„Allir leikarar eiga sameiginlegt að vilja fyrst og fremst leika góð hlutverk, áhugaverðar persónur,“ segir Björn Hlynur Haraldsson. Hann nefnir góð hlutverk þegar manneskja er leikin sem gengur í gegnum hreinsun eða kaþarsis eins og það er líka kallað – þegar kúvending og umbreyting verður í lífi viðkomandi.
„Þetta er eitt af þeim hlutverkum leikbókmenntanna. Svo er auðvitað hægt að fara illa með góð hlutverk og kannski er líka hægt að fara vel með vond hlutverk. Þetta er hins vegar grunnurinn að því að ná vel utan um þá persónu sem maður leikur. Tómas gengur í gegnum þessa hreinsun í verkinu og það gefur góðan efnivið í vinnuna.“
Harður á sínum skoðunum
Tómas Stokkman læknir er aðalpersóna leikritsins og á heimasíðu Þjóðleikhússins er leikritinu lýst svona:
„Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar …
Athugasemdir