Ítalski læknirinn Paolo Macchiarini verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi eða stórfellda líkamsárás af gáleysi út af plastbarkaaðgerðinni sem hann framkvæmdi á Andemariam Beyene árið 2011. Þetta kom fram á blaðamannafundi ákæruvaldsins í Svíþjóð sem haldinn er í Stokkhólmi núna í morgun. Andemariam Beyene var búsettur á Íslandi þar sem hann nam jarðfræði og bjó ásamt fjölskyldu sinni.
Á blaðamannafundinum um niðurstöðu lögreglunnar í Stokkhólmi í málinu kom fram að enginn annar en Macchiarini væri með niðurstöðu sakbornings í málinu og því er ljóst að aðrir læknar liggja ekki undir grun um meint lögbrot. Ein af niðurstöðunum í málinu er að ekki sé hægt að sanna að önnur læknismeðferð en ígræðsla á plastbarka hefði getað haft betri afleiðingar í för með sér fyrir Andemariam Beyene og gert líf hans lengra. Saksóknari í málinu sagði þvert á móti að líklega hefði plastbarkaaðgerðin lengt líf Andemariams Beyene eitthvað. Þannig var …
Athugasemdir