Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Að horfast í augu við forréttindi sín

Ir­is Edda Nowen­stein er þakk­lát fyr­ir að hafa feng­ið að al­ast upp á Ís­landi.

Að horfast í augu við forréttindi sín

Ég hugsa oft um það hvað ég er þakklát fyrir að hafa alist upp á Íslandi, og sérstaklega fengið að læra íslensku. Ég er talmeinafræðingur og doktorsnemi í íslenskri málfræði, og ég geri í rauninni ekkert annað en að pæla í íslensku og fólkinu sem talar hana. En samt á ég franska mömmu og argentískan pabba, þannig að það er kannski undarlegt að ég endi á þessum stað í lífinu, en það er handahófskennd röð atvika og margar tilviljanir sem leiddu að því að við fluttum saman til Íslands 1997 þegar ég var sex ára.

Það er óþægileg tilfinning að hugsa til þess hvað þetta var lítið mál fyrir okkur, miðað við hvað þetta er erfitt fyrir aðra. Að það sé svona mikill munur á réttindum manns eftir því hvar maður fæddist og hvaða vegabréf maður kemur með til Íslands; að það ráði því hvort fólk fái tækifæri til að búa hér og skila sínu til samfélagsins. Það virkar eins og svo mikill geðþótti í því að við höfum fengið að koma til Íslands, á meðan aðrar fjölskyldur sem fæddust bara nokkrum hundruð kílómetrum frá okkur fá ekki sömu tækifæri.

Þetta snýst ekkert um hverju maður getur skilað af sér, eða hvað við höfum gert í rauninni til að auðga Ísland – þetta snýst bara um réttindi manns sem manneskju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu