Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Þrota­bú Glitn­is krafð­ist þess í dag að Stund­in af­henti gögn sem mið­ill­inn hef­ur byggt um­fjöll­un sína um við­skipti Bjarna Bene­dikts­son­ar á, léti þeg­ar í stað af um­fjöll­un sinni og eyddi öll­um frétt­um sem birt­ar hafa ver­ið á vef­svæði Stund­ar­inn­ar um við­skipt­in.

Lögbann á frekari umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra

Fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík birtust fyrirvaralaust á skrifstofu Stundarinnar klukkan 16 í dag ásamt lögmanni Glitnis.

Tilgangurinn var að krefjast þess að Stundin afhenti gögn sem miðilinn hefur byggt umfjöllun sína um viðskipti Bjarna Benediktssonar á, léti þegar í stað af umfjöllun sinni og eyddi öllum fréttum sem birtar hafa verið á vefsvæði Stundarinnar um viðskiptin.

Stundin andmælti öllum kröfunum, en sýslumaðurinn samþykkti lögbann á frekari umfjöllun sem byggir á gögnunum.

Í fréttatilkynningu sem Glitnir sendi frá sér kemur fram að Fjármálaeftirlitinu hafi verið tilkynnt um brot á bankaleynd með fréttaflutningnum.

Þá hafi Glitnir ráðið lögmannsstofu í Bretlandi til að gæta hagsmuna sinna gagnvart dagblaðinu The Guardian sem hefur fjallað um gögnin í samvinnu við Stundina og Reykjavík Media.

Í fréttum annarra fjölmiðla síðdegis í dag kom fram að lögbannskrafan hefði verið lögð fram hjá sýslumanni á föstudag. 

Stundin kom eftirfarandi andmælum á framfæri við fulltrúa sýslumanns:

Ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti þingmanns, sem nú er forsætisráðherra, er gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún er einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi. 

Fordæmi eru fyrir því að umfjöllun byggð á gögnum úr bankakerfinu, svokölluðum Panama-skjölum, hafi haft afgerandi áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu. Upplýsingar um viðskipti kjörinna fulltrúa samhliða trúnaðarstörfum þeirra fyrir almenning eiga erindi til almennings.

Hagsmunir almennings og opinberrar umræðu eru ríkari en hagsmunir fjármálafyrirtækja af því að halda leynd yfir viðskiptum í aðdraganda hruns bankakerfisins á Íslandi. 

Fulltrúar sýslumanns og lögmaður Glitnis mættu fyrirvaralaust á skrifstofu ritstjórnar Stundarinnar til þess að takmarka tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi.

Mikið ójafnræði er á milli málsaðila í málinu. Annars vegar er fjármálafyrirtæki með gríðarlega fjármuni að baki sér. Hins vegar er lítið fjölmiðlafyrirtæki sem býr við erfitt rekstrarumhverfi. Fjölmiðillinn hefur ekki fengið tækifæri til að undirbúa málsvörn sína, líkt og fjármálafyrirtækið. Þá hefur Glitnir þegar sent út fréttatilkynningu um málið, án þess að ritstjórnin eða fjölmiðlafyrirtækið hafi fengið tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarmiði í opinberri umræðu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár