Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ekki vitað hvort skattalagabrot hafi fyrnst vegna tafa og skilyrða ráðuneytisins

„Af hálfu rík­is­skatt­stjóra hef­ur ekki ver­ið gerð sér­stök könn­un á því hvort að mál hafi fyrnst frá því að skatt­rann­sókn­ar­stjóra buð­ust gögn­in til kaups og þang­að til geng­ið var frá þeim,“ seg­ir í skýrslu fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um skatt­tekj­ur, skatt­rann­sókn­ir og skatteft­ir­lit.

Ekki vitað hvort skattalagabrot hafi fyrnst vegna tafa og skilyrða ráðuneytisins

Ekki liggur fyrir hvort eða hve mörg skattalagabrot hafi fyrnst meðan skattrannsóknarstjóri beið þess að fjármála- og efnahagsráðuneytið gæfi embættinu grænt ljós á að kaupa gögn um Íslendinga á aflandssvæðum um nokkurra mánaða skeið árin 2014 og 2015.

Gögnin voru ekki keypt fyrr en um ári eftir að þau buðust, meðal annars vegna aðkomu fjármálaráðuneytisins sem fól í sér að skattrannsóknarstjóra voru sett skilyrði sem embættinu reyndist örðugt að uppfylla. Kaupin á gögnunum hafa nú þegar margborgað sig ef miðað er við samanburð á kaupverði gagnanna og endurálagningar skatta á grundvelli upplýsinganna sem þar var að finna. 

„Af hálfu ríkisskattstjóra hefur ekki verið gerð sérstök könnun á því hvort að mál hafi fyrnst frá því að skattrannsóknarstjóra buðust gögnin til kaups og þangað til gengið var frá þeim,“ segir í skýrslu fjármála- og efnahagsráðherra um skatttekjur, skattrannsóknir og skatteftirlit sem var á meðal hinna fjölmörgu mála sem lögð voru fram á Alþingi fyrir þinglok í september. 

Skýrslan var unnin að beiðni þingmanna og fjallar um þau atriði sem óskað var eftir að tekin yrðu til umfjöllunar. Var spurt sérstaklega um kaup skattrannsóknarstjóra á gögnum um aflandseignir Íslendinga, meðal annars hvort einhver mál hefðu fyrnst frá því að yfirvöldum buðust gögnin og þar til gengið var frá kaupunum. 

„SRS tók ekki ákvörðun um rannsókn í málum sem tengjast umræddum kaupum fyrr en eftir að þau áttu sér stað. Það liggur ekki fyrir að brot hafi fyrnst vegna þessarar ástæðu,“ segir í svari frá embætti skattrannsóknarstjóra sem vísað er til í skýrslunni. Þá kemur fram að engin könnun hafi verið gerð á því hvort mál hafi fyrnst á umræddu tímabili. 

Eins og Stundin fjallaði ítarlega um í fyrra urðu skilyrði sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra til kaupa á gögnum um aflandsfélög Íslendinga til þess að málið dróst á langinn. Þegar Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra, fundaði með skattrannsóknarstjóra um hugsanleg kaup á gögnunum var ekki vitað að þar væri að finna upplýsingar um aflandsfélag fjármálaráðherra sjálfs, Falson & Co, né hafði verið greint frá því að faðir ráðherra hefði átt félag á Tortólu, notfært sér þjónustu lögmannsstofunnar Mossack Fonseca og væri því einnig líklegur að vera í gögnunum sem embættinu stóð til boða að kaupa. 

Þann 4. febrúar 2015 gagnrýndi Bjarni Benediktsson embætti skattrannsóknarstjóra harðlega í viðtali RÚV. Sagði hann að kaup á gögnum um aflandseignir Íslendinga hefðu þvælst fyrir embættinu alltof lengi og að málið „strandaði svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu“. Skömmu síðar kom í ljós að þegar ráðherra lét þessi orð falla var skattrannsóknarstjóri í biðstöðu vegna skilyrða sem ráðuneyti Bjarna hafði sett embættinu. Skattrannsóknarstjóri hafði þá nýverið sent ráðuneytinu bréf sem ekki hafði verið svarað. 

Gögn sem Stundin fékk aðgang að á grundvelli upplýsingalaga sýndu að skattrannsóknarstjóri hafði sendi fjármálaráðuneytinu tölvupóst í desember 2014 þar sem fram kom að svo virtist sem fjölmiðlaumræða væri að fara af stað á þá lund að tafir á kaupum gagnanna væru embættinu að kenna. Með ummælum sínum skömmu síðar ýtti Bjarni undir að dregin væri upp slík villandi mynd af stöðu málsins og fann því skattrannsóknarstjóri sig knúna til að leiðrétta orð hans. Sagðist hún slegin yfir ummælum ráðherra.

Eftir að samskipti ráðherra við skattrannsóknarstjóra höfðu vakið fjölmiðlaathygli fékk skattrannsóknarstjóri loks vilyrði fyrir því að kaupa gögnin. Kaupin gengu í gegn um sumarið, en þá var liðið um ár síðan embættinu var tjáð að gögnin stæðu til boða. 

Sérfræðingum í stjórnsýslurétti, sem Stundin ræddi við þegar fjallað var um málið í fyrra bar saman um að aðkoma fjármálaráðherra kynni að hafa verið á gráu svæði með tilliti til óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar um hæfi.

Þá vöknuðu fleiri og almennari spurningar vegna skilyrðanna sem fjármálaráðuneytið setti skattrannsóknarstjóra. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, skrifaði um stöðu ráðuneytisins og skattyfirvalda í málinu þann 27. september 2014, löngu áður en upplýst var um aðkomu Bjarna og föður hans að viðskiptum í gegnum aflandsfélög, og lagði áherslu á að framkvæmd skattalaga yrði að vera óháð pólitísku valdi og afskipti ráðherra sem allra minnst. „Aðkoma fjármálaráðherra eða annarra pólitískra stjórnvalda að þessu máli á ekki að vera á neinum öðrum grundvelli en þeim að tryggja skattyfirvöldum nægilegt fé til að sinna verkefnum sem þeim er falið lögum samkvæmt,“ skrifaði Indriði.

Eins og fram kom í vor reyndust kröfur vegna endurálagningar á grundvelli gagnanna sem skattrannsóknarstjóri keypti umtalsvert meiri en kostnaðurinn við kaupin á gögnunum. Kaupin kostuðu 37 milljónir króna en að því er fram kemur í skýrslu ráðherra sýna gögnin að „undandregnir skattstofnar nema allt að nokkrum hundruðum milljónum króna í einstökum málum“. Ekki eru þó komnar nákvæmar upplýsingar um heildarumfang þeirra upplýsinga sem um ræðir og undandreginna skattstofna né eru til upplýsingar um hvort mál hafi fyrnst vegna tafanna á kaupum gagnanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár