Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Almannatengslafyrirtækið fékk 3,7 milljónir í september

Bur­son Marstell­er fór fram á það fyr­ir hönd ís­lenskra stjórn­valda að fjöl­miðl­ar fjar­lægðu eða breyttu frétt­um og pistl­um þar sem fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar var sett í sam­hengi við upp­reist æru barn­aníð­inga, upp­lýs­inga­leynd í mál­um þeirra og bar­áttu ís­lenskra kvenna gegn þögg­un.

Almannatengslafyrirtækið fékk 3,7 milljónir í september

Almannatenglafyrirtækið Burson Marsteller fékk 3,7 milljónir fyrir að vernda orðspor Íslands á erlendri grundu í september þegar stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið. Störf fyrirtækisins fyrir íslensk stjórnvöld fól meðal annars í sér að farið var fram á að fjölmiðlar fjarlægðu eða breyttu fréttum og pistlum þar sem fjallað var um tengsl stjórnarslitanna á Íslandi við uppreist æru barnaníðinga og upplýsingaleynd í málum þeirra.

Stjórnarráðið er með fastan samning við Burson Marsteller og greiðir fyrirtækinu um 3,7 milljónir á mánuði, en í september var mikið kapp lagt á að hafa áhrif á umfjöllun erlendra miðla um fall ríkisstjórnarinnar og aðdraganda þess. 

Stundin greindi frá því í byrjun október að Burson Marsteller hefði meðal anars reynt að fá stórblaðið Washington Post til að breyta eða fella út setningu um þátt kvenna í atburðunum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin féll. Meginkrafa ríkisstjórnarinnar var þó sú að pistill um málið yrði fjarlægður en Washington Post varð ekki við þeirri beiðni. RÚV greindi svo frá því þann 6. október að Burson Marsteller hefði aðstoðað íslensk stjórnvöld við að gera athugasemdir við umfjöllun hjá a.m.k. 11 fjölmiðlum.

Upplifa framhald af þögguninni

Stundin sendi utanríkisráðuneytinu upplýsingabeiðni um málið og fékk svar í gær. Þar kemur fram að stjórnarráðið sé með fastan samning við Burson Marsteller sem hljóði upp á 27.000 sterlingspund á mánuði eða rúmar 3,7 milljónir íslenskra króna á verðlagi dagsins í dag. Ofan á þetta bætist umsýslukostnaður, en verðið hafi verið óbreytt frá árslokum 2014. 

Konurnar sem voru beittar kynferðisofbeldi af Robert Downey á unglingsárunum hafa furðað sig á framgöngu ríkisstjórnarinnar og almannatengslafyrirtækisins í kjölfar stjórnarslitanna.

„Það að krefja Washington Post um að fjarlægja pistil þar sem fjallað er um #höfumhátt og mótmæli okkar er auðvitað bara enn ein tilraunin til þöggunar,“ sagði Nína Rún Bergsdóttir í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar. „Þarna er verið að reyna að kæfa okkar raddir og alla þá baráttu sem við höfum háð undanfarna mánuði. Þetta er líka í anda þeirrar miklu vanvirðingar sem við höfum upplifað frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins allt frá því að baráttan hófst.“

„Hvern er verið að vernda með þessu bréfi?“

„Rík­is­stjórn lands­ins féll, ekki vegna pen­inga, ekki vegna póli­tísks ágrein­ings at­vinnu­stjórn­mála­manna, held­ur vegna þess að kon­ur höfðu hátt,“ segir í ályktun sem Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér þann 15. september. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld hafi reynt, í samstarfi við Burson Marsteller, að koma í veg fyrir að þessi túlkun á atburðarás stjórnarslitanna nái fótfestu utan landsteina. Í tölvupósti sem fyrirtækið sendi Washington Post fyrir hönd ríkisstjórnarinnar var gerð sérstök athugasemd við slíka frásögn og hún sögð afbökun á raunveruleikanum. „Hvern er verið að vernda með þessu bréfi? Barnaníðinga og pólitíkusa? Það er alveg ljóst að þetta bréf er eingöngu skrifað til að verja orðspor Sjálfstæðisflokksins, ekki annarra,“ sagði Anna Katrín Snorradóttir, einn af brotaþolum Roberts Downey, þegar Stundin ræddi við hana um málið á dögunum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefur sett fram sams konar gagnrýni. Nýlega tjáði hún sig um baráttu kvennanna á Facebook og sagði ríkisstjórnina vera farna „að beita brögðum og ráðum og almannatengslafyrirtækjum til þess að falsa söguna og draga úr trúverðugleika þeirra á alþjóðavísu.“

Sérstakt Íslandsteymi vinnur með ráðuneytum

Guðlaugur Þór Þórðarsonutanríkisráðherra

Störf Burson-Marsteller fyrir íslensk stjórnvöld hafa verið af ýmsu tagi undanfarin ár. 

„Stjórnarráðið hefur átt samstarf við alþjóðlega almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller í London um víðtæka ráðgjöf, greiningarvinnu, almannatengsl og fjölmiðlavöktun frá haustinu 2012 með hléum; fyrri hluta áranna 2014 og 2016,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar. 

Nokkrir almannatenglar hjá Burson-Marsteller mynda sérstakt Íslandsteymi sem hefur unnið með starfsmönnum og embættismönnum margra ráðuneyta að margvíslegum verkefnum, svo sem í tengslum við afnám gjaldeyrishafta, upplýsingamiðlun vegna vogunarsjóða, fríverslunarmál og hvalveiðar. Beinast störf fyrirtækisins fyrir stjórnarráðið oftar en ekki að fleiri en einum málaflokki samtímis.

„Mánaðargreiðslur til Burson-Marsteller eru fastar og hljóðar samningurinn (e. retainer contract) upp á 27.000 sterlingspund á mánuði, eða rúmar 3.7 milljónum kr. á núverandi verðlagi, auk umsýslukostnaðar, og hefur verðið verið óbreytt frá árslokum 2014,“ segir í svarinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár