Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hafnar því að flokkurinn sé að „hlaupast undan þessari fjármálaáætlun“

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra seg­ir flokk­inn kann­ast vel við fjár­mála­áætl­un frá­far­andi rík­is­stjórn­ar og að flokk­ur­inn sé ekki á flótta und­an henni þrátt fyr­ir kosn­ingalof­orð sem stang­ast á við út­gjalda- og tekjur­amma áætl­un­ar­inn­ar.

Hafnar því að flokkurinn sé að „hlaupast undan þessari fjármálaáætlun“

Sigríður Andersen, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hafnar því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að hlaupast undan fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar með því að lofa bæði 100 milljarða viðbótarútgjöldum til innviðauppbyggingar og stórfelldum skattalækkunum á næsta kjörtímabili.

„Það er enginn að hlaupast undan þessari fjármálaáætlun,“ sagði hún í kosningaþætti Stöðvar 2 í gær eftir að Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, hafði bent á að kosningaloforð stjórnarflokkanna væru á skjön við útgjalda- og tekjuramma fjármálaáætlunarinnar sem stjórnarmeirihlutinn samþykkti fyrr á árinu. Sigríður sagði Sjálfstæðisflokkinn kannast vel við fjármálaáætlunina og ekki vera á flótta undan þeirri framtíðarsýn sem þar birtist. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og oddviti Viðreisnar í Kraganum, sagði í viðtali við Stundina á mánudag að loforðin um 100 milljarða útgjaldaaukningu og stórfelldar skattalækkanir væru til marks um örvæntingu og að Sjálfstæðisflokkurinn væri að „fara fram úr sér í kosningabaráttu“. 

Þorsteinn Víglundsson, samráðherra hennar í starfsstjórninni, hefur tekið tekið í sama streng. „Flokkurinn hlýtur að þurfa að útskýra hvar eigi að skera niður í ríkisrekstrinum til að fjármagna þetta. Það er augljóst að það er ekki svigrúm fyrir þessar skattalækkanir í nýsamþykktri ríkisfjármálaáætlun sem flokkurinn stóð að. Varla á að skera niður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu til að fjármagna skattalækkanir Sjálfstæðisflokksins?“ skrifaði hann nýlega á Facebook. 

Stefna Bjartrar framtíðar í efnahagsmálum er óljós en bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn hafa kynnt kosningaloforð sem munu fela í sér breytingar á gildandi fjármálaáætlun. Viðreisn vill aðeins 11,5 milljarða útgjaldaaukningu til viðbótar við aukningu fjármálaáætlunar sem renni til heilbrigðis- og velferðarmála, menntakerfisins, byggðamála og löggæslu. Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar 100 milljarða útgjaldaaukningu vegna innviðauppbyggingar, fjármagnaða með einskiptistekjum í formi óreglulegra arðgreiðslna vegna lækkunar eiginfjár viðskiptabankanna, samhliða tugmilljarða skattalækkana á fólk og fyrirtæki. Vinstriflokkarnir boða einnig tugmilljarða útgjaldaaukningu og vilja fjármagna hana með aukinni gjaldtöku af auðlindum, auknum álögum á hátekju- og stóreignafólk og arðgreiðslum úr bönkunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár