Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hafnar því að flokkurinn sé að „hlaupast undan þessari fjármálaáætlun“

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ir flokk­inn kann­ast vel við fjár­mála­áætl­un frá­far­andi rík­is­stjórn­ar og að flokk­ur­inn sé ekki á flótta und­an henni þrátt fyr­ir kosn­ingalof­orð sem stang­ast á við út­gjalda- og tekjur­amma áætl­un­ar­inn­ar.

Hafnar því að flokkurinn sé að „hlaupast undan þessari fjármálaáætlun“

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hafnar því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hlaupast undan fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar með því að lofa bæði 100 milljarða viðbótarútgjöldum til innviðauppbyggingar og stórfelldum skattalækkunum á næsta kjörtímabili.

„Það er enginn að hlaupast undan þessari fjármálaáætlun,“ sagði hún í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær eftir að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði bent á að kosningaloforð stjórnarflokkanna væru á skjön við útgjalda- og tekjuramma fjármálaáætlunarinnar sem stjórnarmeirihlutinn samþykkti fyrr á árinu. Sigríður sagði Sjálfstæðisflokkinn kannast vel við fjármálaáætlunina og ekki vera á flótta undan þeirri framtíðarsýn sem þar birtist. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og oddviti Viðreisnar í Kraganum, sagði í viðtali við Stundina á mánudag að loforðin um 100 milljarða útgjaldaaukningu og stórfelldar skattalækkanir væru til marks um örvæntingu og að Sjálfstæðisflokkurinn væri að „fara fram úr sér í kosningabaráttu“. 

Þorsteinn Víglundsson, samráðherra hennar í starfsstjórninni, hefur tekið tekið í sama streng. „Flokkurinn hlýtur að þurfa að útskýra hvar eigi að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna þetta. Það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að. Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ skrifaði hann nýlega á Facebook. 

Stefna Bjartrar framtíðar í efnahagsmálum er óljós en bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa kynnt kosningaloforð sem munu fela í sér breytingar á gildandi fjármálaáætlun. Viðreisn vill aðeins 11,5 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við aukningu fjármálaáætlunar sem renni til heilbrigðis- og velferðarmála, menntakerfisins, byggðamála og löggæslu. Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar 100 milljarða útgjaldaaukningu vegna innviðauppbyggingar, fjármagnaða með einskiptistekjum í formi óreglulegra arðgreiðslna vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, samhliða tugmilljarða skattalækkana á fólk og fyrirtæki. Vinstriflokkarnir boða einnig tugmilljarða útgjaldaaukningu og vilja fjármagna hana með aukinni gjaldtöku af auðlindum, auknum álögum á hátekju- og stóreignafólk og arðgreiðslum úr bönkunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár