„Sannleikurinn er brothættur“

Björn Hlyn­ur Har­alds­son leik­ur að­al­hlut­verk­ið í einu fræg­asta leik­verki Henrik Ib­sens, Óvini fólks­ins, á stóra sviði Þjóð­leik­húss­ins. „Ég upp­lifi al­gjöra kúvend­ingu í gegn­um þenn­an mann,“ seg­ir Björn Hlyn­ur um per­són­una sem hann leik­ur.

„Sannleikurinn er brothættur“
Björn Hlynur Haraldsson „Margir sem hafa séð sýninguna halda að við séum búin að krukka mikið í þessu og bæta við vegna þess að sumt tengist mikið því sem er í umræðunni í dag og því sem er efst á baugi í dag.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

„Allir leikarar eiga sameiginlegt að vilja fyrst og fremst leika góð hlutverk, áhugaverðar persónur,“ segir Björn Hlynur Haraldsson. Hann nefnir góð hlutverk þegar manneskja er leikin sem gengur í gegnum hreinsun eða kaþarsis eins og það er líka kallað – þegar kúvending og umbreyting verður í lífi viðkomandi. 

„Þetta er eitt af þeim hlutverkum leikbókmenntanna. Svo er auðvitað hægt að fara illa með góð hlutverk og kannski er líka hægt að fara vel með vond hlutverk. Þetta er hins vegar grunnurinn að því að ná vel utan um þá persónu sem maður leikur. Tómas gengur í gegnum þessa hreinsun í verkinu og það gefur góðan efnivið í vinnuna.“

Harður á sínum skoðunum

Tómas Stokkman læknir er aðalpersóna leikritsins og á heimasíðu Þjóðleikhússins er leikritinu lýst svona: 

„Það eru uppgangstímar í bænum, ný og glæsileg heilsuböð laða að fjölda ferðamanna og efnahagur bæjarbúa blómstrar sem aldrei fyrr. Þegar Stokkmann læknir uppgötvar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár