Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Páll Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­al­ans, svar­aði Þor­steini Víg­lunds­syni full­um hálsi þeg­ar ráð­herra lagði áherslu á hag­ræð­ingu og fram­leiðniaukn­ingu í heil­brigðis­kerf­inu og sagði að alltaf yrði kvart­að und­an lág­um fjár­fram­lög­um til spít­al­ans.

Fékk nóg af hagræðingartali ráðherra: „Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta“

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, lagði áherslu á hagræðingu og framleiðniaukningu í heilbrigðiskerfinu á fundi Læknaráðs með fulltrúum stjórnmálaflokka sem haldinn var í síðustu viku.

Sagði ráðherra að umræðan um fjármögnun spítalans væri á svipuðum stað í dag og hún var fyrir 5, 10 eða jafnvel 20 árum. Alltaf væri krafist aukinna fjárveitinga til heilbrigðismála. „Ég held að við munum aldrei komast á þann punkt að við fáum yfirlýsingu frá Landspítalanum: ‘Þetta er komið nóg’. Ég bíð allavega spenntur eftir þeim degi. Það þýðir ekki að það eigi ekki að bæta í,“ sagði Þorsteinn. 

„Ég get bara sagt, komandi úr einkageiranum, það er ekkert fyrirtæki sem býr við það umhverfi“

„Hvernig getum við nýtt fjármagnið betur? Það er alltaf og verður alltaf að vera undirliggjandi krafa. Það er talað um aðhaldskröfur. Ég get bara sagt, komandi úr einkageiranum, það er ekkert fyrirtæki sem býr við það umhverfi að geta fengið verðhækkanir sem nema verðlagi og launakostnaði. Það er alltaf krafa um einhvers konar framleiðniaukningu inni í kerfinu. Opinber rekstur þarf að gangast undir slíka framleiðniaukningu líka. Það er auðvitað bara grundvöllurinn fyrir því að við náum framgangi í kerfinu.“ Þá hvatti hann til þess að leitað yrði leiða til að „gera hlutina betur, hagkvæmar, skilvirkar,“ en tók um leið undir að Landspítalinn yrði að geta staðið undir þeirri þjónustu sem gerð er krafa um að sé veitt.“ 

Stjórnlaus og vælandi peningahít?

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, furðaði sig á áherslum Þorsteins og spurði hvort hann væri að dylgja um stjórnendur og starfsmenn Landspítalans.

„Ég vil að þú sannfærir mig um að þú sért ekki að koma hérna með dylgjur inn á Landspítala í garð okkar sem hér störfum þegar þú talar um að það sé nú aldrei hægt að setja nóg í heilbrigðiskerfið, eins og við séum bara vælandi og einhver óstöðvandi hít,“ sagði Páll. Þá benti hann á að Landspítalinn hefði þurft að gangast undir strangar aðhaldskröfur um margra ára skeið, ekki síst á kreppuárunum.

„Við erum búin að vera að hagræða, við hagræddum hér um 20 prósent eftir hrun. Og það kostaði mikið, bæði hvað varðar þjónustu, mannauð og ekki síst vísindastarf. Það er eitt, annað er það að ár eftir ár var aldrei gert  ráð fyrir álagsaukningu sem var í raun 2 prósent hjá okkur. Þetta var í raun 2 prósenta hagræðingarkrafa,“ sagði Páll. „Ég bara frábið mér þessar dylgjur. Við erum hér alla daga að reyna gera okkar besta, að nýta fjármagnið sem best, en það vantar virkilega mikið.“

Þorsteinn fékk aftur orðið, lýsti undrun sinni á þeim skilningi sem Páll hafði lagt í orð hans og áréttaði að það hefði ekki verið ætlun hans að dylgja um starfsmenn spítalans. Hann væri meðvitaður um það góða starf sem stjórnendur ynnu. Ummælin um þörfina á hagræðingu bæri ekki að skilja sem gagnrýni á rekstur spítalans.

Stundin fjallaði um það í vor hvernig Þorsteinn var staðinn að því að setja fram rangar tölur um útgjöld til Landspítalans, en á sama tíma sakaði hann stjórnendur spítalans um talnaleikfimi. 

Blaðamaður Stundarinnar sendi Þorsteini Víglundssyni og aðstoðarmönnum hans tvívegis fyrirspurn þar sem óskað var eftir skýringum á málflutningi ráðherra og spurt hvort ráðherra hygðist biðjast afsökunar á því að hafa sett fram rangfærslur um fjármál spítalans. Engin svör bárust.

Landspítalinn fær minna en stjórnendur telja nauðsynlegt

Í fjárlagafrumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar var gert ráð fyrir að fjárveitingar vegna þjónustu og reksturs Landspítalans ykjust um tæpar 600 milljónir á árinu 2018. Þetta er umtalsvert minni aukning en stjórnendur spítalans hafa fullyrt að sé nauðsynleg til að tryggja viðunandi þjónustu við sjúklinga.

Samkvæmt sama frumvarpi fellur tímabundið framlag vegna hjúkrunar- og dvalarrýma, meðal annars til að mæta útskriftarvanda Landspítalans, niður á komandi fjárlagaári auk þess sem rekstrargrunnur hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækkar um tæplega hálfan milljarð.

Í forstjórapistli Páls Matthíassonar í dag kemur fram að Landspítalinn telji nauðsynlegt að fá 600 milljónir króna í fjárlögum ársins 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Bent er á að í fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir 3,8 milljörðum króna á næstu 5 árum til að fjölga heilbrigðisstarfsfólki á Landspítala. Hins vegar hafi aðeins 60 milljónir verið settar til verkefnisins í fjárlagafrumvarpi ársins 2018. „Landspítali telur þurfa að tífalda þá upphæð, þannig að hún nemi að lágmarki 600 milljónum króna á árinu 2018,“ segir í pistlinum. „Ef sú upphæð fæst, mun Landspítali nýta hana til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga almennt og til að minnka vaktabyrði og bæta grunnkjör þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa í vaktavinnu.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár