Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið

Stjórn­mála­flokk­arn­ir lofa all­ir ann­að hvort hækk­un frí­tekju­marks eða af­námi skerð­inga vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara. Hag­deild ASÍ bend­ir á að það gagn­ist að­eins þeim ell­efu pró­sent elli­líf­eyr­is­þega sem hafa at­vinnu­tekj­ur, en mis­muni öðr­um.

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið
Út úr fátæktargildrunni Frá fundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói á dögunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hagdeild ASÍ segir hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega eingöngu gagnast þeim ellefu prósentum ellilífeyrisþega sem hafa atvinnutekjur, en mismuna þeim ellilífeyrisþegum sem ekki eru á vinnumarkaði því lífeyrissjóðstekjur þeirra myndu eftir sem áður skerða ellilífeyri. Aðgerðin gagnist því verst stöddu lífeyrisþegunum lítið. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kosningaloforð stjórnmálaflokka sem birtist í síðasta tölublaði. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn vilja að frítekjumark atvinnutekna eldri borgara verði hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Píratar vilja einnig hækka frítekjumarkið, án þess að nefna ákveðna fjárhæð, auk þess að afnema allar skerðingar á tekjur eldri borgara. Samfylkingin vill hækka frítekjumarkið upp í 109 þúsund krónur strax og meira síðar.

„Frítekjumarkið var 109 þúsund fram að síðustu áramótum þegar það var lækkað í 25 þúsund krónur. Nú eru allar tekjur teknar inn, þar á meðal fjármagnstekjur, og það hefur mikil áhrif á afkomu ellilífeyrisþega,” sagði Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, nýlega í samtali við Stundina. Fyrir kosningarnar 2013 sendi Bjarni Benediktsson ellilífeyrisþegum bréf fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og lofaði að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Annað kom á daginn.

Viðreisn vill „afnema frítekjumarkið með öllu“ eins og Benedikt Jóhannesson, sem nýlega lét af formennsku í flokknum, sagði í útvarpsviðtali á dögunum. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði svo á fundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói að hann vildi hvetja til aukinnar þátttöku eldri borgara í samfélaginu.

Framsóknarflokkurinn vill afnema skerðingar vegna atvinnutekna eldri borgara svo þeir sem vilja og geta unnið fái tækifæri til þess og einnig Björt framtíð og Miðflokkurinn. Flokkur fólksins vill ekki aðeins fella brott skerðingar vegna atvinnutekna heldur einnig afnema skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða til einstaklinga.  

Útgjöld vegna ellilífeyris myndu aukast um 43 milljarða

Miðflokkurinn vill afnema allar tekjutengingar í bótakerfi ellilífeyrisþega. Hagdeild ASÍ bendir á að fjöldi landsmanna 67 ára og eldri sé tæplega 41 þúsund manns.„Afnám tekjutenginga almannatrygginga myndi auka útgjöld til ellilífeyris um að minnsta kosti 60 prósent, eða að minnsta kosti 43 milljarða. Þessi breyting mun þó ekki skila bættum kjörum til verst settu ellilífeyrisþeganna og er ófjármögnuð,“ segir í umsögn ASÍ. 

Píratar vilja afnema tekjuskerðingar námslána og ellilífeyris, en hagdeild ASÍ bendir aftur á að afnám tekjuskerðinga í mikilvægum framfærslukerfum eins og námslánum og almannatryggingum séu mjög dýrar aðgerðir sem skili þeim verst stöddu litlu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár