimt kostnað úr ríkissjóði. Kostnaðurinn er meiri en af því að leigja bílaleigubíla, þegar þurfa þykir. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir upplýsingarnar einkahagi.

Í kvöld birti Ásmunudur afsökunarbeiðni á Facebook: „Síðustu tveir dagar hafa verið mér þungir í skauti og ég var afar illa fyrirkallaður í viðtali við Fréttablaðið í gær. Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin á ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningaleik.

„Í dag steig ég þung skref sem varð að stíga“

Í dag steig ég þung skref sem varð að stíga en vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum. 

Ég er bara mannlegur og breiskur maður sem geri mistök en get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“

Ásmundur hefur enn ekki svarað um þær akstursgreiðslur sem hann hefur þegið. „Ég er bara mjög duglegur að sækja mitt kjördæmi,“ sagði hann við Stundina í september.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár