Nafn: Páll Ásgeir Davíðsson
Fæðingardagur og ár: 26. janúar 1970
Starf: Lögfræðingur
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?
Það er lítil en innileg stund í lífi mínu sem faðir. Augnablikið þegar stelpan mín kemur hlaupandi í fangið á mér þegar ég sæki hana í umgengni.
Líf eftir þetta líf?
Já, pottþétt. Þótt ég hafi lært mikið í þessu lífi á ég svo mikið eftir. Mér, og okkur öllum, veitir ekki af meiri tíma til þess að halda áfram að þroskast og finna hver við erum.
Ertu pólitískur?
Já, mjög, en ekki í skilningi hefðbundinna flokkadrátta. Pólitík snýst um hvernig ákvarðanir eru teknar fyrir polis, hið mannlega samfélag, hvernig valdi er beitt, auðlindir nýttar o.s.frv. Mannkynið hefur reynt ótal form frá feðraveldi til lýðveldis, og það er þessi þróun sem ég er virkur þátttakandi í. Þetta geri ég annars vegar sem lögmaður sem framfylgir rétti fólks hér á landi …
Athugasemdir