Byltingin í Rússlandi var einn af meginviðburðum 20. aldar og margt af því sem fylgdi í kjölfarið, kalda stríðið, Maó í Kína og meira að segja seinni heimsstyrjöldin hefði verið óhugsandi án hennar eða að minnsta kosti tekið á sig afar breyttar myndir. Og vafalítið hefði kommúnisminn ratað til Íslands fyrr eða síðar í einhverri mynd, það gerði hann nánast alls staðar á þessum árum. En það kann að virðast undarlegt að hann náði nokkuð meiri útbreiðslu hér en í nágrannalöndunum, og Ísland var eitt Norðurlanda þar sem kommúnistar urðu sterkari en sósíaldemókratar. Var eitthvað í eðli þjóðarinnar sem gerði hana móttækilegri fyrir byltingarsinnuðum kommúnisma en Norðmenn eða Svía, eða skipti það ef til vill einhverju máli með hvaða hætti hugmyndastefna þessi kom til landsins?
Í það minnsta átti hún hér öfluga málsvara. Í grein sinni …
Athugasemdir