Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðreisn vildi 4 prósent kvótans á uppboð árlega og samninga til 25 ára

Hanna Katrín Frið­riks­son, full­trúi Við­reisn­ar í nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi, lagði til að veiði­gjöld yrðu af­lögð og í stað­inn yrðu laus­ir samn­ing­ar seld­ir á mark­aði og gerð­ir á einka­rétt­ar­leg­um grunni.

Viðreisn vildi 4 prósent kvótans á uppboð árlega og samninga til 25 ára

Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi sem nú er hætt störfum, lagði fram tillögu um að gerðir yrðu 25 ára nýtingarsamningar við útgerðir með árlegu uppboði 4 prósenta aflahlutdeilda og að um leið yrðu veiðigjöld afnumin.

Þetta kemur fram í greinargerð Þorsteins Pálssonar, formanns nefndarinnar, sem segist hafa slitið störfum nefndarinnar vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins við breytingar á núverandi fyrirkomulagi fiskveiða og gjaldtöku í sjávarútvegi. 

Greinargerðina er að finna á vef stjórnarráðsins og birtir hann þar vinnugögn nefndarinnar, meðal annars tillögu Viðreisnar um framkvæmd gjaldtöku af sjávarútvegsauðlindinni. 

Í minnisblaði Hönnu Katrínar, þar sem gjaldtökuhugmyndirnar eru settar fram, er lagt til að gerðir verði „nýtingarsamningar í samræmi við álit sáttanefndar undir forystu Guðbjarts Hannessonar frá 2010 og drög að frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar frá 2014 og með tilvísun í hugmyndir Jóns Gunnarssonar frá 2016“. 

Minnisblaðið

Yrðu samningarnir einkaréttarlegs eðlis og samhliða þeim yrðu veiðigjöld aflögð. „Núverandi gjaldtöku verði hætt, en í stað þess verði lausir samningar seldir á markaði. Öll íslensk fiskiskip með leyfi til veiða geti keypt aflahlutdeild á markaði, í samræmi við gildandi reglur,“ segir í skjalinu. „Reglur um rétt til kaupa og sölu á aflamarki og aflahlutdeild, sem og um hámarkseign einstakra aðila, verði óbreyttar frá núverandi fyrirkomulagi.“

Með umræddu fyrirkomulagi yrði nýtingarsamningum í upphafi úthlutað til núverandi eigenda aflahlutdeildar þannig að 4 prósent samninga yrði laus á hverju ári. Samið yrði til 25 ára og myndi hluti tekna af sölu aflahlutdeilda renna í sjóð sem hefði það verkefni að efla byggð utan höfuðborgarsvæðisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár