Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Sannleikurinn er brothættur“

Björn Hlyn­ur Har­alds­son leik­ur að­al­hlut­verk­ið í einu fræg­asta leik­verki Henrik Ib­sens, Óvini fólks­ins, á stóra sviði Þjóð­leik­húss­ins. „Ég upp­lifi al­gjöra kúvend­ingu í gegn­um þenn­an mann,“ seg­ir Björn Hlyn­ur um per­són­una sem hann leik­ur.

„Sannleikurinn er brothættur“
Björn Hlynur Haraldsson „Margir sem hafa séð sýninguna halda að við séum búin að krukka mikið í þessu og bæta við vegna þess að sumt tengist mikið því sem er í umræðunni í dag og því sem er efst á baugi í dag.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Allir leikarar eiga sameiginlegt að vilja fyrst og fremst leika góð hlutverk, áhugaverðar persónur,“ segir Björn Hlynur Haraldsson. Hann nefnir góð hlutverk þegar manneskja er leikin sem gengur í gegnum hreinsun eða kaþarsis eins og það er líka kallað – þegar kúvending og umbreyting verður í lífi viðkomandi. 

„Þetta er eitt af þeim hlutverkum leikbókmenntanna. Svo er auðvitað hægt að fara illa með góð hlutverk og kannski er líka hægt að fara vel með vond hlutverk. Þetta er hins vegar grunnurinn að því að ná vel utan um þá persónu sem maður leikur. Tómas gengur í gegnum þessa hreinsun í verkinu og það gefur góðan efnivið í vinnuna.“

Harður á sínum skoðunum

Tómas Stokkman læknir er aðalpersóna leikritsins og á heimasíðu Þjóðleikhússins er leikritinu lýst svona: 

„Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár